Styttist í Söngvakeppni Sjónvarpsins

ss2013-icon

Það styttist nú óðum í að Söngvakeppni Sjónvarpsins hefjist og Allt um Júróvísjon vaknar því úr árlegum haust dvala!

Í ár er hún með nokkuð öðru sniði undanfarin ár. Í stað þriggja til fjögurra undankvölda fara nú aðeins fram tvö undanúrslitakvöld og það sömu helgina. Keppni hefst föstudagskvöldið 25. janúar næstkomandi og keppa þá sex lög um að komast áfram á úrslitakvöldið. Strax daginn eftir, laugardaginn 26. janúar fer annað undankvöldið fram og aftur keppa sex lög um að komast í úrslit. Þrjú lög komast áfram hvort kvöld og verða því sex lög sem keppast um að verða fulltrúar Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Malmö. Það kann þó að vera að lögin á úrslitunum þann 2. febrúar n.k. verði sjö því dómnefnd mun hafa það vald að bæta  við einu lagi til  viðbótar í úrslitin ef ástæða þykir  til.

Á undankvöldunum tveimur mun símakosning skera úr um það hvaða lög fara áfram. Á úrslitakvöldinu sjálfu mun símakosning hafa helmings vægi á móti dómnefnd. Sú nýbreyttni verður í ár að tvö stigahæstu lögin munu keppa aftur sín á milli og að lokum verður það símakosning sem sker úr um hvort lagið stendur uppi sem sigurvegari.

Lögin 12 sem keppa í ár eru eftir 9 höfunda eða höfundateymi en Sveinn Rúnar Sigurðsson á líkt og í fyrra 3 lög í keppninni og Hallgrímur Óskarsson á tvö lög en hann hefur oft samið lög fyrir keppnina meðal annars framlag okkar árið 2003, Open your heart, sem Birgitta Haukdal flutti. Þess má geta að Birgitta er komin aftur í keppnina og flytur lag eftir sjálfan sig og systur sína.

Hvaða lög keppa hvort undankvöldið er enn ekki alveg ljóst en Allt um Júróvísjon mun fylgjast vel með!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s