Júró-nörd dagsins: Tinna Rós

Í tilefni dagsins verða júró-nördarnir tveir. Hinn fyrri júró-nörd dagsins er Tinna Rós Steinsdóttir, blaðamaður og  sjálfskipaður sérlegur Júróvísjon-ráðgjafi Fréttablaðsins og visis.is!

Hvert er besta júróvísjonlag allra tíma?
Erfiðasta spurning sem hægt er að leggja fyrir alla Eurovision aðdáendur! Af íslensku lögunum er það alltaf Nína, þó ég hafi verið sérlegur aðdáandi Hægt og hljótt þegar ég var eins árs. Diggi-Loo Deggi-Ley með Herreys á alltaf sérstakan stað í hjarta mér og sama er að segja um Fångad av en stormvind með henni Carolu frá 1991. Annars er ég algjör sökker fyrir rólegu væmnu lögunum sem aðrir þola takmarkað. Ég elska til dæmis flestöll írsku lögin á níunda og tíunda áratugnum, Ein bisschen frieden er smá uppáhalds, All kinds of Everything og ég gæti haldið endalaust áfram. Í seinni tíma keppnunum er Ines frá Eistlandi árið 2000 í uppáhaldi með lagið Once in a lifetime og svo krúttin frá Lettlandi 2005. Þegar ég verð búin að læra dansinn sem Herreys dönsuðu 84 ætla ég að læra tákn með tali-dansinn þeirra. Svo má nú ekki gleyma Alexander okkar Rybak.

Hvert er uppáhaldslagið þitt í keppninni í ár?
Írland! Ég er ástfangin af dúlluspöðunum í Jedward, þeir koma mér alltaf í gott skap. Sérstaklega fengu þeir prik í kladdann fyrir að fara í sturtu á sviðinu. Svo finnst mér norski Tooji svoldið skemmtilegur og Roman Lob frá Þýskalandi algjört æði. Ég er líka svoldið veik fyrir Eistanum og finnst Hvít-Rússarnir skemmtilegir (sjáiði þema?). Ég efast samt ekki um það í eina mínútu að hin sænska Loreen taki þetta og er sko alveg sátt við það. En ég mun samt stökkva hæð mína af kæti í hvert skipti sem „undirhundarnir“ mínir fá stig.

Hver er uppáhalds júróvísjon flytjandinn þinn?
Hands down Johnny Logan, hann ER Eurovision!

Áttu þér einhverjar júróvísjon hefðir?
Neeei, ég get nú ekki sagt það. Þegar ég var yngri lagði ég mikinn metnað í að skrifa niður stigagjöfina og oftar en ekki var borðað hamborgaratilboð yfir herlegheitunum. Núna er lítið um hefðir en þó vel passað upp á að gera sér alltaf glaðan dag, hvað svo sem það felur í sér.

Hvenær horfðiru á júróvísjon í fyrsta skiptið?
Ég hef verið 9 mánaða þegar keppnin 1987 var haldin og efast ekki um að mér hafi verið plantað fyrir framan hana. En ætli ég hafi verið nema nokkura daga gömul þegar ég fylgdist fyrst með eldri systrum mínum þrem hoppa um sófan með snúsnúbönd að vopni og syngjandi hástöfum lög á alls kyns tungumálum með upptökum af keppninni mörg ár aftur í tímann.

Hver er besta júróvísjon minningin þín?
Öll skiptin sem ég hef séð íslenska framlagið stíga á svið. Ég er alltaf nálægt því að rifna af þjóðarstolti og gleði. Ég hugsa að mitt uppáhalds hafi verið þegar Eiríkur Hauksson steig á svið í keppninni 2007, enda alltaf verið rosalega skotin í honum. Svo var frekar magnað að hitta Bobbysocks-gellurnar þegar þær komu hingað fyrir nokkrum árum og við fórum með þeim í Eurovision-partý. Ég var líka stödd í Þýskalandi þegar Lena vann keppnina árið 2010. Þrátt fyrir að því hafi nú ekki verið fagnað af heimamönnum mikið lengur en í svona 10 mínútur áður en allir héldu áfram með sitt daglega líf að þá var það samt skemmtileg upplifun.

Ef þú mættir velja einn álitsgjafa til að taka þátt í Alla leið þáttunum, hvern myndirðu velja?
Ég ætti mjög erfitt með að velja á milli systra minna þriggja. Þær voru allar farnar að syngja með Eurovision áður en þær voru farnar að tala (hefur mér verið sagt, ég var ekki fædd) og fylgjast vel með keppninni enn þann dag í dag. Þekkjandi þær, og blóðið sem rennur í æðum fjölskyldu minnar, efast ég líka ekki um að þær ættu auðvelt með að segja sitt álit á öllum málum sem upp kæmu.

Lýstu júróvísjon í þremur orðum!
Gleði, ást og upphækkanir!

Euro-nerd of the day is Tinna Rós Steinsdóttir. She is a journalist at Fréttablaðið and self-pointed Eurovision specialist there!

What is your all-time Eurovision song favourite?
This is the hardest question you can as a real Eurovision fan. From the Icelandic songs, Nína is my favorte although I was a big fan of the song Hægt og hljótt when I was one years old. Diggi-Loo Deggi-Ley always has a special place in my heart and the same goes for Carola’s song Fångad av en stormvind from 1991. Then I am a sucker for slow and corny songs, other people have little tolerance for. I for example love all the Irish songs from the 80’s and 90’s, Ein bisschen frieden also is a little favorite along with All kinds of Everything and I could go on forever. From the more recent competitions I have to say Once in a lifetime which Ines performed for Estonia in 2000 and the cuties from Latvia in 2005. When I have learned the dance Herreys did in 1984 I am going to learn sign language – their dance. Then you can not forget Alexander Rybak.

What is your favourite song this year?
Irland! I am in love with those cutiepies in Jedward, they always make me feel better. Then I like Tooji from Norway and Roman Lob from Germany is fantastic. I am also a little bit week for the Estonian and find Belarus also fun.  But in my mind there is no doubt that Loreen from Sweden will win but evertime the other three will get points I will celebrate.
Who is your all time favourite Eurovision performer? 
Hands down, Jonny Logan, he IS Eurovision!

Do you have any tradition around Eurovision?
Nooo, i can’t say that I have. When I was younger my ambition was to write down  the voting and we often ate hamburgers while watching. Today I don’t have any other than always have fun, what ever that is.

When did you watch Eurovision for the first time?
I was nine months old when the Eurovision was held in 1987 and without a doubt I was there in front of the TV. Then I have probably only been few days old when started watching my three older sisters jump on the couch with their jump ropes singing eurovision songs in all languages while watching old competitions.

Can you describe your favourite Eurovision memory?
That is every time Iceland performes. I always happy and proud of my nation. I think my favorite was when Eiríkur Hauksson participated for Iceland in 2007, I have always had crush on him.  Then it was amazing meeting Bobbysocks when they came to Iceland few years ago and party with them. Then I was in Germany 2010 when Lena won. Even  though the Germans didn’t celebrate longer than ten minutes before going on with theyr daily life, it was fun experience.

Eurovision in three words is:
Joy, love and rise!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s