Júró-nörd dagsins: Wivian R. Kristiansen

Júró-nörd dagsins er blaðamaðurinn Wivian R. Kristianssen sem vinnur fyrir Escnorge.net. Hún býr í Noregi en mætti kallast heiðurs-Íslendingur og er meðlimur í íslenska aðdáendaklúbbnum FÁSES þar sem hún hefur mikinn áhuga á Íslandi og því sem kemur héðan!

Hvert er besta júróvisjón-lag allra tíma að þínu mati?
Þetta er spurning sem ég hef alltaf svar við á reiðum höndum, þegar ég er spurð! Besta júróvisjón-lag allra tíma er rússneska lagið frá 2001; Mumiy Troll með „Lady Alpine Blue“.

Hvert er uppáhaldslagið þitt í ár?
Uppáhaldslagið mitt í ár er íslenska lagið „Never Forget“ með Gretu og Jónsa. Ég hef sagt það alveg síðan í janúar að ef Ísland sendi þetta lag myndi það vinna allan pakkann. En þá var lagið á íslensku… ég er ekki eins sannfærð um enskuna en ég held samt að það sé meðal sex landa sem vinna í ár.

Hver er uppáhalds júróvisjón-flytjandinn þinn?
Það eru svo margir góðir sem hafa tekið þátt í Eurovision að það er erfitt að velja aðeins einn. Ég gæti sagt Mumiy Troll til dæmis, en ég segi frekar Tose Proeski sem flutti makedóníska lagið 2004. Því miður lést hann í hræðilegu bílslysi 2007 svo að við fáum ekki að heyra aftur fallegu og kraftmiklu röddina hans.

Áttu einhverjar sérstakar júróvisjón-hefðir?
Síðustu þrjú ár hefur hefðin verið sú að fara á keppnina sjálfa, en áður en það varð að hefð hélt ég á hverju ári stórt partý fyrir vini og vandamenn á lokakvöldinu. Við klæddumst okkar fínasta pússi, borðuðum þriggja rétta máltíð og kusum að sjálfsögðu. Núna höfum við í staðinn „for-Eurovision-partý“ helgina áður en ég fer og gerum það sama, nema við hlustum bara á lögin þar sem við getum ekki horft á þau.

Hvenær horfðirðu fyrst á Júróvisjón?
Mamma er mikill aðdáandi keppninnar, og ég hef því alltaf horft á hana. Þegar ég var mjög lítil þá var Eurovision eina skiptið sem ég fékk að vaka lengi til að horfa á, sem gerði keppnina ennþá skemmtilegri.

Hver er uppáhalds-júróvisjón minningin þín?
Þær eru svo margar góðar, minningarnar, en ég held að ég verði að velja sigur Alexanders Rybak í Moskvu.

Lýstu Júróvisjón í þremur orðum:
Hápunktur ársins míns.

—-

Euro-nerd of the day is the Norwegian reporter Wivian R. Kristianssen who works for Escnorge.net. She lives in Norway but is really an „honorary Icelandic“ and a member of OGAE Iceland because of her great interest in Iceland and Icelandic culture!

What is your all-time Eurovision song favourite?
This is the one Eurovision question where I know exactly what to say every time someone asks! My all-time favorite Eurovision song is the Russian entry from 2001; Mumiy Troll’s „Lady Alpine Blue“

What is your favourite song this year?
My favorite entry this year is Iceland’s „Never Forget“ with Greta&Jónsi. I have been saying since the songs were released in January that if Iceland sends this song it’s going to win the whole thing. But that was in Icelandic… I’m not as convinced in English, but I still think it’s one of six countries which can win.

Who is your all time favourite Eurovision performer?
So many good performers have participated in Eurovision Song Contest and it’s hard to choose just one. I might have said Mumiy Troll, for instance, but I will say Tose Proeski. He represented Macedonia in 2004. In 2007 he died in a tragic car accident, so we will not hear his lovely and powerful voice again.

Do you have any tradition around Eurovision?
Well, for the last three years my tradition has been going to Eurovision, but before I started doing that I always had a big party for my friends for the final. We’d dress up nicely, have a three course dinner and of course vote. Now we instead have a „pre-Eurovision party“ the weekend before I leave where we do the same things, only we listen to the songs on cd since we can’t watch it yet.

When did you watch Eurovision for the first time?
My mother likes Eurovision a lot too, so I have always watched it. When I was very young, Eurovision was the one thing I was allowed to stay up late to watch, which made it all the more fun.

Can you describe your favourite Eurovision memory?
There are soooo many great memories, but I think I must choose Alexander Rybak’s victory in Moscow.

Eurovision in three words is:
My year’s highlight.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s