Júró-nörd dagsins: Hildur Halldórsdóttir

Júró-nörd dagsins að þessu sinni er Hildur Halldórsdóttir FÁSES félagi. Og bara svona ef þið vissuð það ekki, þá er þetta Eric Saade hins sænski sem er með henni á myndinni 😉

Hvert er besta júróvísjonlag allra tíma?
Það er virkilega erfitt að velja eitt lag þar sem ég á mörg uppáhaldslög. En ég held mjög mikið upp á Molitva (Serbía 2007), Non ho l’eta (Ítalía 1964), Marija Magdalena (Króatía 1999) og svo finnst mér líka Giorgio sem Lys Assia söng í keppninni 1958 afskaplega skemmtilegt.

Hvert er uppáhaldslagið þitt í keppninni í ár?
Það er sænska lagið Euphoria, finnst það alveg svakalega flott og ég held að Loreen mun standa uppi sem sigurvegari þetta árið. Einnig held ég mikið upp á serbneska og ítalska lagið.

Hver er uppáhalds júróvísjon flytjandinn þinn?
Finnst mjög erfitt að svara þessu, það hafa verið margir flottir flytjendur í gegnum árin. En til að nefna einhverja þá segi ég Ruslana og Sigga & Grétar.

Áttu þér einhverjar júróvísjon hefðir?
Það er allavega alltaf Eurovision partý – en það þarf samt að vera þannig partý að maður geti að sjálfsögðu einbeitt sér að því að horfa á lögin og ekki verra að hafa einhvern veðbanka í gangi.

Hvenær horfðiru á júróvísjon í fyrsta skiptið?
Man ekki nákvæmlega hvenær það hefur verið, en ég hef fylgst með Eurovision alveg frá því ég man eftir mér. Þetta var alltaf mjög heilög stund hjá okkur í fjölskyldunni og var alltaf veislumatur og mikil gæðastund fyrir framan sjónvarpið. Svo voru keppnirnar teknar upp á myndbandsspólu og horft á þær aftur og aftur….

Hver er besta júróvísjon minningin þín?
Þær eru nú alveg nokkrar – en held mikið upp á keppnina sem var 1990, þá var ég á áttunda ári. Mér fannst Tajci frá fyrrv. Júgóslavíu alveg æðisleg, ég lagði mig alla fram við það að ná danssporunum hennar og töktum. Svo að ógleymdri Stjórninni, þar var metnaðurinn enn meiri, sporin tekin nokkuð oft og reynt að syngja eins og Sigga Beinteins sem var mitt idol á þessum tíma. Sendi þeim einmitt bréf með hamingjuóskum með 4.sætið í keppninni og fékk ég bréf til baka ásamt árituðu plakati – það toppaði allt saman og ég var gjörsamlega í skýjunum lengi á eftir.

Ef þú mættir velja einn álitsgjafa til að taka þátt í Alla leið þáttunum, hvern myndirðu velja?
Ég myndi hiklaust velja Hauk Johnson vin minn, en hann er svo hrikalega skemmtilegur, með mikinn húmor og er algjör viskubrunnur um Eurovision.

Lýstu júróvísjon í þremur orðum!
Gleði, skemmtun, hamingja!

Euro-nerd of the day is Hildur Halldórsdóttir, OGAE-Iceland member.

What is your all-time Eurovision song favourite?
It is really hard only to pick one because I have many favorites. I really like Molitva from Serbia 2007, Non ho’l’eta frá Ítalíu 1964 and marija Magdalena from Croatia 1999. Then I also like the song Giorgio, who Lys Assian sang in 1958.
What is your favourite song this year?
It is the Swedish song, Euphoria. I find it really cool and think that Loreen will win this year. But I also like the Serbian and Italian songs.

Who is your all time favourite Eurovision performer? 
I find it very hard to answer this question because so many good performers have competed over the years. But just to name someone I say Ruslana and Sigga&Grétar.

Do you have any tradition around Eurovision?
At least there is always a Eurovision party – but it has to be the kind of party you can concentrade on watching the songs and it is even better if there is some betting going on.

When did you watch Eurovision for the first time?
I don’t remember exactly but I have been watching Eurovision forever. Eurovision was always a holy moment in my family and we ate good food and spent quality time in fort of the TV. We always taped the competitions and watched them over and over again….

Can you describe your favourite Eurovision memory?
They are quite a few but one of my favorite competition is the one in 1990, then I was almost 8 years old. I really loved the Yugoslavian song, Tajci and put an effort to learn all her dance moves. Then it is Stjórnin, then the ambition was even more, I tried to dance and sing like Sigga Beinteins, who was my Idol at that time. I even sent Stjórnin a letter where I gratulated them on the 4th place and got an letter back with a signed poster – that just top every thing and I was flying high for a long time after that.

Eurovision in three words is:
Joy, entertainment and happiness
Auglýsingar

Ein athugasemd við “Júró-nörd dagsins: Hildur Halldórsdóttir

  1. Haukur Johnson skrifar:

    Hún veit sko hvað hún syngur þessi! Alveg sammála henni með þetta næstsíðasta allavega!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s