Dagbókin hans Flosa í Bakú – í beinni frá Eurovision 2012!

Flosi heldur áfram að skemmta sér í Júrólandi – og leyfir okkur hinum að fylgjast með:

„Euphooooooooooria er að nálgast!  Þá er maður loksins búinn að jafna sig eftir skrautlegt kvöld á þriðjudaginn. Íslenski hópurinn sýndi öllum hvernig á að skemmta sér og fagna sigri. Fyrir keppnina labbaði ég stoltur með íslenska fánann um götur og mér leið eins og  Carolu…. nei, Flosi reyndu nú að sýna smá karlmennsku í þér, reynum aftur… mér leið eins og frægum fótboltakappa.

Það voru allir að spyrja hvor þeir gætu fengið mynd með mér og snerta mig og segja mér hvað ég væri fallegur. Og ég auðvitað, með minn húðlit, varð rauðari en epli. Ég fór á barinn til að fá mér bjór með vinum mínum og einn gaur sagði áfram Selfoss á ensku og gaf mér bjór og sagði velkominn til Bakú.

Það er hreinlega ótrúlegt hvað fólk er vinalegt hérna. Vinur minn og ég vorum á leiðinni heim í gærmorgun og vorum svangir og fórum í búðina við hliðina á þar sem við búum, keyptum kjúkling  og brauð og kók. Þegar við ætluðum að fara að borga sagði búðargaurinn: „Þetta er gjöf mín til ykkar, velkomnir til Bakú“.  Þetta er alveg ótrúlegt og erfitt að gera sér grein fyrir hvort þessi þjóð sé virkilega svona óhamingjusöm og brotið jafnmikið á mannréttindum og raun ber vitni. Ég hitti þó mótmælendur þegar ég var að labba í gamla bænum og þá varð mér ljóst að fólk er kúgað hérna en það er samt svo vinalegt við okkur Eurvision-aðdáendurna þrátt fyrir að sumir hafi hreinlega misst húsin sín þegar höllin var byggð.

En að keppninni aftur: Jónsi og Gréta fóru á kostum á blaðamannafundinum og svo seinna á Euroklúbbnum. Það var íslenskur hringur  á dansgólfinu og Jónsi bræddi hvern hommablaðamanninn á fætur öðrum. Það var því gaman þegar Jónsi gaf mér einkadans á dansgólfinu þar sem konur og karlar voru græn af öfund.

Þegar klukkan var 6 um morguninn var yndisleg stelpa sem er hluti íslenska hópsins sem bauð mér að koma upp á hótel til að fagna með þeim. Þegar við vorum í leigubílnum haldandi á Long Island Icetea vorum við bæði farin að hugsa…. Jæja erum við í þessum pakka núna?…. en við héldum samt áfram og fengum okkur frábæran morgunmat og spjölluðum við hluta af danska og svissneska hópnum. Það var gaman að sjá hvað Svisslendingarnir voru rólegir með það að hafa ekki komist áfram sem þeir áttu svo sannarlega skilið. Sviss var eina landið sem ég giskaði vitlaust og í staðinn fór þetta leiðinlega lag frá Ungverjalandi.

Að mínu mati voru 3 lönd sem stóðu upp úr af vissum ástæðum, Rússland fékk allan salinn með sér og allir sungu með þeim og dáðust af krúttleikanum, Albanía var klárlega lagið sem ég var gjörsamlega orðlaus yfir og ég held að hún hafi unnið dómaravalið. Keppnin var ekki einu sinni sýnd í Albaníu þar sem þar ríkir þjóðarsorg vegna slyss fyrr í vikunni og að sjálfsögðu má ekki gleyma Íslandi sem var með allan pakkann. Ég var smá hræddur með chemistry milli Grétu og Jónsa en þau voru svo sannarlega góð saman og bræddu mig allavega þar sem ég grét af gleði eftir atriðið þeirra.

Nú er það bara spurning hvað gerist  í kvöld þar sem Euphoria stígur á stokk og tryllir salinn. Ég skrifa ykkur seinna í dag hvað ég held að komist áfram í kvöld. Þangað til – bless í bili. “

3 athugasemdir við “Dagbókin hans Flosa í Bakú – í beinni frá Eurovision 2012!

 1. Aðalbjörg skrifar:

  ég var líka með Sviss í staðin fyrir ungverjaland, annars hefði maður náð 10/10…en ég skil ekki af hverju Sviss komst ekki áfram! ég er alveg sammála, ungverska framlagið er nú ekki eins flott. Ég verð nú líka að segja að mér finnst erfiðara að spá fyrir um hverjir komast áfram í kvöld, erfiðari riðill einhvernvegin. Hvað finnst þér?

 2. Anna skrifar:

  Er mjög sátt við að Ungverjaland komst áfram en ekki Sviss. Sviss er ekkert spes að mínu mati ;o)

 3. Ýrr skrifar:

  Snillingur! Öfund frá íslandi til Bakú!! Taktu bara allan pakkann, til hvers að fara á Eurovision til Bakú, ef ekki fyrir allann pakkann?? Maður spyr sig 😉
  Hlakka ti að heyra hvað þú haldir um lögin í kvöld…. Júrókveðja!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s