Júró-nörd dagsins: Marcos Gallego

Júró-nörd dagsins er hinn spænski Marcos Gallego. Auk þess að vera júró-nörd stundar hann nám í líffræði og er tungumálaundrabarn og talar meðal annars íslensku!

1. Hvert er besta júróvísjonlag allra tíma?
Það er mjög erfitt að byrja á þessari spurningu! En fyrir mína parta verð ég að segja að það lag sem þrungið er mestum  töfrum er ,,I treni di Tozeur“ sem Franco Battiato og Alice fluttu fyrir hönd Ítalíu árið 1985. Mér finnst leiðinlegt að hafa aldrei séð það live en textinn, tónlistinn og einfaldleiki lagsins gerðu það að verkum að ég féll fyrir því við fyrstu hlustun.

2. Hvert er uppáhaldslagið þitt í keppninni í ár?
Ég hef ekki enn komist í það að hlusta á öll lögin en mér finnst íslenska lagið skemmtilegt. Ég myndi glaður fagna íslenskum sigir í ár!

3. Hver er uppáhalds júróvísjon flytjandinn þinn?
Þetta er erfið spurning en ætli ég velji ekki einhvern frá heimalandi mínu, Spáni 🙂 Paloma San Basilio fluttið lagið ,,La Fiesta Terminó“ óaðfinnanlega árið 1985.

4. Áttu þér einhverjar júróvísjon hefðir? 
Áður en ég hóf háskólanám (og flutti þar af leiðandi að heiman) átti ég mér júróvísjon hefðir. Ég horfið á júróvísjon með foreldrum mínum og systkinum, gáfum öllum lögunum einkunn þegar þau voru spiluð og giskuðum svo á hvað hvert lag fengið mörg stig.

5. Hvenær horfðiru á júróvísjon í fyrsta skipti? 
Fyrsta skiptið sem ég man eftir var þegar ég var 4 ára. Það var árið 1995 og Spánn varð í 2. sæti. Mjög góð minning.

6. Hver er besta júróvísjon minningin þín? 
Árið 2002 varð júróvísjon sprenginn á Spáni. Flytjandinn var valin í keppni sem stóð yfir í heilt ár. Þá var ég að klára grunnskóla og það voru hreinlega allir að tala um það. Ég á mjög góðar minningar af því þegar við vinirnir vorum að leika okkur saman í garðinum, seinni partinn á keppnisdegi og létum okkur dreyma hvernig það yrði ef Spánn myndi vinna það árið.

7. Hvert er uppáhalds íslenska júróvísjon lagið þitt?
Í raun held ég upp á þrjú íslensk júróvísjon lög. Fyrsta er Open your heart flutt af Birgittu og annað Valentine Lost flutt af Eiríki Haukssyni. Hins vegar er það allra besta auðvitað Draumur um Nínu flutt af Stefáni og Eyfa.

8. Lýstu júróvísjon í þremur orðum! 
Ómissandi vor hefð!

Euro-nerd of the day is Marcos Gallego from Spain. Not only is he a Eurovision-fan, he also speaks a little Icelandic!

 

1. What is your all-time Eurovision song favourite?
That’s a really difficult question to start with! But the most magic song for me would be „I treni di Tozeur“, by Franco Battiato and Alice, representing Italy in 1984. It’s a pity I never saw it live, but the lyrics, the music and the simplicity of the song made me fall in love with it instantly.

2. What is your favourite song this year?
I haven’t been able to listen to every song yet, but I really liked the icelandic entry! I would gladly sign for an icelandic victory right now. (No bias here, eh?)

3. Who is your all time favourite Eurovision performer? 
That’s a very hard question, but I think I’ll choose someone from my native Spain 🙂 Paloma San Basilio did an astounding job in 1985, singing „La Fiesta Terminó“.


4. Do you have any tradition around Eurovision?
I used to have one before starting university (and therefore moving out of home). I would watch Eurovision together with my parents and my siblings, rating every song as they played, and then guessing the scores between countries (so nothing special really…)

5. When did you watch Eurovision for the first time?
The first time I remember it, I was 4 years old, and Spain came 2nd in 1995. Really good memories.

6. Can you describe your favourite Eurovision memory?
In 2002 Spain had a very big Eurovision boom, when the singer was chosen by a year-long contest. Everyone was talking about it, and I was finishing primary school by then. I have fond memories of me playing with my friends in the park the afternoon before the contest, day-dreaming about how it would be if Spain won that year.

7. What is your favourite Icelandic Eurovision song?
I have actually three songs that I quite like from Iceland. The 1st is Open your Heart, by Birgitta, and the 2nd would be Valentine Lost, by Eiríkur Hauksson. 
However, the best is, of course….. Draumur um Ninu, by Stefán & Eyfi.

8. Eurovision in three words is:
Unmissable Spring Tradition

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s