Veðbankastaðan tveimur vikum fyrir Eurovision!

Það er alltaf dálítið skemmtilegt að velta fyrir sér veðbankaspánum. Við hér á Allt um Júróvisjón viðurkennum nú alveg að við vorum fyrri til í fyrra og þar áður að taka þessar upplýsingar saman en með FÁSES-síðunni á Facebook og fleiru Eurovision-tengdu er auðvelt að missa tímaskynið 🙂 Svo eru bara allt í einu – bingó! Tvær vikur í Eurovision og við viljum endilega skoða þetta svolítið í aðdraganda keppninnar.

Hérna er því fyrsta tékk á veðbönkum (7.5.2012):

Veðbankar

1. sæti

2. sæti

3. sæti

4. sæti

5. sæti

Oddschecker.com Svíþjóð Ítalía Rússland Bretland Serbía
Online-betting guide.com Svíþjóð Ítalía Rússland Bretland Serbía
Paddypower.com Svíþjóð Ítalía Rússland Serbía Írland
Eurovision-betting Svíþjóð Ítalía Rússland Serbía Danmörk
William Hill Svíþjóð Rússland Ítalía Bretland Danmörk
ESC stats Svíþjóð ÍSLAND Serbía Spánn Ítalía
Esctoday.com Svíþjóð Ítalía ÍSLAND Serbía Noregur
Nicerodds Svíþjóð Ítalía Rússland Serbía Bretland

Það verður að segjast eins og er að fjölbreytninni er ekki fyrir að fara í toppsætinu og allir veðbankarnir hafa sett hina sænsku Loreen í fyrsta sætið. Það lítur út fyrir svona fyrir fram að sigurinn sé hennar! En við skulum þó muna það að sagan segir nú að þessir veðbankar hafa ekki endilega alltaf rétt fyrir sér. Við skoðuðum stöðuna í fyrra á sama tíma og líka árið 2010. Í fyrra, árið 2011, voru Ungverjaland, Eistland og Frakkland í efstu tveimur sætunum og hin azerska Safura skákaði Lenu þýsku árið 2010 í öllum veðbönkum. En raunin var sannarlega önnur þegar á hólminn (Eurovision-sviðið) var komið, eins og við vitum. Veðbankaspárnar geta samt gefið einhverjar hugmyndir – árið 2010 var Lena jú í 2. sæti og fast á hæla Safuru og í fyrra komst Azerbaídsjan í topp 5 hjá William Hill. Við skulum nú skoða hvernig Ísland kemur út:

Veðbanki

Sæti Íslands

Online Betting Guide    10. sæti
Oddschecker.com

8. sæti

PaddyPower.com

11. sæti

PartyBets.com

8. sæti

William Hill

11. sæti

Eurovision betting.com

9. sæti

Esctoday.com

3. sæti

ESC stats.com

2. sæti

Nicerodds.co.uk

7. sæti

Þetta verður nú að teljast nokkuð gott! 🙂 En aftur á móti verðum við líka að vera raunsæ og muna að vera bara bjartsýn!

Kíkjum á stöðuna aftur þegar nær dregur – hvað segið þið um þetta? Eitthvað að marka veðbankana?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s