Dagbókin hans Flosa í Bakú – spá fyrir kvöldið!

Flosi spáir fyrir um gengi laganna í kvöld. Við munum svo birta okkar spá seinna í dag: 

„Þá er komið að spá fyrir kvöldinu í kvöld. Þessi riðill er erfiðari að spá fyrir þar sem það eru kannski svona 4 til 5 lög sem ég tel vera örugg en allt hitt er óskrifað blað. Ég ætla að hafa þetta stutt að þessu sinni þar sem að Ísland er komið áfram og það er allt sem skiptir máli 🙂

Serbía: Já,  hann er svo sannarlega með reynsluna og syngur eins og engill. Ég er ekki einn af þeim sem er að froðufella yfir þessu lagi en það flýgur áfram og mun vera ofarlega í úrslitunum.

Makedónía: Þetta er lag sem ég hugsaði ekkert um áður en ég  kom til Baku, er ekki einu sinni með það á playlistanum mínum! Sú kann að syngja og á sviði er hún full af orku. Verður á grensunni að komast áfram en fer áfram í mínum bókum. Ég held að hún eigi samt í erfiðleikum að komast áfram þar sem lag eins og Georgía kemst áfram, bara að því að það er Georgía.

Holland: Þetta er mitt guilty pleasure lag í 2. undanúrslitum. Ég hreinlega elska þetta lag og dilla mér og syng með. ÉG vona að 8 ára bið Hollands um að komast í úrslit sé á enda – Holland á svo sannarlega skilið að komast áfram. Ef hún gerir það þá hvet ég Íslendinga til að kjósa hana 🙂 Ég er samt hræddur að Balkan-blokkin sem er í þessum riðli muni hafa sigur, því miður. En ég ætla að spá því áfram því ég hreinlega elska þetta lag.

Malta: Enn eitt pop lagið frá Möltu sem skilur ekkert eftir. Hann syngur sæmilega en lagið er bara ekki nógu gott fyrir þennan riðil. Hann mun vera nálægt en kemst ekki áfram. Ég nenni ekki einu sinni að dansa við lagið, þetta er ekkert  La la la la la Love;)

Hvíta-Rússland: Þetta lag gerir ekkert fyrir mig en er mjög vel flutt og flott rokklag. Ef ég á að velja á milli þeirra og Slóvakíu, þá vinnur Hvíta- Rússland. Fyrir þá sem elska rokk mun þetta veljast áfram.

Portúgal: Portúgalskar ballöður eru svo fallegar og tungumálið sjarmerandi en því miður er svo mikið af ballöðum í þessum riðli að hún mun gleymast.

Úkraína: Þetta land kemst alltaf áfram eins og Grikkland, sama hvað lagið er lélegt. Ég verð samt að segja að það er svo sannarlega hægt að dilla sér við þetta og hún syngur rosalega vel en hver gerði dansinn við þetta? Hvað er með þessa gaura með trompet og svo hverfa þeir bakvið vegg og dansa eitthvað fáránlegt. Hún fer samt áfram.

Búlgaría: Þetta er leiðinlegt  teknó og verður undir Úkraínu þar sem þessi er ekki nærri því eins góð og bara með leiðinlega framkomu á sviði. Þetta verður nálægt en fer ekki áfram.

Slóvenía: Þetta er uppáhalds Balkan-lagið mitt í ár og er töfrandi og fær mig til að dreyma um fallegan heim þar sem ekkert slæmt er. Hún er falleg á sviði og syngur vel og ég vona að þetta verði ein af ballöðunum sem stendur upp úr í þessum riðli.

Króatía: Hvað kom fyrir þetta land? Árin 1990 til 200 voru þeir með smell eftir smell og voru alltaf ofarlega. Í ár senda þeir leiðinlega ballöðu sem fær mig til að geispa og kannski er bara kominnt  tími pissupásu þarna 🙂

Svíþjóð: Þetta er sigurvegari keppnarinnar og ef allt gengur upp þá verðum við í Stokkhólmi á næsta ári. Hún er samt búinn að vera í miklum vandræðum á æfingum og hefur ekki verið að syngja mjög sannfærandi. Við sjáum til hvað gerist.

Georgía: Versta lag keppninnar og ég vona svo sannarlega að Georgía fari ekki áfram í fyrsta sinn í sinni þátttöku en við sáum í fyrra að það skiptir engu máli hvernig lag það sendir og fer það sennilega áfram, því miður.

Tyrkland: Þetta lag er búið að vinna á síðan ég kom til Bakú og núna er það í topp 5 hjá mér í þessum riðli. Mér finnst flott hvernig þeir búa til skip úr þessum kápum sem þeir eru í. Hann heldur sig við sjóþemað og kemur bakgrunnurinn rosa vel út. Tyrkland fer áfram eftir að hafa verið úti í kuldanum í eitt ár.

Eistland: Þetta er lag sem allir blaðamenn froðufella yfir og ég veit ekki alveg af hverju, en mig grunar að hommarnir séu aðeins meira að horfa á hann heldur en lagið sjálft. Ég held að það komist áfram og kannski mun hann sjarma mig í kvöld þannig ég verð kannski einn af þessum froðufellandi í kvöld 🙂

Slóvakía: Verður í neðstu sætunum klárlega nema rokkið sé málið í ár. Þetta er leiðinleg lag og gerir ekkert fyrir mig. Sítt  hár að aftan er bara löglegt ef Finnar hafa eitthvað með atriðið að gera.

Noregur: Þetta finnst mér vera lagið sem er með flottustu dansporin og bara vel útfært. Hann syngur ekkert rosalega vel og margir segja að hann sé hreinlega of hommalegur fyrir Evrópu. Mér finnst hann nú bara sætur og einlægur og ég held að hann fljúgi áfram með sjarmanum og brosinu sem lét mig froðufella. Segir kannski meira um mig en lagið 🙂

Bosnía Herzegóvína: Úffffffff……… LEIÐINLEGT, ég þarf 3faldan í kók eftir þetta! Hún er sæt en guð hvað lagið er leiðinlegt. Hvað er með þetta að gera mann þunglyndina svona í lokin? En því miður kemst Bosnía alltaf áfram og fer hún líka áfram :p

Litháen: Hann syngur eins og engill og er svooooo sætur. Lagið er ekki nógu gott og þetta að binda fyrir augun er svoldið turn off fyrir mig. Hann verður nálægt að komast áfram en í þetta sinn fer Litháen ekki áfram.

Þetta eru sem sagt lögin og hér er mín spá:  Serbía, Makedónía, Holland, Hvíta-Rússland, Úkraína, Slóvenía, Svíþjóð, Tyrkland, Eistland
og Noregur.“

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Dagbókin hans Flosa í Bakú – spá fyrir kvöldið!

  1. Ási skrifar:

    7 af 10… ég var með 8 (7 á þriðjudag). Sakna að Holland sé ekki með í úrslitum, var líka viss um Hv-Rússland…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s