Yfirferð laga 2012 – IV. hluti

Fjórða og næst síðasta yfirferð laganna birtist hér og nú! Lögin að þessu sinni eru lögin sem stíga á svið í seinni hluta seinna undaúrslitakvöldsins.

10. Króatía (Nina Badrić) – Nebo

Eyrún segir: Þær koma þarna nokkrar í röð, söngkonurnar frá Austur-Evrópu með fremur áþekk lög og því erfitt að gera upp á milli þeirra. Spurning hvort það spili gegn þeim. Nina verður fimmta í röðinni (ef Portúgal er talið með) og lagið fremur átakalítið þannig að þetta veltur svoldið á sviðsetningunni. Persónulega finnst mér röddin mjög falleg en lagið sjálft ekki nægilega grípandi. Ég á þó alveg von á að hún komist áfram enda þekkt í heimalandinu og sennilega á Balkanskaganum.

Hildur segir: Þrátt fyrir að Nina sé þekkt í sínu heimalandi og jafnvel víðar í nágrannalöndunum þá held ég barasta að þetta sé of slakt lag til að það fari áfram. Mér finnst líklegra að nágrannaþjóðirnar kjósi Serbíu og Makedóniu í ár frekar en Króatíu en bæði sterkari lög og líka flutt af þekktum flytjendum. Sjálfir finnst mér lagið með slakari ballöðum í keppninni í ár, það vantar bara eitthvað upp á og þess vegna er það heldur ekki vænlegt til þess að sópa til sín dómaraatkvæðum.

11. Svíþjóð (Loreen) – Euphoria

Eyrún segir: Loreen kemur á eftir fimm fremur pasturslitlum söngkonum og býður upp á allt annað og meira – vekur fólkið sennilega af einhverjum doða. Lagið er mjög flott dans-teknó og sviðsetningin ógleymanleg, hreyfingarnar náttúrulegar og dálítið líkar jógastöðum stundum! Laginu er spáð sigri og það er nánast fullvíst að það verður efst upp úr undanriðlinum inn í aðalkeppnina. Ég þori ekki að fullyrða að það vinni því að mér eru örlög Eistlands og Ungverjalands frá því í fyrra í fersku minni (Ungverjalandi var t.d. spáð sigri í mörgum veðbönkum en hafnaði í 22. sæti í aðalkeppninni í fyrra!) en ofarlega verður hún Loreen og á það alveg skilið því að hún er hörkusöngkona! Hvort sem lagið vinnur eða ekki, er það komið til að vera í hugum og hjörtum Eurovision-aðdáenda sem eiga eftir að raula „Euphoooooooriiiaaaa“ langt fram á næsta vetur!

Hildur segir: Þetta er líklegasta hæpaðasta lagið í keppninni í ár og það er ekki að ástæðulausu. Lagið er hörku flott júrópopp, sérlega vel útsett og frábær flutningur. Sviðsetning er líka öðurvísi en maður á að venjast og það í sambland við ógleymanlegt viðlag er nánast fullvíst að þetta fljúgi áfram í úrslit og jafnvel alla leið á toppinn. Eyrún nefnir örlög Ungverjalands í fyrra en það sem ég tel vera megin munur á þessu lagi og framlagi Ungverja í fyrra er að sviðsetning gekk engan vegin upp hjá Ungverjum í fyrra og lagið kom illa út í sjónvarpið þó það sé snilld í stúdíó útsetningu. Um Loreen og Euphoriunnar hennar gildir hins vegar allt annað. Það er hannað fyrir svið og sjónvarp. Þrátt fyrir allt þá verð ég að segja að ég skildi þetta hæp bara alls ekki í fyrstu og fannst lagið hreinlega leiðinlegt við fyrstu hlustun og gat lengi vel ekki horft á Loreen því ég sá aldrei nein svipbrigði í andliti hennar. Það er hins vegar allt liðið hjá og í dag er þetta eitt af mínu uppáhalds júróvísjonlögum. Ef margir upplifa hins vegar það sama og ég  við fyrstu hlustun má Loreen passa sig.

12. Georgía (Anri Jokhadze) – I’m a Joker

Eyrún segir: Úff, Georgía sem hefur alltaf sent fremur frambærileg lög (lesist: góðar söngkonur) sendir hrikalega slappan grínara í ár. Hann gerir allar hundakúnstir á sviðinu sem kemur þó ekki í veg fyrir að fólk tekur eftir því hversu slappur hann er, og lagið dapurt. En þar sem þetta er Kákasus-land á ég alveg von á því að hann komist áfram.

Hildur segir:  Þetta er bara of leiðinlegt til að eiga möguleika, þrátt fyrir að þetta sé Kákasusland. Ég hef bara einu sinni náð að hlusta á þetta til enda og fellur þetta í flokk með framlögum Búlgaríu og San Marínó sem verstu lög keppninnar í ár.

13. Tyrkland (Can Bonomo) – Love Me Back

Eyrún segir: Fyrst þegar ég heyrði þetta lag, fannst mér nettur Goran Bregovic-stíll yfir því. Eftir því sem ég hlustaði betur heyrði ég þó að líkindin voru ekki meiri en bara smá svipur. Lagið rennur ágætlega en hann Can (ísl. Dósi?) mætti alveg vera sterkari á sviðinu. Þó að eldingu slái sjaldan niður tvisvar er alveg hætt við því að Tyrkir sitji heima enn á ný og fari ekki áfram í úrslitin.

Hildur segir: Tyrkir eru mættir aftur með þjóðlagaskotið popp eftir nokkra pásu. Ég hreinlega elska þetta lag, finnst það svo glaðlegt og hallærislegt að það er ekki annað hægt en að brosa og dilla sér með. Dósi er kjánalega hress á sviðinu sem og í myndbandinu og það mun engu máli skipta hvort hann syngur vel eða ekki, þetta mun sigla alla leið í úrslit.

14. Eistland (Ott Lepland) – Kuula

Eyrún segir: Þetta held ég að sé uppáhaldslagið mitt í keppninni. Einföld og ofsafögur melódía sungin af tærri og fallegri rödd Ott Lepland. Ég held að þetta fljúgi áfram á einfaldleika framsetningarinnar, og ekki síst af því að flestar hinar ballöðurnar eru sungnar af konum.

Hildur segir: Ég þurfti smá tíma til að venjast þessu lagi en smám saman hefur það orðið  eitt af mínum uppáhalds í keppninni í ár. Það er svo angurvært og fallegt og Ott syngur það dásamlega. Ef við notum forspárgildi um að fyrrum barnastjörnum með ballöður gangi vel í keppninni (lesist: Jóhanna Guðrún) þá mun Ott ná langt!

15. Slóvakía (Max Jason Mai) – Don’t Close Your Eyes

Eyrún segir: Pissupása hjá mér – fellur engan veginn að mínu tónlistarsmekk og ég held ekki að þetta geri neitt fyrir restina af Evrópu! Kæmi mér mjög á óvart ef þetta kemst áfram.

Hildur segir: Mér  finnst gott rokk oftast mjög skemmtilegt en stílinn á þessu lagi er einmitt þess konar rokk sem ég kann síst að meta. Einhvern vegin er Max líka of krúttlegur til að púlla svona lag, þó hann flytji það mjög vel. Held að þetta nái hvorki til júróvísjon aðdáenda, né húsmærða heima í stofu og held að rokkararnir sem helst myndu fíla lagið séu einfaldlega ekki að horfa né kjósa í júróvísjon.

16. Noregur (Tooji) – Stay

Eyrún segir: Dansinn dunar hjá Norðmönnum og Tooji nýtir sér austurlenskan bakgrunn í lagið sem slær sennilega alveg í gegn í Kákasuslandinu Aserbaídsjan. Hann er hress og lagið er skemmtilegt og miklar líkur á að það fari bara áfram í úrslit!

Hildur segir: Síðan Norðmenn reyndu fyrst fyrir sér með ,,hressu“ júrópopplagið árið 1999, hefur mikið vatn runnið til sjávar. Framlag þeirra í ár er sannarlega margfallt betra en það sem hin köfuboltaklæddi Stig flutti fyrir 13 árum. Tooji hefur þetta allt, smellið og vel útsett júrópopp, klárlega bestu mjaðmahreyfingar sem lengi hafa sést á júróvísjon sviðinu, stælt læri sem sjást vel í þröngunum buxunum og snoppufrítt andlit, svo ekki sé talað um dansara sem ná að bjarga sér frá því að vera kjánalegir eins og oft vill gerast á júróvísjon sviðinu! Tooji mun því ekki bara staldra við á undanúrslitakvöldinu, hann mun dilla mjöðmunum í úrslitin!

17. Bosnía Hersegóvína (Maya Sar) – Korake Ti Znam

Eyrún segir: Eitt af þessum lögum sem ég gleymi alltaf. Stöðu sinnar vegna (verandi næstsíðast á svið) eru þó yfirgnæfandi líkur á því að fólk eigi almennt eftir að muna frekar eftir þessari ballöðu en hinum sem á undan komu og voru sungnar af konum, svo að Bosnía má hrósa happi yfir því altént.

Hildur segir: Þó lagið sé fallegt er það svo óeftirminnilegt að það á ekki möguleika á að gera góða hluti. Ég held að bæði dómnefndir og áhorfendur verið ennþá að jafna sig eftir norska dillið og sprengjunar og muni því ekki leggja mikið við hlustir og jafnvel vera frami í eldhúsi að sækja sér vatnssopa þegar lagið líður hjá.

18. Litháen (Donny Montell) – Love is Blind

Eyrún segir: Eeh… Getur síðasta lag á svið ekki verið kosið áfram? Ef það er einhvern tímann hægt í Júróvisjón þá á það við í þessu tilfelli. Alls ekki skemmtilegt lag og flytjandinn ekki mjög brattur – en hver veit? Kæmi mér allavega á óvart ef það kemst ekki áfram, en lagið kemur til með að verma neðstu sætin í aðalkeppninni fyrir vikið.

Hildur segir: Ég fæ svo agalega mikinn kjánahroll þegar ég sé þetta að ég veit ekki hvað ég að gera við mig! Ég hef það á tilfinningunni að Donny sé einn af þessum sem langar svo rosalega mikið að vera töff og flottur með því að gera eitthvað eftirtekta vert og pínulítið öðurvísi en fær alltaf vitlausar hugmyndir sem ganga bara ekki upp svo hann verður frekar kjánalegur en töff. Til að reyna bæta upp fyrir það að vera kannski kjánalegur þá flytur hann tvö lög í einu en ég held að það muni ekki einu sinni verða til þess að bjarga þessum hallærislegheitum!

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Yfirferð laga 2012 – IV. hluti

 1. Anna Ólafsd. skrifar:

  Fimm uppáhald mín fyrir utan Noreg og Svíþjóð eru:
  Serbía.
  Makedónía.
  Holland.
  Króatía.
  Eistland.

  Geri undan tekningu núna ein og í fyrri riðli og set fimm verstu.
  Malta.
  Búlgaría.
  Georgía.
  Tyrkland.
  Litháen.

  Þetta er enginn sérstök röð á þessu.

  Ég mun vorkenna Hollendingum ef þeim tekst ekki að komast upp úr núna, þá verður það áttunda árið í röð. Þá er spurning hvort þeir verði ekki „Wthdraw“ 2013.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s