Alla leið vs. Inför Eurovision Song Contest

Um helgina lauk þáttunum Alla leið sem Ríkissjónvarpið hefur sýnt síðustu fimm laugardagskvöld. Þar fóru þau Hera Björk, Matti Matt, Vala Guðna og Eiríkur Hauksson yfir þau lög sem keppa í júróvísjon í ár og sögðu til um gengi þeirra. Í salnum sátu FÁSES-félagar og gáfu úrslitaatkvæði ef svo fór að atkvæði féllu jöfn hjá spekingunum. Viku fyrr lauk hins vegar þáttunum Inför Eurovision Song Contest, þáttum með sama tilgang og Alla leið sem sænska sjónvarpið, SVT, framleiðir.

Þátturinn Inför ESC á sér langa sögu og er fyrsti þátturinn með þessu sniði sem framleiddur er. Þátturinn hóf fyrst göngu sína árið 1985, þá hálftímalangur þáttur þar sem farið var yfir framlögin í keppninni. Síðan þá hefur þátturinn verið framleiddur með nokkrum hléum og hefur tekið á sig nokkuð breytta mynd.  Árið 2004 var þátturinn gerður í samvinnu við allar ríkissjónvarpsstöðvar á Norðurlöndunum, þar með  talið RÚV. Við það var spekingum í þáttunum fjölgað úr þremur í fimm og var einn spekingur frá hverju landi. Árið 2005 var álitsgjöfinni í þáttunum breytt. Í stað þess að spekingar gæfu ljós sem gaf til kynna gengi laganna, gáfu nú spekingarnir hverju landi 0-5 stig. Þættirnir voru gerðir með þessu sniði allt til ársins 2007 eða í fjögur ár og var Eiríkur Hauksson fulltrúi Íslands í þáttunum öll árin.

Síðan þessu samstarfi lauk hafa sumar sjónvarpsstöðvarnar á Norðulöndunum framleitt sína eigin þætti í þessum anda en RÚV er þó eina sjónvarpsstöðin, að SVT undanskilinni, sem hefur framleitt þátt í þessum anda allt frá því samstarfinu í Inför ESC lauk. Alla leið-þættirnir hafa þó alltaf verið með aðeins öðru sniði en Inför ESC. Spekingarnir hafa gefið álit sitt til kynna með rauðum eða grænum ljósum og þannig valið þau lög sem þau telji að komist áfram upp úr undanúrslitunum. Á árunum 2008-2011 sat Páll Óskar við stjórnvölinn í þáttunum og hafði spekingana Dr. Gunna, Guðrúnu Gunnarsdóttur og Reyni Þór sér til halds og trausts. Í ár sagði Páll Óskar hins vegar skilið við þáttinn og nýtt fólk tók við undir stjórn Heru Bjarkar eins og áður var nefnt.  Inför ESC hefur frá því að samnorræni þátturinn leið undir lok, haldið sama sniði, með fimm spekingum sem gefa hverju framlagi stig frá 0-5. Hvaða spekingar taka þátt er misjafnt milli ára en stjórnandinn Christer Björkman og hinn finnski Thomas Lundin hafa þó átt fast sæti.

Þó svo að sniðið á þáttunum tveimur sé ólíkt er gaman að bera saman niðurstöður þeirra nú þegar þau hafa kveðið upp dóma sína.

Fyrri undanúrslit 22. maí
Í fyrri undanúrslitariðlinum ber örlítið í milli í spám sænsku og íslensku spekingana en þó ekki miklu. Þar sem gefin eru stig í sænska þættinum er hægt að raða lögunum í sæti eftir stigafjölda og lítur spádómur þeirra sænsku því svona út:

1. Kýpur
2. Rússland
3. Finnland
4. Danmörk
5. Rúmenía
6. Ísland
7. Sviss
8. Ísrael
9. Svartfjallaland
10. Grikkland

Spekingarnir í Alla leið náðu ekki að spá nema níu lögum áfram en þau spá öllum sömu löndunum áfram að Sviss, Rúmeníu og Ísrael undanskildum. Í staðinn bætast við Ungverjaland og Írland. Þess má geta að spár okkar hér á Öllu um Júróvísjon eru einnig nokkuð í sama anda og spár sjónvarpsspekinganna en Hildur spáir sex sömu löndum og þau sænsku áfram og Eyrún átta sömu löndum og þau sænsku. Þau lönd sem við báðar bætum við eru Moldavía og Írland (á kostnað Sviss og Svartfjallalands) auk þess sem Hildur spáir Lettlandi og Austurríki áfram á kostnað Ísrael og Rúmeníu.

Seinni undanúrslit 24. maí
Í seinni undanúrslitunum eru mun meiri samhljómur milli sænsku og íslensku spekinganna en í fyrri undanriðlinum. Hér ber þó að nefna að íslensku spekingarnir kusu eingöngu níu lög áfram meðan 11 lög röðu sér í sæti hjá sænsku spekingunum en úrslit þeirra voru eftirfarandi:

1. Svíþjóð (með fullt hús stiga, eitt landa)
2. Eistland
3. Serbía
4. Úkraína
5. Slóvakía
6. Hvíta Rússland
7. Búlgaría
8.-9. Tyrkland og Noregur
10.-11. Makedónía og Holland

Af þessum 11 lögum sem náðu inn á lista sænsku spekinganna spáðu spekingarnir í Alla leið átta sömu lögum áfram og vantar eingöngu Möltu á listann hjá þeim spænsku. Hins vegar komust Hvíta-Rússland, Búlgaría og Tyrkland ekki inn á lista íslensku spekinganna. Ef spádómar okkar hér á Öllu um Júróvísjon eru bornir saman við hina sænsku snýst dæmið við frá því á fyrra undankvöldinu og Eyrún spáir sex sömu lögum áfram og Hildur átta. Við erum sammála um að Svíþjóð, Eistland, Serbía, Noregur, Holland og Makedónía fari áfram auk þess sem Hildur spáir eins og þau sænsku Úkraínu og Tyrklandi áfram en Eyrún Litháen, Georgíu og Króatíu. Við stöllur erum svo sammála því ásamt spekingunum í Alla leið að hvorki Búlgaría né Hvíta-Rússland eigi möguleika á að komast áfram í úrslitin.

Úrslit
Hvað varðar lögin sex sem eingöngu taka þátt í úrslitunum þá voru bæði íslensku og sænsku spekingarnir nokkuð hrifnir af þeim öllum. Hvað varðar úrslitin sjálf þá gátu sænsku spekingarnir, sökum stigagjafar, raðað í fimm efstu sætin hjá sér og urðu þau lönd eftirfarandi:

1. Svíþjóð
2. Kýpur
3. Eistland
4. Rússland
5. Spánn

Allnokkur samhljómur var hjá íslensku spekingunum þegar þeir nefndu sigurstranglegustu lögin. Þar komu nefnilega bæði Svíþjóð og Eistland til sögunnar. Það sem helst gapti á milli hjá spekingunum var gengi Serbíu en íslensku spekingarnir voru hrifnir af því og nefndu það sem sigurstranglegt meðan það komast ekki inn á topp 5 hjá þeim sænsku.

Af ofangreindu má sjá að það er góður samhljómur í spám bæði sænsku og íslensku sjónvarpsspekinganna sem og spám okkar hér á Öllu um Júróvísjon. Til að mynda spáum við öll, öllum Norðurlöndunum áfram í úrslit! Hvort Evrópa er sammála því kemur þó ekki í ljós fyrr en síðasta umslagið verður opnað á fimmtudaginn. Við bíðum spennt þangað til!

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Alla leið vs. Inför Eurovision Song Contest

 1. throllinn skrifar:

  Einn er þó áberandi munur á þáttunum, í sænsku þáttunum er áberandi að spekingarnir eru að segja sína skoðun á laginu og eru alveg ófeimnir við að gefa feita núllu. Ég er ekki alltaf með það alveg á hreinu hvort íslensku spekingarnir eru að segja sína skoðun eða eru að reyna að spá hvað gerist og oft finnst mér þau blanda því svolítið saman. Persónulega finnst mér sænska stigakerfið betra en það íslenksa, sérstaklega þar sem íslensku spekingarnir eru ekkert að passa upp á það að gefa 10 græn ljós. Annars er þetta náttúrulega alveg ómissandi að fá smá svona umfjöllun um lögin fyrir keppnina.

  • jurovision skrifar:

   Snilld, takk fyrir þetta Jónína! 🙂

   Það er í raun einfaldara, Þröstur, að gera þetta eins og sænsku spekingarnir – og þá er engu blandað saman.

 2. jóhannes skrifar:

  Albaníar er besta og flottasta flutning sem nokkru sinni hefur sést í þessari keppni. Ísrael var með hressasta og mest grípandi lagið og skemmtilegasta flutningin frábær performas hjá sönggúrúinu og dans. Þau í „Alla leið“ hafa ekki hundsvit á tónist, sorrý.

 3. Heida Lind skrifar:

  Ég hef horft á Inför ESc síðustu 3 árin þó ég skilji nú kannski ekki alveg allt sem þa segja alltaf. En það er gaman að fylgjast með því hvað þau segja. Ég held samt að þau séu meira að segja sína skoðun á lögunum á meðan í Alla leið segja þau skoðun sína en dæma eftir því hvernig þau halda að þetta fari 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s