Stigagjöfin í undankeppnunum!

via eurovision.tv

Um leið og stigagjöfin í gær var á enda runnin voru birt úrslit undankvöldanna tveggja og hvernig stigin röðuðust þar.

Sigurvegarar á fyrra undankvöldinu voru rússnesku ömmurnar – sem er ekki skrítið þar sem þær höfnuðu í öðru sæti. Því næst kom Albanía, Rúmenía, Grikkland, Moldóva og Írland. Ísland lenti í 8. sæti og í humátt fylgdu Danmörk og Ungverjaland. Þau lönd sem komust ekki áfram voru í þessari röð: Sviss, Finnland, Ísrael, San Marínó, Svartfjallaland, Lettland, Belgía og Austurríki.

Stig Íslands skiptust svo:

 • 1 stig frá Rússlandi og Ítalíu
 • 2 stig frá Austurríki og Moldóvu
 • 3 stig frá San Marínó
 • 4 stig frá Ungverjalandi, Ísrael og Sviss
 • 5 stig frá Belgíu, Grikklandi og Lettlandi
 • 6 stig frá Spáni
 • 8 stig frá Kýpur
 • 10 stig frá Danmörku og Finnlandi

Stigagjöf Íslands var á þessa leið:

 • 12 stig til Kýpur
 • 10 stig til Írlands
 • 8 stig til Danmerkur
 • 7 stig til Finnlands
 • 6 stig til Rússlands
 • 5 stig til Grikklands
 • 4 stig til Rúmeníu
 • 3 stig til Albaníu
 • 2 stig til Sviss
 • 1 stig til Austurríkis

Úrslit annars undankvöldsins voru: Svíþjóð, Serbía, Litháen, Eistland, Tyrkland, Bosnía Hersegóvína, Malta, Úkraína, Makedónía og Noregur. Noregur og Búlgaría (sem hafnaði í 11. sæti) voru hins vegar jöfn að stigum, bæði með 45 stig. Þá var litið til þess hvort landið hefði fengið hærri einstaka stigagjöf (12 stig, 10 stig o.s.frv.). Í ljós kemur að löndin fengu hvort um sig eina 10, en Noregur fékk 8 stig frá Eistlandi sem tryggði þeim sæti í úrslitunum! Lestina ráku Króatía, Portúgal, Georgía, Holland, Hvíta-Rússland, Slóvenía og Slóvakía.

Svíþjóð sigurvegari Eurovision-keppninnar 2012!

Ekki fór það fram hjá neinum að Svíar mössuðu þetta í gærkvöldi. Loreen tók afgerandi forystu frekar snemma og undir miðbik stigagjafarinnar var ljóst að rússnesku ömmurnar og Zelkjo hinn serbneski myndu alls ekki hafa roð við henni.

Lengi framan af fékk íslenska lagið ekki eitt einasta stig og vissulega var mjög sérstakt að sjá hin Norðurlöndin þrjú í úrslitunum (Ísland, Noreg og Danmörku) raðast í þrjú neðstu sætin á tímabili. Það voru svo Slóvenía og Kýpur sem brutu stigaísinn fyrir Ísland en Slóvenía gaf okkur 6 stig og Kýpur 1 stig! Flestir hafa væntanlega verið þeim afar þakklátir 🙂

Stigin féllu þó nokkur í skaut Íslands en alls ekki nógu mörg, að okkar mati – og sannast enn og aftur að vilji og stemming Evrópu á úrslitakvöldinu er alls ekki alltaf í samræmi við spár og veðbanka – og oft í hróplegu ósamræmi!

Hérna er samantekt af stigum landanna í úrslitum og röð landanna úr undanúrslitunum:

1. Svíþjóð (372)
2. Rússland (259)
3. Serbía (214)
4. Aserbaídsjan (150)
5. Albanía (146)
6. Eistland (120)
7. Tyrkland (112)
8. Þýskaland (110)
9. Ítalía (101)
10. Spánn (97)
11. Moldóva (81)
12. Rúmenía (71)
13. Makedónía (71)
14. Litháen (70)
15. Úkraína (65)
16. Kýpur (65)
17. Grikkland (64)
18. Bosnía (55)
19. Írland (46)
20. Ísland (46)
21. Malta (41)
22. Frakkland (21)
23. Danmörk (21)
24. Ungverjaland (19)
25. Bretland (12)
26. Noregur (7)

27. Búlgaría
28. Sviss
29. Króatía
30. Finnland
31. Portúgal
32. Georgía
33. Holland
34. Hvíta-Rússland
35. Ísrael
36. Slóvenía
37. San Marino
38. Slóvakía
39. Svartfjallaland
40. Lettland
41. Belgía
42. Austurríki

Ef við berum þessar lokatölur saman við spána okkar frá því í gær, sést alveg að spár og veðbankar geta sannarlega ruglað í ríminu:

Rússland (2)
Ísland (20)
Svíþjóð (1)
Ítalía (9)
Eistland (6)
Tyrkland (7)
Serbía (3)
Kýpur (16)
Moldóva (11)
Úkraína (15)

Á mörkunum að detta inn verða:

Noregur (26)
Grikkland (17)
Makedónía (13)

– við vorum sem sagt með 6 af 10 í topp 10 rétt –  þar af efstu þrjú sætin inni 🙂

Það er líka áhugavert að halda áfram með pælingarnar okkar frá í gær um topp 5 og númer þeirra á svið. Þá sést að:

 • Svíþjóð var nr. 17 á svið (sem rímar alveg við fyrri ár, nr. 17-24)
 • Rússarnir í öðru sæti voru nr. 6 á svið (sem er kannski ekki alveg í samræmi við nr.12-18)
 • Serbía var nr. 24 á svið (fyrri ár nr.7, 11, 15, 19 og 21)
 • Aserbaídsjan voru nr. 13 (fyrri ár nr. 5, 18, 22, 23 og 25)
 • Albanía voru nr. 3 á svið (fyrri ár nr. 1, 3, 21, 23, 25)

Endalaust hægt að pæla í þessu en úrslitin eru ráðin og 20. sætið staðreynd fyrir okkar fólk – og Svíþjóð að ári!

Við hlökkum svo til!

Christer Björkman gladdist nánast meira yfir sigri Svíþjóðar en Loreen sjálf! (via SVT Melodifestivalen)

Júró-nörd dagsins: Draupnir Rúnar Draupnisson

Seinni júró-nörd dagsins er sko enginn annar en Draupnir Rúnar Draupnisson, flugþjónn og multitalent sem átti ógleymanlegan leik í myndbandi Eurobandsins við This is My Life!

1. Hvert er besta júróvísjonlag allra tíma?
„Það er að sjálfsögðu This is my life!“

2. Hvert er uppáhaldslagið þitt í keppninni í ár?
„Mér finnst sænska lagið alveg sjúklega flott.“

3. Hver er uppáhalds júróvísjon-flytjandinn þinn?
„Mér dettur nú enginn sérstakur í hug, en man alltaf voða vel eftir Söndru Kim!“

4. Áttu þér einhverjar júróvísjon-hefðir?
„Þetta er að sjálfsögðu alltaf háheilagur dagur og ég fylgist með af mikilli einbeitingu og vil enga truflun. Svo að aðalhefðin er að fylgjast með í góðra vina hópi sem er að hlusta en ekki bara að djamma. Svo er auðvitað nauðsynlegt að gera eitthvað skemmtilegt í kringum keppnina eins og að hafa sitt uppáhaldsland, veðbanka, skreyta, hafa helling af drykkjum og veitingum og klæða sig upp o.s.frv. Ég er núna fararstjóri úti í Taílandi og hélt einmitt euro-teiti hér á þriðjudaginn og byrjaði það kl. 2 um nóttina vegna tímamismunar og vorum við tæplega 100 Íslendingar hér að horfa á og rífandi stemming. Ég hef einnig haldið euro-teiti í Austurríki, Grikklandi, Póllandi, á Spáni og áður hér í Taílandi – maður missir auðvitað ekki af keppninni.“

5. Hvenær horfðiru á júróvísjon í fyrsta skiptið?
„Ég hef eflaust horft á keppnina frá blautu barnsbeini en man fyrst almennilega eftir henni eftir að Ísland byrjaði að taka þátt.“

6. Hver er besta júróvísjon-minningin þín?
„Það er án efa allt í kringum keppnina 2008 í Serbíu þegar ég fór út með hópnum og hafði nýlega leikið í myndbandinu. Það var gríðarlega gaman og mikið fjör og allt svo miklu meira og stærra en ég hélt – mæli með að allir prófi að fara út á keppni að minnsta kosti einu sinni!“

7. Ef þú mættir velja einn álitsgjafa til að taka þátt í Alla leið þáttunum, hvern myndirðu velja?
„Friðrik Ómar – hann er rosalega mikill eurokall og spáir í öllu út og inn og með þetta allt á hreinu.“

8. Lýstu júróvísjon í þremur orðum!
„Sjúklega brjálæðislega skemmtilegt!“ 🙂

Our second Euro-nerd of the day is Draupnir Rúnar Draupnisson, flight attendant and Euro-fan extraordinare 🙂

1. What is your all-time Eurovision song favourite?  
This is My Life, of course, since I played the main role in the video 🙂

2. What is your favourite song this year?
I like the Swedish song very much!

3. Who is your all time favourite Eurovision performer?
I can’t think of just one in particular, but Sandra Kim is always memorable.

4. Do you have any tradition around Eurovision?
Of course this is a very special day and I watch carefully and don’t want any disturbance. So the main tradition is to do something fun in connection of the contest; choose a favorite country, bet, decorate, have loads of food and drinks and dress up! I am currently in Thailand guiding and had a Eurovision-party on Tuesday which started around 2 am since the time difference and we’re 100 Icelanders here watching and having fun! I have also had parties in Austria, Greece, Poland, Spain and before here in Thailand – you can’t miss the contest!

5. When did you watch Eurovision for the first time?
I have watched it ever since I was a kid but remember vividly the first times Iceland took part.

6. Can you describe your favourite Eurovision memory?
It was in Serbia 2008 when I went with the Icelandic delegation, having had been in the video and everything. It was really fantastic and so much bigger and better than I had imagined – recommend that everybody try it at least once!

7. Eurovision in three words is:
Crazy madly fun! 

SPÁ AUJ fyrir úrslitin í kvöld!

Nú er stóra kvöldið að renna upp og tími til kominn að spá fyrir um úrslitin!

Eins og undanfarin ár ákváðum við að spá fyrir um topp 10. Það er þrautinni þyngra að spá fyrir um öruggan sigurvegara og ýmislegt sem þarf að taka inn í útreikninginn. Í fyrsta lagi skulum við líta á hvernig lögin raðast á lokakvöldinu í kvöld:

1) Bretland
2) Ungverjaland
3) Albanía
4) Litháen
5) Bosnía & Hersegóvína
6) Rússland
7) Ísland
8) Kýpur
9) Frakkland
10) Ítalía
11) Eistland
12) Noregur
13) Aserbaídsjan
14) Rúmenía
15) Danmörk
16) Grikkland
17) Svíþjóð
18) Tyrkland
19) Spánn
20) Þýskaland
21) Malta
22) Makedónía
23) Írland
24) Serbía
25) Úkraína
26) Moldóva

Í töflunni hér að neðan höfum við svo tekið saman hvernig topp fimm hefur verið undanfarin ár. Tölurnar í sviga fyrir aftan er númer laganna á svið í aðalkeppninni:

Sæti/Ár 1. sæti 2. sæti 3. sæti 4. sæti  5. sæti
2011 Aserbaídsjan (19) Ítalía (12) Svíþjóð (7) Úkraína (23) Danmörk (3)
2010 Þýskaland (22) Tyrkland (14) Rúmenía (19) Danmörk (25) Aserbaídsjan (1)
2009 Noregur (20) Ísland (7) Aserbaídsjan (11) Tyrkland (18) Bretland (23)
2008 Rússland (24) Úkraína (18) Grikkland (21) Armenía (5) Noregur (25)
2007 Serbía (17) Úkraína (18) Rússland (15) Tyrkland (22) Búlgaría (21)

Hérna sést að öll löndin sem lent hafa í fyrsta sæti undanfarin fimm ár, að Þýskalandi 2010 undanskildu, komu upp úr undankeppnunum – voru þess vegna flutt í annað sinn á lokakvöldinu. Það sama á við um annað sætið: Þar er það bara Ítalía í fyrra sem ekki kom upp úr undankeppnunum. Þetta sýnir þó að stóru þjóðirnar hafa verið sigursælar allra síðustu ár (Bretland var svo í fimmta sæti 2009). Það gæti því alveg orðið stórþjóð sem blandar sér í toppbaráttuna í kvöld þrátt fyrir að líkurnar (miðað við þessa töflu) bendi til þess að það sé undankeppnisþjóð.

Lög nr. 17-24 hafa unnið síðustu fimm árin – lögin á því bili í ár eru Svíþjóð, Tyrkland, Spánn,Þýskaland, Malta, Makedónía, Írland og Serbía. Annað sætið hefur verið staðsett í kringum miðjuna, nr. 14-18 að Íslandi 2009 undanskildu en Jóhanna Guðrún var 7. á svið eins og Greta og Jónsi eru í ár. Fjölbreytnin er svo meiri í sætum 3.-5. en þó virðast þetta helst vera lög sem eru snemma á svið eða með þeim allra síðustu. Og nánast undantekningarlaust undankeppnislönd!

Það er alveg spurning hvort hægt sé að kortleggja sigurinn í kvöld út frá þessum pælingum – en það er samt gaman að velta þessu fyrir sér – með öllum vinsældakosningum og veðbankaspám 🙂

Spáin okkar fyrir kvöldið hljóðar svo – inn á topp 10 rata (í engri sérstakri röð):

Rússland
Ísland
Svíþjóð
Ítalía
Eistland
Tyrkland
Serbía
Kýpur
Moldóva
Úkraína

Á mörkunum að detta inn verða:

Noregur
Grikkland
Makedónía

– Góða skemmtun í kvöld og við hlökkum svo til að sjá stigagjöfina!

Dagbókin hans Flosa í Bakú – í beinni frá Eurovision 2012

Flosi okkar er orðinn gríðarlega spenntur fyrir úrslitunum í kvöld:

„Gleðilegan Eurovision dag!

Jæja, þá er vikan á enda og stóra stundin runnin upp. Þetta er búið að vera hreint frábært í alla staði. Mig langar sérstaklega til að þakka þeim FÁSES-meðlimum sem komu með mér í þetta ferðalag. Við erum sko sannarlega búin að standa undir okkar nafni – og gott betur.  Við hjálpuðum að ná í alla miðana og láta hvern aðdáendaklúbb fá miðana sína. Við vorum svo fúl að allir kæmust ekki inn á Euroclub sem voru aðdáendur og búnir að ferðast langa leið og að engin Eurovision-tónlist hafi verið spiluð, þannig að fjórir meðlimir FÁSES skipulögðu OGAE-party sem var frábært. Það má geta þess að FÁSES-klúbburinn var samþykktur á árlega formannafundi OGAE-klúbbanna og gott  betur því að menn voru mjög hrifnir hvað klúbburinn er búinn að afreka á svo stuttum tíma.

Mig langar að segja ykkur sögu um íslenskan strák (mig) sem fór í langt ferðalag 🙂 Þegar ég ákvað að fara til Baku þá var mikil óvissa með hótel og flug og svo framvegis. Ég tók mikla áhættu að panta flug í nóvember en það borgaði sig því ég borgaði helmingi minna en flestir vinir mínir. Mér leist ekkert á blikuna þegar enn var ekki hægt að bóka hótel í mars. Þá ákvða ég að taka smá áhættu og leita að fólki á netinu frá Baku til dæmis á Facebook. Eftir smá leit var ég farinn að spjalla við 2 stráka, annar að redda mér íbúð og hinn bara spjalla um Baku og svo framvegis. Hann Rahip reddaði mér ódýrri íbúð sem ég borga sambærilegt verð fyrir eina viku eins og ein nótt kostar á Hilton í Baku. Hér er enn eitt dæmið sem staðfestir  hversu almennilegt fólk er. Svo er það Orkhan eða Ori eins ég kalla hann. Ori er einn af vinalegustu og  fallegustu sálum sem ég hef kynnst í langan tíma. Hann rekur kaffihús í miðborg Baku með frænku sinni. Þau  buðu mig velkominn með mat og drykkjum og auðvitað þurfti ég ekki að borga neitt. Þetta hefur verið mitt annað heimili þessa viku  og allir mínir vinir voru velkomnir að koma við ef þá vantaði eitthvað. Ég hugsaði alltaf: Myndi ég gera þetta ef einhver ókunnugur kæmi til mín og vantaði aðstoð? Til að þakka honum fyrir bauð ég honum í crazy kvöld með Eurovision-aðdáendum. Hann mun skrifa fyrir mig upplifun sína, reyndar á ensku en ég hlakka til að heyra hvað hann segir um okkur Eurovision-nördana 🙂

Hver vinnur í kvöld? Þetta er ekkert smá erfið spurning. Ég elska Svíþjóð; ekki bara lagið heldur hana sjálfa sem persónu. Hún hefur verið að hrista aðeins upp í blaðamönnum með því að snerta á mannréttindamálum. Þetta er hreinlega mín nostalgía þetta árið. Það eru lönd sem koma til greina sem eru rosalega sterk, Spánn, Ítalía og Rússland en hér kemur mín lokaspá og vil ég þakka öllum sem gáfu sér tíma að lesa um mína upplifun í Baku:

 1. Svíþjóð – Nostalgía
 2. Ítalía – Flott lag og Ítalía á marga vini
 3. Spánn – Þvílík rödd, Celine Dion er mætt á svæðið
 4. Serbía – Hann hefur reynsluna og Balkanlöndin á bak við sig
 5. Rússland– Krúttlegar og eiga salinn í Baku
 6. Rúmenía– Sumarsmellurinn í ár
 7. Aserbaídjan – Heimalandið er alltaf í topp 10
 8. Eistland – Fallegasta ballaðan og hann er með svaka rödd
 9. Kýpur – Að mínu mati besta dansatriðið í keppninni

Ísland – Þetta lag hefur allan pakkann og ég er sannfærður að þau verði svona í kringum 10 til 12. Þau eru búin að standa sig eins og hetjur. Áfram ÍSLAND!“

Júró-nörd dagsins: Tinna Rós

Í tilefni dagsins verða júró-nördarnir tveir. Hinn fyrri júró-nörd dagsins er Tinna Rós Steinsdóttir, blaðamaður og  sjálfskipaður sérlegur Júróvísjon-ráðgjafi Fréttablaðsins og visis.is!

Hvert er besta júróvísjonlag allra tíma?
Erfiðasta spurning sem hægt er að leggja fyrir alla Eurovision aðdáendur! Af íslensku lögunum er það alltaf Nína, þó ég hafi verið sérlegur aðdáandi Hægt og hljótt þegar ég var eins árs. Diggi-Loo Deggi-Ley með Herreys á alltaf sérstakan stað í hjarta mér og sama er að segja um Fångad av en stormvind með henni Carolu frá 1991. Annars er ég algjör sökker fyrir rólegu væmnu lögunum sem aðrir þola takmarkað. Ég elska til dæmis flestöll írsku lögin á níunda og tíunda áratugnum, Ein bisschen frieden er smá uppáhalds, All kinds of Everything og ég gæti haldið endalaust áfram. Í seinni tíma keppnunum er Ines frá Eistlandi árið 2000 í uppáhaldi með lagið Once in a lifetime og svo krúttin frá Lettlandi 2005. Þegar ég verð búin að læra dansinn sem Herreys dönsuðu 84 ætla ég að læra tákn með tali-dansinn þeirra. Svo má nú ekki gleyma Alexander okkar Rybak.

Hvert er uppáhaldslagið þitt í keppninni í ár?
Írland! Ég er ástfangin af dúlluspöðunum í Jedward, þeir koma mér alltaf í gott skap. Sérstaklega fengu þeir prik í kladdann fyrir að fara í sturtu á sviðinu. Svo finnst mér norski Tooji svoldið skemmtilegur og Roman Lob frá Þýskalandi algjört æði. Ég er líka svoldið veik fyrir Eistanum og finnst Hvít-Rússarnir skemmtilegir (sjáiði þema?). Ég efast samt ekki um það í eina mínútu að hin sænska Loreen taki þetta og er sko alveg sátt við það. En ég mun samt stökkva hæð mína af kæti í hvert skipti sem „undirhundarnir“ mínir fá stig.

Hver er uppáhalds júróvísjon flytjandinn þinn?
Hands down Johnny Logan, hann ER Eurovision!

Áttu þér einhverjar júróvísjon hefðir?
Neeei, ég get nú ekki sagt það. Þegar ég var yngri lagði ég mikinn metnað í að skrifa niður stigagjöfina og oftar en ekki var borðað hamborgaratilboð yfir herlegheitunum. Núna er lítið um hefðir en þó vel passað upp á að gera sér alltaf glaðan dag, hvað svo sem það felur í sér.

Hvenær horfðiru á júróvísjon í fyrsta skiptið?
Ég hef verið 9 mánaða þegar keppnin 1987 var haldin og efast ekki um að mér hafi verið plantað fyrir framan hana. En ætli ég hafi verið nema nokkura daga gömul þegar ég fylgdist fyrst með eldri systrum mínum þrem hoppa um sófan með snúsnúbönd að vopni og syngjandi hástöfum lög á alls kyns tungumálum með upptökum af keppninni mörg ár aftur í tímann.

Hver er besta júróvísjon minningin þín?
Öll skiptin sem ég hef séð íslenska framlagið stíga á svið. Ég er alltaf nálægt því að rifna af þjóðarstolti og gleði. Ég hugsa að mitt uppáhalds hafi verið þegar Eiríkur Hauksson steig á svið í keppninni 2007, enda alltaf verið rosalega skotin í honum. Svo var frekar magnað að hitta Bobbysocks-gellurnar þegar þær komu hingað fyrir nokkrum árum og við fórum með þeim í Eurovision-partý. Ég var líka stödd í Þýskalandi þegar Lena vann keppnina árið 2010. Þrátt fyrir að því hafi nú ekki verið fagnað af heimamönnum mikið lengur en í svona 10 mínútur áður en allir héldu áfram með sitt daglega líf að þá var það samt skemmtileg upplifun.

Ef þú mættir velja einn álitsgjafa til að taka þátt í Alla leið þáttunum, hvern myndirðu velja?
Ég ætti mjög erfitt með að velja á milli systra minna þriggja. Þær voru allar farnar að syngja með Eurovision áður en þær voru farnar að tala (hefur mér verið sagt, ég var ekki fædd) og fylgjast vel með keppninni enn þann dag í dag. Þekkjandi þær, og blóðið sem rennur í æðum fjölskyldu minnar, efast ég líka ekki um að þær ættu auðvelt með að segja sitt álit á öllum málum sem upp kæmu.

Lýstu júróvísjon í þremur orðum!
Gleði, ást og upphækkanir!

Euro-nerd of the day is Tinna Rós Steinsdóttir. She is a journalist at Fréttablaðið and self-pointed Eurovision specialist there!

What is your all-time Eurovision song favourite?
This is the hardest question you can as a real Eurovision fan. From the Icelandic songs, Nína is my favorte although I was a big fan of the song Hægt og hljótt when I was one years old. Diggi-Loo Deggi-Ley always has a special place in my heart and the same goes for Carola’s song Fångad av en stormvind from 1991. Then I am a sucker for slow and corny songs, other people have little tolerance for. I for example love all the Irish songs from the 80’s and 90’s, Ein bisschen frieden also is a little favorite along with All kinds of Everything and I could go on forever. From the more recent competitions I have to say Once in a lifetime which Ines performed for Estonia in 2000 and the cuties from Latvia in 2005. When I have learned the dance Herreys did in 1984 I am going to learn sign language – their dance. Then you can not forget Alexander Rybak.

What is your favourite song this year?
Irland! I am in love with those cutiepies in Jedward, they always make me feel better. Then I like Tooji from Norway and Roman Lob from Germany is fantastic. I am also a little bit week for the Estonian and find Belarus also fun.  But in my mind there is no doubt that Loreen from Sweden will win but evertime the other three will get points I will celebrate.
Who is your all time favourite Eurovision performer? 
Hands down, Jonny Logan, he IS Eurovision!

Do you have any tradition around Eurovision?
Nooo, i can’t say that I have. When I was younger my ambition was to write down  the voting and we often ate hamburgers while watching. Today I don’t have any other than always have fun, what ever that is.

When did you watch Eurovision for the first time?
I was nine months old when the Eurovision was held in 1987 and without a doubt I was there in front of the TV. Then I have probably only been few days old when started watching my three older sisters jump on the couch with their jump ropes singing eurovision songs in all languages while watching old competitions.

Can you describe your favourite Eurovision memory?
That is every time Iceland performes. I always happy and proud of my nation. I think my favorite was when Eiríkur Hauksson participated for Iceland in 2007, I have always had crush on him.  Then it was amazing meeting Bobbysocks when they came to Iceland few years ago and party with them. Then I was in Germany 2010 when Lena won. Even  though the Germans didn’t celebrate longer than ten minutes before going on with theyr daily life, it was fun experience.

Eurovision in three words is:
Joy, love and rise!

Júró-nörd dagsins – Alma Tryggvadóttir

Þennan föstudag fyrir stóra kvöldið er júró-nörd dagsins engin önnur en Alma Tryggvadóttir. Hún er stjórnarmaður og ein af stofnendum FÁSES og með svörum sínum hafa allir núverandi stjórnarmenn FÁSES verið júró-nördar dagsins. Það má segja að Alma sér ný-nörd þegar kemur að júróvísjon!

Hvert er besta júróvísjonlag allra tíma?
Besta eurovision lag allra tíma?! Þetta er ótrúlega erfið spurning en það eru nokkur klassísk lög sem standa alltaf fyrir sínu – með flottum melódíum, stórkostlegum flutningi og sem eldast vel. Sigurlögin Hold me now með Johnny Logan og Ne Partez pas sans moi með Celine Dion ná mér alltaf og mér detta þau fyrst í hug.

Hvert er uppáhaldslagið þitt í keppninni í ár?
Lagið okkar, Never Forget, er mjööög ofarlega á blaði hjá mér í ár. Mér finnst það æðislegt. Svo heillaðist ég strax af þýska laginu, Standing Still, en það er eitthvað svo þægilegt að hlusta á það. Mun líklegra til að slá í gegn í útvarpsspilun en eurovison en engu að síður eitt af mínum uppáhalds. Eistneska lagið er líka að vinna hratt á hjá mér.

Hver er uppáhalds júróvísjon flytjandinn þinn?
Allt þetta uppáhalds er svo erfitt! Hef aldrei getað valið bara eitthvað eitt uppáhalds af neinu. Ég dýrkaði Silvíu Nótt alveg þangað til hún fór yfir strikið í Aþenu en mér fannst hún ógeðslega fyndin. Svo verð ég að nefna Vini Sjonna því ég var heppin að fá að taka þátt í því ævintýri með íslenska hópnum í Düsseldorf í fyrra.

Hvenær horfðiru á júróvísjon í fyrsta skiptið?
Ég man ekki nákvæmlega hvenær ég horfði á Eurovision í fyrsta skiptið. Mamma mín og fjölskylda hafa horft á þessa keppni lengi og þannig kviknar áhuginn. Ég er svona nýgræðingur í nördaskapnum og man ekki eftir flutningi Gleðibankans eins og margir fyrri júró-nördar hjá ykkur (enda var ég 3 ára) en fyrsta sterka minningin mín er af flutningi Siggu og Grétars – rauði kjóllinn hennar, guli gallinn og danssporin. Það fannst mér æðislega flott.

Hver er besta júróvísjon minningin þín?
Besta minningin mín er síðan í fyrra. Ég vann að kynningarstörfum með íslenska hópnum fyrir keppnina 2011  og var með þeim úti í Düsseldorf í tvær vikur. Ísland tók þátt á fyrra undanúrslitakvöldinu og þegar einungis átti eftir að tilkynna um eitt lag sem kæmist áfram var ég nú farin að undirbúa mig undir að mögulega kæmumst við ekki áfram (enda Noregur og Tyrkland einnig eftir í pottinum). Augnablikið þegar íslenski fáninn birtist á stóra skjánum í höllinni í Düsseldorf, þar sem ég sat á 2. bekk með mömmu minni og móðursystur, var algjörlega ógleymanlegt! Ég gjörsamlega trylltist og allt í einu var Haukur Johnson, vinur minn og stjórnarmeðlimur í FÁSES, mættur öskrandi vitlaus við hliðina á mér (guð má vita hvaðan hann kom!) og við hoppuðum og hlógum svo mikið að við enduðum nánast uppi á sviðinu með Vinum Sjonna o.fl. Þessu mun ég aldrei gleyma. Þvílík gleði og hamingja og hvirfilvindur af tilfinningum sem yfirtók mann!

Ef þú mættir velja einn álitsgjafa til að taka þátt í Alla leið þáttunum, hvern myndirðu velja?
Ég myndi klárlega velja einhvern af samstarfsmönnum mínum í stjórn FÁSES – Eyrún og Haukur eru mestu júró-nördar og viskubrunnar sem ég þekki þegar kemur að þessari keppni ásamt auðvitað Hildi, Flosa og Auði. Þau hafa stúderað ótrúlegustu hluti í kringum keppnina og muna allt! Maður lítur út eins og algjör kjúklingur í samanburði við þau =)

Lýstu júróvísjon í þremur orðum!
Skemmtilegasti tími ársins!

Úrslit gærkvöldsins og röð laga á laugardaginn

Eftir seinna undaúrslitakvöldið í gærkvöldi er ljóst hvaða 20 lönd munu keppa á laugardaginn við stóru þjóðirnar fimm og gestgjafana Azerbaijan. Við hér á Öllu um Júróvísjon vorum nákvæmlega jafn sannspáar fyrir gærkvöldið eins og á þriðjudaginn. Eyrún spáði rétt fyrir um átta lönd og Hildur sjö. Það sem okkur kom mest á óvart var að Bosnía-Herzigovina skildi fara áfram og báðar söknum við Hollands í úrslitunum.

Eftirfarandi lönd komust áfram:

Litháen
Bosnía-Herzígóvína
Serbía
Úkraína
Svíþjóð
Makedónía
Noregur
Eistland
Malta
Tyrkland

Á blaðamannafundi þeirra sem komust áfram í gærkvöldi drógu keppendur númer hvað þeir stíga á svið á laugardaginn. Röð keppenda verður því eftirfarandi:

1. Bretland
2. Ungverjaland
3. Albanía
4. Litháen
5. Bosnía
6. Rússland
7. Ísland
8. Kýpur
9. Frakkland
10. Ítalía
11. Eistland
12. Noregur
13. Azerbaijan
14. Rúmenía
15. Danmörk
16. Grikkland
17. Svíþjóð
18. Tyrkland
19. Spánn
20. Þýskaland
21. Malta
22. Makedónía
23. Írland
24. Serbía
25. Úkraína
26. Moldóva

Eins og ljóst var á þriðjdaginn stíga Greta og Jónsi sjöundu á svið. Jóhanna Guðrún steig einnig sjöunda á svið í Moskvu árið 2009 og  vonum því að sjö sé okkar happatala!

SPÁ KVÖLDSINS frá Öllu um Júróvísjon og lesendum síðunnar!

 

Nú styttist óðum í seinni undankeppnina í ár. Þar mun hins sænska Loreen meðal annars stíga á stokk! Við hér á Öllum um Júróvísjon spáum henni auðvitað báðar áfram. Spá okkar fyrir kvöldið lítur svona út.

Báðar spáum við

Serbíu
Makedóníu
Hollandi
Slóveníu
Svíþjóð
Eistlandi
og Noregi

áfram.

Auk þess spáir Eyrún Króatíu, Georgíu og Litháen áfram en Hildur Portúgal, Úkraínu og Trykland.

Þið lesendur góðir hafið svo kosið hér á síðunni og kosning þar er mjög afgerandi. Lang flestir hafa kostið Svíþjóð sem sitt uppáhalds lag í kvöld. En í heildina spá lesendur níu lögum áfram og eru þau eftirfarandi í röð eftir stigafjölda!

Svíþjóð
Eistland
Serbía
Makedónía
Slóvakí
Noregur
Holland
Tyrkland
Portúgal

Það verður spennandi að sjá í kvöld hversu sannspá við erum!

Dagbókin hans Flosa í Bakú – spá fyrir kvöldið!

Flosi spáir fyrir um gengi laganna í kvöld. Við munum svo birta okkar spá seinna í dag: 

„Þá er komið að spá fyrir kvöldinu í kvöld. Þessi riðill er erfiðari að spá fyrir þar sem það eru kannski svona 4 til 5 lög sem ég tel vera örugg en allt hitt er óskrifað blað. Ég ætla að hafa þetta stutt að þessu sinni þar sem að Ísland er komið áfram og það er allt sem skiptir máli 🙂

Serbía: Já,  hann er svo sannarlega með reynsluna og syngur eins og engill. Ég er ekki einn af þeim sem er að froðufella yfir þessu lagi en það flýgur áfram og mun vera ofarlega í úrslitunum.

Makedónía: Þetta er lag sem ég hugsaði ekkert um áður en ég  kom til Baku, er ekki einu sinni með það á playlistanum mínum! Sú kann að syngja og á sviði er hún full af orku. Verður á grensunni að komast áfram en fer áfram í mínum bókum. Ég held að hún eigi samt í erfiðleikum að komast áfram þar sem lag eins og Georgía kemst áfram, bara að því að það er Georgía.

Holland: Þetta er mitt guilty pleasure lag í 2. undanúrslitum. Ég hreinlega elska þetta lag og dilla mér og syng með. ÉG vona að 8 ára bið Hollands um að komast í úrslit sé á enda – Holland á svo sannarlega skilið að komast áfram. Ef hún gerir það þá hvet ég Íslendinga til að kjósa hana 🙂 Ég er samt hræddur að Balkan-blokkin sem er í þessum riðli muni hafa sigur, því miður. En ég ætla að spá því áfram því ég hreinlega elska þetta lag.

Malta: Enn eitt pop lagið frá Möltu sem skilur ekkert eftir. Hann syngur sæmilega en lagið er bara ekki nógu gott fyrir þennan riðil. Hann mun vera nálægt en kemst ekki áfram. Ég nenni ekki einu sinni að dansa við lagið, þetta er ekkert  La la la la la Love;)

Hvíta-Rússland: Þetta lag gerir ekkert fyrir mig en er mjög vel flutt og flott rokklag. Ef ég á að velja á milli þeirra og Slóvakíu, þá vinnur Hvíta- Rússland. Fyrir þá sem elska rokk mun þetta veljast áfram.

Portúgal: Portúgalskar ballöður eru svo fallegar og tungumálið sjarmerandi en því miður er svo mikið af ballöðum í þessum riðli að hún mun gleymast.

Úkraína: Þetta land kemst alltaf áfram eins og Grikkland, sama hvað lagið er lélegt. Ég verð samt að segja að það er svo sannarlega hægt að dilla sér við þetta og hún syngur rosalega vel en hver gerði dansinn við þetta? Hvað er með þessa gaura með trompet og svo hverfa þeir bakvið vegg og dansa eitthvað fáránlegt. Hún fer samt áfram.

Búlgaría: Þetta er leiðinlegt  teknó og verður undir Úkraínu þar sem þessi er ekki nærri því eins góð og bara með leiðinlega framkomu á sviði. Þetta verður nálægt en fer ekki áfram.

Slóvenía: Þetta er uppáhalds Balkan-lagið mitt í ár og er töfrandi og fær mig til að dreyma um fallegan heim þar sem ekkert slæmt er. Hún er falleg á sviði og syngur vel og ég vona að þetta verði ein af ballöðunum sem stendur upp úr í þessum riðli.

Króatía: Hvað kom fyrir þetta land? Árin 1990 til 200 voru þeir með smell eftir smell og voru alltaf ofarlega. Í ár senda þeir leiðinlega ballöðu sem fær mig til að geispa og kannski er bara kominnt  tími pissupásu þarna 🙂

Svíþjóð: Þetta er sigurvegari keppnarinnar og ef allt gengur upp þá verðum við í Stokkhólmi á næsta ári. Hún er samt búinn að vera í miklum vandræðum á æfingum og hefur ekki verið að syngja mjög sannfærandi. Við sjáum til hvað gerist.

Georgía: Versta lag keppninnar og ég vona svo sannarlega að Georgía fari ekki áfram í fyrsta sinn í sinni þátttöku en við sáum í fyrra að það skiptir engu máli hvernig lag það sendir og fer það sennilega áfram, því miður.

Tyrkland: Þetta lag er búið að vinna á síðan ég kom til Bakú og núna er það í topp 5 hjá mér í þessum riðli. Mér finnst flott hvernig þeir búa til skip úr þessum kápum sem þeir eru í. Hann heldur sig við sjóþemað og kemur bakgrunnurinn rosa vel út. Tyrkland fer áfram eftir að hafa verið úti í kuldanum í eitt ár.

Eistland: Þetta er lag sem allir blaðamenn froðufella yfir og ég veit ekki alveg af hverju, en mig grunar að hommarnir séu aðeins meira að horfa á hann heldur en lagið sjálft. Ég held að það komist áfram og kannski mun hann sjarma mig í kvöld þannig ég verð kannski einn af þessum froðufellandi í kvöld 🙂

Slóvakía: Verður í neðstu sætunum klárlega nema rokkið sé málið í ár. Þetta er leiðinleg lag og gerir ekkert fyrir mig. Sítt  hár að aftan er bara löglegt ef Finnar hafa eitthvað með atriðið að gera.

Noregur: Þetta finnst mér vera lagið sem er með flottustu dansporin og bara vel útfært. Hann syngur ekkert rosalega vel og margir segja að hann sé hreinlega of hommalegur fyrir Evrópu. Mér finnst hann nú bara sætur og einlægur og ég held að hann fljúgi áfram með sjarmanum og brosinu sem lét mig froðufella. Segir kannski meira um mig en lagið 🙂

Bosnía Herzegóvína: Úffffffff……… LEIÐINLEGT, ég þarf 3faldan í kók eftir þetta! Hún er sæt en guð hvað lagið er leiðinlegt. Hvað er með þetta að gera mann þunglyndina svona í lokin? En því miður kemst Bosnía alltaf áfram og fer hún líka áfram :p

Litháen: Hann syngur eins og engill og er svooooo sætur. Lagið er ekki nógu gott og þetta að binda fyrir augun er svoldið turn off fyrir mig. Hann verður nálægt að komast áfram en í þetta sinn fer Litháen ekki áfram.

Þetta eru sem sagt lögin og hér er mín spá:  Serbía, Makedónía, Holland, Hvíta-Rússland, Úkraína, Slóvenía, Svíþjóð, Tyrkland, Eistland
og Noregur.“