Júró-nörd dagsins: Lovísa Árnadóttir

Júró-nörd dagsins er engin önnur en Lovísa Árnadóttir, umsjónarkona heimasíðu Söngvakeppni sjónvarpsins og þáttarins Leiðin til Bakú sem sýndur var í sjónvarpinu sunndaginn 20. maí sl. 

Hvert er besta júróvísjonlag allra tíma?
Uppáhalds rólega lagið mitt er bosníska lagið frá 2006, Lejla. Uppáhalds stuðlagið mitt er franska lagið frá 2010, Allez Ola Olé. Ekki hægt að sitja kyrr undir því! Annars er þetta alltof erfið spurning 🙂


Hvert er uppáhaldslagið þitt í keppninni í ár?
Ég ætla að vera ófrumleg og segja Euphoria frá Svíþjóð. Ég elska hreinlega gott danspopp og svo er Loreen frábær flytjandi. Sé ekki fyrir mér að lagið hefði verið eins gott án hennar.

Hver er uppáhalds júróvísjon flytjandinn þinn?
Ég á engan einn uppáhalds flytjanda. En ég man sérstaklega eftir henni Mariju Serifovic sem vann fyrir Serbíu 2007 og hvað hún snerti mann með sínum tilfinningaríka söng, það var ekki hægt annað en að sogast inn í lagið. Svo er Zeljko Joksimovic minn maður , hann er flottur flytjandi og semur gæðalög fyrir þessa keppni. Að lokum nefni ég Sakis Rouvas, einfaldlega vegna þess að ég veit ekki hvort ég á að deyja úr kjánahrolli eða rífa hann úr fötunum.

Áttu þér einhverjar júróvísjon hefðir?
Eina fasta hefðin er Eurovision partý með góðum vinum! Vinahópurinn gerði það nú nokkrum sinnum að halda Euro-búningapartý, sem var rosa gaman. Einu sinni áttum við að koma klædd sem keppandi í Eurovision og í annað skipti sem landið sem við héldum með. Ég og vinkona mín unnum búningaverðlaunin í fyrrnefnda skiptið með því að koma klæddar sem tATu!


Hvenær horfðiru á júróvísjon í fyrsta skiptið?
Fyrsta minningin um að hafa horft er 1986, þegar Sandra Kim vann. Ég dauðöfundaði hana af þessum bleiku buxum.

Hver er besta júróvísjon minningin þín?
Ég hafði lokið stúdentsprófum sama dag og Eurovision-keppnin fór fram árið 1999. Þá var ég stödd í partýi með fólki, sem ég hafði aðeins kynnst lítillega eða jafnvel aldrei hitt áður. Allt gjörsamlega fór á hliðina af stemningu þegar Selma átti séns í sigurinn og partýið varð alveg rosalegt, ég endaði kvöldið með því að þurfa aðstoð frá einni stúlkunni við að halda hárinu  mínu frá andlitinu meðan höfuðið var ofaní klósettskálinni.  Þessi stúlka, ásamt mörgum öðrum í partýinu, eru meðal minna bestu vina í dag.

Ef þú mættir velja einn álitsgjafa til að taka þátt í Alla leið þáttunum, hvern myndirðu velja?
Pétur Örn Guðmundsson. Maðurinn er svo allsvakalega fyndinn að maður yrði sennilega með harðsperrur eftir hvern þátt. Þá myndi ég stilla upp alvarlegri og meira fræðandi álitsgjöfum á móti honum, svo þetta leysist ekki upp í einhverja vitleysu 🙂 Svo tikkar hann í réttu boxin, hann er tónlistarmaður hokinn af Eurovision reynslu.

Lýstu júróvísjon í þremur orðum!
Skemmtilegasta partý ársins!
Euro-nerd of the day is Lovísa Árnadóttir. 

What is your all-time Eurovision song favourite?
My favorite slow song is the Bosnian one from 2006, Lejla. But my favorite up-beat song is the French one from 2010, Allez Ola Olé. There isn’t a possibility just to sit around when it is played! Otherwise, this is to hard question 🙂

What is your favourite song this year?
I am going to unoriginal and say Euphoria from Sweden. I just love good europop songs and Loreen is such a great performer. I think the song wouldn’t have been so good without her.

Who is your all time favourite Eurovision performer? 
I don’t have any favorite performer. But I remember Mariju Serifovic, who brought home victory for Serbia in 2007, well and how she touched me with her emotional performance, you couldn’t not be drawn to it. Then Zeljko Joksimovic is my man. He is a good performer and composes quality songs for this competition. Finally I have to say Sakis Rouvas, only because I don’t know if I should die from silliness or rip his cloths of!

Do you have any tradition around Eurovision?
The only tradition is to watch with good friends. We have sometimes hold theme parties and that was great fun. Once we were supposed to come in Eurovision costumes and once as the country we were rooting for. A good friend of mine and I won the best costume when we came as tATu, who performed for Russia in 2003.

When did you watch Eurovision for the first time?
My first memory is in 1986 when Sandra Kim won. I was so jealous of her for those pink pants!

Can you describe your favourite Eurovision memory?
When I had just finished my exams the same day as Eurovision was held in 1999. I went to a party with people that I didn’t know so well, and some of them I had never met before. The atmosphere was just crazy when Selma had a change to win the competition and every one went a bit of crazy also! I ended my evening, holding the hair of a girl I barley knew, while her head was in in the toilet. This girl, a long with many other people from this party, are today among my best friends.

Eurovision in three words is:
Most fun party of the year (three words in Icelandic, six in English! 😉 )
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s