Bakraddabúningar!

Klæðnaður keppenda í júróvísjon er oft umræðu efni og það er oft ekki að ástæðulausu! Búningarnir rokka frá því að vera ofursvalir yfir í að vera hrikalega ljótir og svo ekki séu nefnd sífelld búninga skipti sem oft eiga sér stað á sviðinu. Spegúlasjónir um liti á búningum eru líka vinsælar og þá oftast með það í huga hvaða litur er líklegast til árangurs. En þegar rætt er um búninga snýr athyglin oftar en ekki að aðalsöngvurnum sjálfum og lítið er fjallað um búninga bakraddanna. Það verður að viðurkennast að oft eru bakraddirnar í látlausum búningum og frekar einföldum eða tímalausum og stjarnan fær að skína í sínum eigin búning. Það er þó ekki alltaf rauninn!

Búningar bakraddanna geta verið látlausir og einfaldir en það er ekki þar með sagt að þeir séu fallegir eða fari bakröddunum vel! Lítum á nokkur dæmi:

Árið 2003 söng Mickey Joe Harte lagið We’ve got the world tonight fyrir hönd Írlands. Mickey var sjálfur þokkalega venjulega klæddur í dökkum jakkafötum og stuttermabol innanundir svona til að gera hann aðeins rokkaralegri með gítarinn sinn. Öðru máli gengdi hins vegar um bakraddirnar hans þrjár. Þær voru klæddar í eftirfarandi kjóla sem líklega fáar venjulegar konur myndu láta sjá sig í á förnum vegi á venjulegum degi!

Árið 2002 söng Rosa lagið Europe’s living a celebration fyrir hönd Spánverja. Hér verður ekki til umræðu í hverju Rosa sjálf klæddist (hvet ykkur þó til skoða það!!!) en bakraddirnar hennar fimm voru nokkuð skrautlegar. Líklega áttu þær að líta út fyrir að vera klæddar í nýjust tísku og klæðnaður strákanna tveggja er bærilegur. Það eru hins vegar síðu svörtu plastpilsinn sem hér fanga augað sem hræðilegur klæðnaður!

Það var mikið um hallærislega búninga á 9. áratugnum enda er tíska hans margfræg fyrir hallærisleika sinn. Við teljum þó ólíklegt að búningarnir sem bakraddir í Nevada sem fluttu lagið Neste barco á vela fyrir hönd Portúgal árið 1987 hafi nokkuð tíman þótt sérlega fallegir!

Árið 1999 tók Dino fyrst þátt í júróvísjon, þá með söngkonuna Béatrice sér við hlið og saman fluttu þau lagið Putnici. Með þeim á sviðinu voru tveir hljóðfæraleikara og tvær bakraddir. Kíkjum á mynd af bakröddunum tveim og þeim Dino og Béatrice. Þarna mætti glögglega misskilja og halda að Dino væri frjálslega klæddur sölumaður í brúðarkjólabúð og þær allra þrjár að máta í einu!

Ljótir bakradda búningar einskorðast ekki við gamlar keppnir. Það ekki lengra síðan árið 2009, þegar Alexander Rybak kom sá og sigraði keppnina í Moskvu, að bakraddabúningar úr takti við framsetninguna sáust! Ríkisbakraddir Norðamanna í júróvísjon fengju að sjálfsögðu að fljóta með í atriði Rybaks. Meðan hann og dansararnir hans þrír voru herralega og nokkuð smekklega klæddir mættu þær í bleikum síðkjólum sem flöxuðu í vindvélinni, að áliti undirritaðra í hrópandi ósamræmi við lagið, búninga strákanna og dansins á sviðinu! Dæmi hver fyrir sig!

Ekki gleyma afar umtöluðu búningavali af Íslands hendi. Það var sögulegt þegar Selma keppti fyrir okkar hönd með laginu All out of luck árið 1999 og lenti í 2. sæti. Búningarnir voru nokkuð til umræðu þá en það var alls ekki búningur Selmu sjálfrar sem var til umræðu heldur frakkarnir (eða regnkápur eins og breski þulurinn nefndi þá!) sem dansararnir hennar tveir klæddust! Og ef horft er á myndbandið í heild má glögglega sjá að búningar kvennanna tveggja í bakröddum verða seint talnir til tískufyrirbrigða, ekki einu sinni árið 1999!

Það er svo ekki hægt að skrifa færslu um ljóta bakradda búninga án þess að nefna búningana sem bakraddir söngvarans Avaras voru í þegar hann keppti fyrir hönd Litháen árið 2002. Lagið sem hann flutti heitir Happy you. Búningarnir eru svo ljótir að mynd af þeim nægir ekki til, það er eiginlega nauðsynlegt að horfa á myndbandið í heild sinni!

Þetta er bara lítið brot af undarlegum búningum bakradda og dansara sem sérst hafa í júróvísjon! Til að sjá meira er einfaldlega hægt að fara á youtube, slá inn Eurovision Recap og bæta svo við einhverju ártali og ,,njóta“ þess svo að horfa á búninga af öllu tagi fljóta fyrir augu manns!

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Bakraddabúningar!

  1. ingaros skrifar:

    Ojj margir ógeðslegir búningar þarna, man vel eftir búningunum hjá Mickey Harte…var hrifin af því lagi en var ekki að skilja þessa búninga. Frakkarnir hjá gaurunum hennar Selmu eru ekki að eldast vel 😀 Með Noreg 2009 þá fannst mér kjólarnir ekki alveg passa við atriðið en þeir voru samt mjög fallegir 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s