Júró-nörd dagsins: Haukur Johnson

Júró-nörd dagsins er enginn annarr en Haukur Johnson, stjórnarmaður í FÁSES. Hann vildi gjarnan sjá Vigdísi Finnbogadóttur sem álitsgjafa í Alla leið þáttunum!

Hvert er besta júróvísjonlag allra tíma?

Ekki gera mér þetta. Þetta er of erfið spurning! En það lag sem hefur lifað lengst með mér sem eitt af mínum uppáhalds er lagið Ime anthropos ki ego, sem Evridiki söng fyrir Kýpur árið 1994. Ég gleymdi því reyndar í nokkur ár en rifjaði það upp þegar Stefán Hilmarsson nefndi það sem uppáhaldslagið sitt í viðtali fyrir mörgum árum, en hann var í bakröddum fyrir Siggu þetta ár. Ísraelsku lögin Milim (Harel Skaat 2010) og The fire in your eyes (Boaz Mauda 2008) eru líka undursamleg (sem og allt eftir Zeljko Joksimovic auðvitað). Þetta er stutta svarið.


Hvert er uppáhaldslagið þitt í keppninni í ár?
Mér finnst finnska lagið ekkert smá fallegt. Ég veit ekki hvort það er lagið eða textinn, eða finnski hreimurinn hennar þegar hún syngur á sænsku. Ég hef samt því miður áhyggjur af því að það nái ekki nægilega langt. Annars er það Úkraína til vara!

Hver er uppáhalds júróvísjon flytjandinn þinn?

Zeljko Joksimovic er í miklu uppáhaldi sem lagahöfundur og fjölskyldan hló mikið af þeirri geðshræringu sem ég fylltist þegar við lentum við hliðina á honum í röð á flugvelli í Frankfurt á leið í fjölskylduferð. Ég var auðvitað eini maðurinn í húsinu sem þekkti hann, og við smelltum af okkur mynd sem prýðir vegginn á heimili mínu. Hann er samt ekki uppáhaldsflytjandinn minn. Það er líklega Evridiki, eða jafnvel Ani Lorak. Einu sinni var það samt Carola, en ekki lengur.


Áttu þér einhverjar júróvísjon hefðir?

Nú hef ég farið og verið viðstaddur keppnina þrisvar á síðustu fjórum árum og mér finnst það svona næstum orðið að hefð. En það breytist í ár því ég verð í Svíþjóð, þar sem ég bý. Þannig hver veit nema að ég byrji nýja hefð í ár – að horfa á keppnina í landinu sem sigrar!

Hvenær horfðiru á júróvísjon í fyrsta skiptið?

Ég man eftir því að hafa horft á Söngvakeppni Sjónvarpsins þegar Gleðibankinn vann 1986. Mín fyrsta skýra minning af keppninni sjálfri er þegar ég var að hjálpa bróður mínum að bera út sunnudagsmoggann á meðan atkvæðagreiðslan fór fram 1990, og Sigga og Grétar lentu í 4. sæti. Það var auðvitað enginn á ferli, en af og til heyrðust mikil fagnaðarlæti út um hvern stofuglugga. Þetta kvöld markar upphafið af mínu lífi sem sannur aðdáandi.

Hver er besta júróvísjon minningin þín?
Margar eru þær góðar, en það var súrrealískt og yfirþyrmandi móment þegar Eurovision-stefið fór í loftið þegar ég var í fyrsta sinn staddur í salnum á keppninni sjálfri í Belgrad 2008. Mig hafði dreymt um þetta svo lengi og bjóst einhvern veginn aldrei við því að ég myndi gera þetta. Hvað þá með nokkurra vikna fyrirvara og það í Serbíu! Ég fæ gæsahúð við að skrifa þessi orð.

Ef þú mættir velja einn álitsgjafa til að taka þátt í Alla leið þáttunum, hvern myndirðu velja?
Vigdísi Finnbogadóttur. Hún veit hvað hún syngur og ég sakna hennar svo mikið. Hún myndi líka kynna sér málin vel og það myndu allir hlusta. Þetta er eiginlega besta hugmynd sem ég hef fengið í lífinu

Lýstu júróvísjon í þremur orðum!
Ætli það séu ekki bara Á-in þrjú; ávanabindandi, áhugavert og ágætt (í merkingunni langbest!).

Euro-nerd of the day is Haukur Johnson.

What is your all-time Eurovision song favourite?
How can you do this to me, asking such a question, it is to hard! But the song that has last longest as my favorite is Ime anthropos ki ego, performed by Evridiki from Cyprus in 1994. Actually I had forgot about it but when Stefán Hilmarsson said in an interview few years ago, it was his favorite I remembered it again. Then the Israeli songs Milim from 2010 and The fire in your eyes from 2008 are both wonderful (along with everything written by Zeljko Joksimovic of course). This is the short version of the answer.

What is your favourite song this year?
I find the Finnish song really beautiful. I don’t know if it the song it self, the lyrics or the Finnish accent when she sings in Swedish. I am worried that this song will not be successful. In reserve I will say Ukraine.

Who is your all time favourite Eurovision performer? 
Zeljko Joksimovic is one of my favorite as songwriter. My family laughed a lot when I got really emotional when we suddenly stood next to him in a queue in Frankfurt airport on our way to a family holiday. Of course I was the only one there who recognized him but we took a picture of us together, which to day hangs on the wall in my home. Despite form that, he is not my favorite performer. I think I would have to say that my favorite performer is  Evridiki or even Ani Lorak. Once it was Carola  but not any more.

Do you have any tradition around Eurovision?
I have gone to Eurovision three times in the last four years so that is almost a tradition. But this year I will be in Sweden, where I live. Maybe it will be a new tradition – watching Eurovision in the country that wins!

When did you watch Eurovision for the first time?
I remember watching Söngvakeppni Sjónvarpsins when Gleðibankinn won in 1986. Although my first clear memory of the competition was when I was helping my brother delivering the Sunday paper during the voting in 1990 and Iceland came 4th. Of course the streets were empty but sometimes we could here the celebration through the windows. This night I became a real fan of Eurovision.

Can you describe your favourite Eurovision memory?
I have many good Eurovision memories but it was both sureal and overwhelming when the Eurovision theme was played when I saw Eurovision live for the first time. It was in Belgrade in 2008. I had dreamed about going to Eurovision for so long and never thought it would happen, at least not in Serbia only with few weeks notice! I get goosebumbs when I write these words.

Eurovision in three words is:
Additional, interesting and excellent!
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s