Júró-nörd dagsins: Steinunn Björk Bragadóttir

Júró-nörd dagsins er Steinunn Björk Bragadóttir. Hún veit næstum því allt um júróvísjon enda hefur hún leitt lið sitt til sigurs í síðustu tveim Eurovision pub-ouizum!

Hvert er besta júróvísjonlag allra tíma?
Ju minn, ég get eiginlega ekki valið neitt eitt lag! Ein nokkur af mínum uppáhalds eru Svíþjóð 1995, Se på mej, Ítalía 1987, Gente di mare, Bosnía og Hersegóvína 2006, Lejla og Belgía 2010, Me and my guitar. En ég held samt að spænska lagið frá 1973 sé mitt allra mesta uppáhald, og ég get þakkað henni ömmu fyrir það, en hún elskar það lag.

Hvert er uppáhaldslagið þitt í keppninni í ár?
Uppáhaldslagið mitt er frá Svíþjóð. Alveg frá því að ég heyrði það fyrst í allra fyrstu undankeppninni í Melodifestivalen þá var ég nokkuð viss um að þetta væri sigurlagið, og þá meina ég líka í öllu Eurovision. Og ég er nokkuð viss um að Svíþjóð vinnur í ár. En annars held ég mjög mikið uppá lagið frá Eistlandi, finnst það ótrúlega fallegt og finnst Ott Lepland vera með ótrúlega fallega rödd.

Hver er uppáhalds júróvísjon flytjandi þinn?
Ég held ég verði að segja Guildo Horn sem söng fyrir Þýskaland árið 1998. Ég man ennþá eftir því þegar ég sá hann fyrst, var 12 ára og fannst megatöff að gaurinn hefði klifrað uppá svalirnar sem voru seinna notaðar þegar stigin voru tilkynnt. Svo var hann bara svo bilaður í alla staði, í fáranlegum fötum og spilandi á kúabjöllur. Ekkert nema epík!! 🙂

Áttu þér einhverjar júróvísjon hefðir?
Þegar ég var yngri var alltaf horft á Eurovision heima hjá mér, við fjölskyldan horfðum á þetta saman og það var alltaf heimabökuð pizza í matinn. Eina hefði svona síðustu árin er eiginlega bara að horfa á Eurovision, ég hef horft á Eurovision með fullt af mismunandi fólki í fullt af mismunandi aðstæðum, en í ár verður Eurovisionpartýið sem sama sniði og í fyrra, nánast sama fólkið og sami Eurovision leikurinn, þannig að ætli það sé ekki orðin ný hefð. 🙂

Hvenær horfðiru á júróvísjon í fyrsta skiptið?
Að sögn móður minnar horfði ég í fyrsta skiptið á Eurovision tveggja mánaða gömul árið 1986. En ætli ég hafi nú ekki meira bara legið í stólnum mínum og ekkert verið að spá í hvað væri að gerast í sjónvarpinu 🙂 En ég held að ég hafi horft á allar keppnirnar með fjölskyldunni síðan 1986, er samt ekki alveg viss hver sé fyrsta keppnin sem ég man eftir að hafa horft á. Önnur góð saga frá móður minni er að þegar ég var 4 ára árið 1990, þá söng ég víst hástöfum með norska laginu, Brandenburger Tor, þrátt fyrir að hafa augljóslega ekki kunnað neitt norsku, varla talandi í sjálfri íslenskunni 🙂

Hver er besta júróvísjon minningin þín?
Ég held að besta Eurovision minningin sé þegar Ísland komst í fyrsta skiptið uppúr undankeppninni árið 2008. Ég fór heim til ömmu og afa uppí sveit og horfði á keppnina með frændsystkinum mínum, sem öll eru forfallnir Eurovision aðdáendur. Þegar íslenski fáninn kom uppúr umslaginu þá stukkum við öll uppúr sófanum og hoppuðum og öskruðum og ég er nokkuð viss um að húsið hristist smá eftir okkur. Alla vega brakaði alveg hættulega mikið í gólfinu, enda húsið gamalt og ég er nokkuð viss um að amma hafi í smá stund haldið að gólfið hafi brotnað undan okkur.

En smá svona auka, þá er versta Eurovision minningin mín án nokkurs vafa þegar ég sat ein fyrir framan sjónvarpið að horfa á keppnina 2009, en þá bjó ég útí Kaupmannahöfn og dönsku vinir mínir voru sko ekki beint spenntir fyrir því að horfa á þetta með mér. Ég var næstum því gráti næst þegar ég gat ekki fagnað með neinum að Ísland hefði lent í öðru sæti!

Ef þú mættir velja einn álitsgjafa til að taka þátt í Alla leið þáttunum, hvern myndirðu velja?
Í fyrsta lagi myndi ég nú bara tilnefna sjálfa mig, held að ég gæti komið með nokkuð skemmtilegt innlegg í umræðuna í þáttunum 🙂 en svona í alvörunni þá væri ég til í að fá Thomas Lundin, en eins og einhver annar sagði þá held ég að tungumálaörðugleikar kæmu í veg fyrir að það myndi nokkurn tímann gerast 🙂

Lýstu júróvísjon í þremur orðum!
Eurovision er lífið!

Euro-nerd of the day is Steinunn Björk Bragadóttir, she knows almost everything there is to know about Eurovision!

What is your all-time Eurovision song favourite?
 I can’t  hardly just pick one! Just to name few, Se på mej from Sweden in 1995, Gente di mare from Italy in 1987, Lejla from Bosnia Herzegovina in 2007 and Me and my Guitar from Belgium in 2010. But I think my absolute favorite is the Spanish song from 1973, that I can thank my grandmother, she just loves that song!
What is your favourite song this year?
My favorite is the Swedish song. When I heard it for the first time in Melodifestivalen I knew it would win and I mean in Eurovision, not just in Melodifestivalen. I also really like the Estonian song. I find both the song and Ott Leplands voice so beautiful.
Who is your all time favourite Eurovision performer? 
I think it is Guildo Horn, who sang for Germany in 1998. I can still remember how cool I thought when he climbed up the balcony on the stage, that later in the show was used to introduce the voting. Then he was just so crazy, in weird clothes and played bells. This is epic!
Do you have any tradition around Eurovision?
When I was a child we always watched the show, all the family together and ate homemade pizza. For the past year my only traditions has been to watch Eurovision but this year, the Eurovisionparty will be similar to the one I went to last year; same people and the same games, so maybe that is me new tradition!
When did you watch Eurovision for the first time?
 According to my mother I watch Eurovision for the first time only two months old in 1986! But I think I just lay in my chair not paying attention to what was going on, on the telly 🙂 But I think I have watch all the competitions since 1986, but I do not clearly remember which one was the first one I remember. An other good story  from my mother is from 1990. Then I was four and my mother says I sang lout and clear along with the Norwegian song, Brandenburger Tor, even though I clearly didn’t speak any Norwegian, I barly spoke Icelandic, my mother tongue!
Can you describe your favourite Eurovision memory?
I think my best Eurovision memory is when Iceland first qualified for the final in 2008. I was with all my cousins, who all are real Eurovision fans, in our grandparents house in the country. When the Icelandic flag came on the screeen, we all jumped up from the couch and screemed and jumped around and I am sure that the house sacked a littel bit! Anyway, the floor crackled a lot since the house is very old and I think our grandmother  thought we were going to brake the floor!
Then I have to tell you my worst Eurovision memory. With out a doubt it was when I was alone in front of the telly, watching the competition in 2009. Then I lived in Copenhagen and my danish friends weren’t at all interested in watching with me. I almost cried when I couldn’t celebrate with anyone when Iceland came second!
Eurovision in three words is:
Eurovision is life!
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s