Stigagjöfin í undankeppnunum!

via eurovision.tv

Um leið og stigagjöfin í gær var á enda runnin voru birt úrslit undankvöldanna tveggja og hvernig stigin röðuðust þar.

Sigurvegarar á fyrra undankvöldinu voru rússnesku ömmurnar – sem er ekki skrítið þar sem þær höfnuðu í öðru sæti. Því næst kom Albanía, Rúmenía, Grikkland, Moldóva og Írland. Ísland lenti í 8. sæti og í humátt fylgdu Danmörk og Ungverjaland. Þau lönd sem komust ekki áfram voru í þessari röð: Sviss, Finnland, Ísrael, San Marínó, Svartfjallaland, Lettland, Belgía og Austurríki.

Stig Íslands skiptust svo:

 • 1 stig frá Rússlandi og Ítalíu
 • 2 stig frá Austurríki og Moldóvu
 • 3 stig frá San Marínó
 • 4 stig frá Ungverjalandi, Ísrael og Sviss
 • 5 stig frá Belgíu, Grikklandi og Lettlandi
 • 6 stig frá Spáni
 • 8 stig frá Kýpur
 • 10 stig frá Danmörku og Finnlandi

Stigagjöf Íslands var á þessa leið:

 • 12 stig til Kýpur
 • 10 stig til Írlands
 • 8 stig til Danmerkur
 • 7 stig til Finnlands
 • 6 stig til Rússlands
 • 5 stig til Grikklands
 • 4 stig til Rúmeníu
 • 3 stig til Albaníu
 • 2 stig til Sviss
 • 1 stig til Austurríkis

Úrslit annars undankvöldsins voru: Svíþjóð, Serbía, Litháen, Eistland, Tyrkland, Bosnía Hersegóvína, Malta, Úkraína, Makedónía og Noregur. Noregur og Búlgaría (sem hafnaði í 11. sæti) voru hins vegar jöfn að stigum, bæði með 45 stig. Þá var litið til þess hvort landið hefði fengið hærri einstaka stigagjöf (12 stig, 10 stig o.s.frv.). Í ljós kemur að löndin fengu hvort um sig eina 10, en Noregur fékk 8 stig frá Eistlandi sem tryggði þeim sæti í úrslitunum! Lestina ráku Króatía, Portúgal, Georgía, Holland, Hvíta-Rússland, Slóvenía og Slóvakía.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s