Júró-nörd dagsins: Þröstur Erlingsson

Júró-nörd dagsins er Þröstur Erlingsson, sérlegur júróvísjon aðdándi og tryggur lesandi okkar hér á Öllu um Júróvísjon!

1. Hvert er besta júróvísjonlag allra tíma?
Mörg koma til greina, t.d. Eres tú frá Spáni 1973, Die For Your, Grikkland 2001 en það hljómaði alveg endalaust þegar ég og konan fórum saman í okkar fyrstu utanlandsferð saman til Krítar sumarið 2001. Einnig væri hægt að segja lögin hans Željko Joksimović Lane Moja, Serbía 2004 eða Lejla, Bosnía & Herzegóvína 2006 og svo mætti lengi telja. En það sem er í allra mesta uppáhaldi hjá mér er lagið Rapsodia sem Mia Martini söng fyrir Ítalíu 1992. Þvílíka aðra eins innlifun og tjáningu hef ég aldrei hvorki séð né heyrt, stórkostleg söngkona.

2. Hvert er uppáhaldslagið þitt í keppninni í ár?
Ég heillaðist alveg af henni Loreen um leið og ég heyrði lagið hennar fyrst en svo er ég alltaf svakalega hrifinn af svona fallegum Balkanballöðum eins og Serbíu og Slóveníu. Sömuleiðis finnst mér Ítalía, Bretland og Spánn mjög flott lög. Ég verð samt að setja Svíþjóð, Serbíu og Slóveníu sem svona uppáhald, svo kemur það bara í ljós eftir flutninginn á lokakvöldinu hvernig atkvæðið fellur. Ef það væri snúið upp á höndina á mér og ég neyddur til að velja eitt lag núna yrði ég að segja Serbía, en það breytist dag frá degi 🙂

3. Hver er uppáhalds júróvísjon flytjandinn þinn?
Hún Mia Martini er náttúrulega í miklu uppáhaldi. Sandra Kim er svo fyrsti flytjandinn sem ég heillaðist alveg af þegar ég var 8 ára. Ég gæti svo líka nefnt Global Kryner sem kepptu fyrir Austurríki 2005 en ég fór með konunni og vinapari okkar til München sérstaklega til að hlusta á þá þegar þeir héldu frábæra tónleika í litlum bæ rétt fyrir utan München. En uppáhalds flytjandinn held ég verði að segja að sé Željko Joksimović því allt sem hann hefur komið með í keppnina er alveg æðislegt. Og til að toppa allt þá var eitt allra besta lagið hans ekki valið til að fara í júróvsjón árið 2005 út af einhverri innbirðis samkeppni á milli Serba og Svartfellinga, lagið Jutro sem Jelena Tomasevic flutti.

4. Áttu þér einhverjar júróvísjon hefðir? 
Það er alltaf boðið í júróvisjón partý heima þar sem boðið er upp á grillaða hamborgara með öllu tilheyrandi. Sú hefð hefur svo komist á, alveg óvart, að frönsku kartöflurnar virðast alltaf gleymast og eru því yfirleitt bornar fram þegar flestir eru að klára hamborgarana.

5. Hvenær horfðiru á júróvísjon í fyrsta skipti? 
Fyrsta minningin er af Bobbysocks! árið 1985 þegar ég var 7 ára en svo man ég að ég heillaðist alveg af keppninni árið eftir þegar við sendum Gleðibankann og ég sá Söndru Kim í fyrsta sinn 🙂 Eftir það var ekki aftur snúið.

6. Hver er besta júróvísjon minningin þín? 
Besta júróvisjón minningin er klárlega árið 1999. Þá var ég ásamt tveimur vinum mínum á ferðalagi um Evrópu og vorum staddir í Amsterdam. Þar fundum við írskan bar sem sýndi keppnina. Við fögnuðum náttúrulega mikið þegar Selma steig á svið og svo í hvert sinn sem við fengum sæmilegan stigafjölda og fljótlega var allur barinn farinn að fagna með okkur. Svo til að toppa allt hittum við þarna sænskar og írskar dömur, þær sænsku voru hæstánægðar með sigurinn og sú írska var sömuleiðis hæstánægð með að hafa ekki sigrað. Allt í allt ógleymanlegt kvöld.

7. Ef þú mættir velja einn álitsgjafa til að taka þátt í Alla leið þáttunum, hvern myndirðu velja?
Ég sé að sjálfsögðu eftir Páli Óskari. En í heildina finnst mér vanta þarna einhvern álitsgjafa úr hópi hreinræktaðra júróvisjón nörda. Einhver sem hefur kafað ofan í greiningu á lögunum og þekkir söguna út í gegn og getur laumað að svona skemmtilegum júróvisjón fróðleiksmolum. Hvort það væri Reynir júróvisjón nörd, Páll Óskar eða einhver annar skiptir kannski ekki öllu máli. Gísli Marteinn, Sigmar eða Logi Bergmann gætu líka verið góðir kandídatar. Helst af öllum mundi ég samt sennilega vilja fá Tomas Lundin eða Jostein Pedersen en íslenskukunnátta þeirra gæti verið svolítið takmarkandi fyrir þennan þátt 🙂

8. Lýstu júróvísjon í þremur orðum! 
Á maður ekki bara að vitna í rússnesku ömmurnar: „Party for everybody“.

Euro-nerd of the day is Þröstur Erlingsson.

1. What is your all-time Eurovision song favourite?
So many can be named e.g. Eres tu from Spain 1973, Die for your from Greece in 2001 but that song was played all over when my wife and I went to our first abroad holiday to Crete in 2001.  I could also name Željko Joksimović’s songs, Lane Moja (Serbia 2004) and Lelja (Bosnia Herzegovina 2006). But what is my absolutely favorite is the song Rapsodia which Mia Martina performed for Italy in 1992. She is just magnificent singer, what a feeling and intensity I have never seen before.

2. What is your favourite song this year?
I fell for Loreen when I first heard her song, but I also always love ballads from the Balkan like those from Serbia and Slovenia this year. I also like the songs from Italy, UK and Spain. I think I though have to say Sweden, Serbia and Slovenia all together, what will happen on the stage in the final will decide how the votes will go. But if you really want me to name just one song, today I will say Serbia, but that changes everyday 🙂

3. Who is your all time favourite Eurovision performer? 
Mia Martina is favorite. Then Sandra Kim was the first performer that I was impressed, only 8 years old at that time. I could also say Global Kryner that performed for Austria in 2005, I went with my wife and some friends to München just to see them in concert. But I think I will have to say that my absolute favorite is  Željko Joksimović because everything he has contributed to the competition is wonderful. And on top of it was his best song not chosen to compete in 2005 because of a debate between Serbia and Montenegro. The song was performed by Jelen Tomasevic.

4. Do you have any tradition around Eurovision?
Ther is always a party at my house where we have a bbq. A tradition has developed, quite unexpectedly, but we always forget the fries and therefore tehy are always served when most of the poeple are finishing their hamburgers!

5. When did you watch Eurovision for the first time?
My first memory is of Bobbysocks! in 1985 when I was seven. Then I remember that I completely fell in love with the competition the year after when Iceland competed for the first time with Gleðibankinn and I saw Sandra Kim for the first time :). After that there was no going back.

6. Can you describe your favourite Eurovision memory?
My favorite is for sure the year 1999. Then I was travelling with two friends in Europe and we where in Amsterdam. There we found an Irish pub where we could watch the competition. Of course we celebrated when Selma performed and than every time we got a good numer of point and soon the whole pub started  to celebrate with us. We met some girls there, both from Sweden and Irland, the Swedish ones were very happy with the victory while the Irish were very happy not to have won! All in all an unforgettable evening.

7. Eurovision in three words is:
I will just qote the Russiona grandmothers: „Party for everybody“.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s