Þau snúa aftur 2012!

Eins og á hverju ári í Eurovision snúa einhverjar (stór)stjörnur aftur á stóra sviðið. Áður fyrr gekk það oft mjög vel og sumir komu aftur til að sigra og má nefna Vicky Leandros sem sigraði fyrir Lúxembúrg 1972 (með Apres Toi) en hafði áður keppt 1967 og lent í 4. sæti með L’amour est bleu.

Stærsta stjarnan í ár er án efa Serbinn Zeljko Joksimovic (eins og aðdáendur vita), sem flutti óaðfinnanlega Lane Moje 2004, kynnti í Serbíu 2007 og samdi lagið Lejla fyrir Bosníu 2006 og hið geysifallega Oro fyrir Serbíu 2008. Hann er mættur aftur, kappinn, með balkanballöðu a la Zeljko-style, Nije Ljubav Stvar.

Jedward-arnir eru mættir aftur frá því í fyrra, eins og allir vita – hressir und kátir:

Jónsinn okkar er náttúrulega mættur aftur – var hann svona mikið baby 2004?

Buranovskiye Babushki eða Buranovo-ömmurnar reyndu fyrir sér í rússnesku undankeppninni 2010 en lutu í lægra haldi fyrir Piotr Nalich og „djókinu“ hans.

Færri vita ef til vill að á sviðinu með gríska flytjandanum í ár er heilmikill reynslubolti í Eurovision þó að hann sé ungur að árum. Þetta er dansarinn Jenia Evgenios Buli sem hefur sannarlega tekið Eurovision með trompi síðustu ár! Hann sást fyrst á sviðinu með Kalomiru frá Grikklandi 2008, svo Kejsi Tola frá Albaníu árið 2009 (hann var í græna gallanum!) og með Giorgos Alkaios og Opa-flokknum 2010 og er nú mættur aftur galvaskur og dansar með henni Elefhteriu í Aphrodisiac í ár! Hann er því sannkallaður ríkisdansari hjá Grikklandi 🙂

Uppfært: Hann Jenia var líka dansari hjá hinna armensku Emmy (Boom boom) í fyrra 2011. Hann tekur sér ekki frí blessaður drengurinn! Hvar verður hann á næsta ári!?

7 athugasemdir við “Þau snúa aftur 2012!

 1. throllinn skrifar:

  Við þetta má svo bæta henni Kaliopi frá Makedóníu en hún tók þátt í forkeppni júróvision árið 1996 en komst því miður ekki í lokakeppnina: http://www.youtube.com/watch?v=kINdUog9_04

  Svo væri líka gaman að fara í gegnum lagahöfundana en þar eru nú ýmsir sem maður kannast við eins og:
  – Tomas G:son fyrir Svíþjóð
  – Stefan Örn og félagar í þriðja sinn í röð fyrir Azerbaijan
  – Vladimir Graić sem samdi Molitva semur nú lag Slóveníu
  – Andrej Babić sem semur portúgalska lagið hefur samið mörg lög, meðal annars Senhora do mar frá 2008
  – Og síðast og síst Ralph Siegel sem er endanlega algerlega búinn að missa það með The Social Network song.

 2. jurovision skrifar:

  Flott Þröstur, að bæta Kaliopi við – ekki má gleyma henni 🙂
  Það er svo mikil súpa af lagahöfundum sem tekur þátt aftur og aftur að það þyrfti nánast sérstaka færslu bara um þá!

 3. ingaros skrifar:

  Þessi blessaði Serbi hefur samið flestar af mínum uppáhalds ballöðum í Eurovision fyrr og síðar. Vona að honum gangi vel 🙂

 4. Heida Lind skrifar:

  Zeljko er frábær. Mér finnst Serbía svo miklu betri en Svíþjóð, vona að það vinni frekar 🙂

 5. Anna Ólafsd. skrifar:

  Þetta er í annað skipið se Tomas G:Son á tvö framlög. Árið 2007 átti hann norska lagið sem lenti í 18 sæti í forkeppninni og komst ekki áfram og spænska lagið sem lenti í 20 sæti. Kemur svo í ljós í næstu viku hvernig honum muni ganga með spænska og sænska.

 6. throllinn skrifar:

  Ég var ekki búinn að taka eftir því að Thomas G:son væri líka á bak við spænska lagið, gaman að því. Þetta er nú ansi gott hjá honum núna, með tvö flott lög sem ég efast ekki um að eigi eftir að ganga töluvert betur heldur en „ruslið“ frá honum 2007. Hún er algerlega ótrúleg þessi sænska fjöldaframleiðsla, stundum virkar hún eins og í fyrra hjá Azerbaijan og núna hjá Thomas G:son (að mér finnst) en stundum kemur algert rusl eins og 2007.

  • Anna Ólafsd. skrifar:

   Ef skoðað er að þá er aðalhöfundur að norska laginu, einnig meðhöfundur af sænska laginu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s