Júró-nörd dagsins – Alma Tryggvadóttir

Þennan föstudag fyrir stóra kvöldið er júró-nörd dagsins engin önnur en Alma Tryggvadóttir. Hún er stjórnarmaður og ein af stofnendum FÁSES og með svörum sínum hafa allir núverandi stjórnarmenn FÁSES verið júró-nördar dagsins. Það má segja að Alma sér ný-nörd þegar kemur að júróvísjon!

Hvert er besta júróvísjonlag allra tíma?
Besta eurovision lag allra tíma?! Þetta er ótrúlega erfið spurning en það eru nokkur klassísk lög sem standa alltaf fyrir sínu – með flottum melódíum, stórkostlegum flutningi og sem eldast vel. Sigurlögin Hold me now með Johnny Logan og Ne Partez pas sans moi með Celine Dion ná mér alltaf og mér detta þau fyrst í hug.

Hvert er uppáhaldslagið þitt í keppninni í ár?
Lagið okkar, Never Forget, er mjööög ofarlega á blaði hjá mér í ár. Mér finnst það æðislegt. Svo heillaðist ég strax af þýska laginu, Standing Still, en það er eitthvað svo þægilegt að hlusta á það. Mun líklegra til að slá í gegn í útvarpsspilun en eurovison en engu að síður eitt af mínum uppáhalds. Eistneska lagið er líka að vinna hratt á hjá mér.

Hver er uppáhalds júróvísjon flytjandinn þinn?
Allt þetta uppáhalds er svo erfitt! Hef aldrei getað valið bara eitthvað eitt uppáhalds af neinu. Ég dýrkaði Silvíu Nótt alveg þangað til hún fór yfir strikið í Aþenu en mér fannst hún ógeðslega fyndin. Svo verð ég að nefna Vini Sjonna því ég var heppin að fá að taka þátt í því ævintýri með íslenska hópnum í Düsseldorf í fyrra.

Hvenær horfðiru á júróvísjon í fyrsta skiptið?
Ég man ekki nákvæmlega hvenær ég horfði á Eurovision í fyrsta skiptið. Mamma mín og fjölskylda hafa horft á þessa keppni lengi og þannig kviknar áhuginn. Ég er svona nýgræðingur í nördaskapnum og man ekki eftir flutningi Gleðibankans eins og margir fyrri júró-nördar hjá ykkur (enda var ég 3 ára) en fyrsta sterka minningin mín er af flutningi Siggu og Grétars – rauði kjóllinn hennar, guli gallinn og danssporin. Það fannst mér æðislega flott.

Hver er besta júróvísjon minningin þín?
Besta minningin mín er síðan í fyrra. Ég vann að kynningarstörfum með íslenska hópnum fyrir keppnina 2011  og var með þeim úti í Düsseldorf í tvær vikur. Ísland tók þátt á fyrra undanúrslitakvöldinu og þegar einungis átti eftir að tilkynna um eitt lag sem kæmist áfram var ég nú farin að undirbúa mig undir að mögulega kæmumst við ekki áfram (enda Noregur og Tyrkland einnig eftir í pottinum). Augnablikið þegar íslenski fáninn birtist á stóra skjánum í höllinni í Düsseldorf, þar sem ég sat á 2. bekk með mömmu minni og móðursystur, var algjörlega ógleymanlegt! Ég gjörsamlega trylltist og allt í einu var Haukur Johnson, vinur minn og stjórnarmeðlimur í FÁSES, mættur öskrandi vitlaus við hliðina á mér (guð má vita hvaðan hann kom!) og við hoppuðum og hlógum svo mikið að við enduðum nánast uppi á sviðinu með Vinum Sjonna o.fl. Þessu mun ég aldrei gleyma. Þvílík gleði og hamingja og hvirfilvindur af tilfinningum sem yfirtók mann!

Ef þú mættir velja einn álitsgjafa til að taka þátt í Alla leið þáttunum, hvern myndirðu velja?
Ég myndi klárlega velja einhvern af samstarfsmönnum mínum í stjórn FÁSES – Eyrún og Haukur eru mestu júró-nördar og viskubrunnar sem ég þekki þegar kemur að þessari keppni ásamt auðvitað Hildi, Flosa og Auði. Þau hafa stúderað ótrúlegustu hluti í kringum keppnina og muna allt! Maður lítur út eins og algjör kjúklingur í samanburði við þau =)

Lýstu júróvísjon í þremur orðum!
Skemmtilegasti tími ársins!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s