Júrónörd dagsins: Maiken Mäemets

Júró-nörd dagsins er liður hér á Allt um Júróvisjón sem við endurvekjum í kringum keppnirnar. Fyrsta júró-nördið sem við birtum að þessu sinni er þó ekki íslenskt heldur á það vel við, nú þegar Ísland hefur eignast sinn eigin OGAE-aðdáendaklúbb, að spyrja Maiken Mäemets frá Finnlandi nokkurra spurninga, en hún er forseti OGAE-klúbbanna á alþjóðavísu:

Maiken með Lys Assia, fyrsta sigurvegara Eurovision-keppninnar.

1.Hvert er þitt uppáhalds Eurovision-lag? Lagið High með Knut Anders Sørum (norska framlagið 2004)

2. Hvert er uppáhaldslagið þitt í  keppninni í ár? Eistland – Ott Leppland með lagið Kuula

Eistneski söngvarinn, Ott Leppland

3. Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn? Þessu er erfitt að svara… þar sem það eru frábærir flytjendur árlega. Ég horfi reyndar meira á lagið sjálft heldur en framkomuna.

4. Hvenær horfðir þú á Eurovision í fyrsta sinn? Fyrsta minningin mín mun hafa verið árið 1996, Maarja-Liis Ilus and Ivo Linna slógu algjörlega í Eistlandi og  ég studdi lagið þeirra Kaelakee Hääl.

5. Hver er uppáhaldsminningin þín frá Eurovision?  Fyrsta keppnin, þá er keppnin sjálf aðalminningin. Í næstu keppnum er það að vera með vinum sínum sem er minnisstæðara.

6. Hvert er uppáhaldsframlagið þitt frá Íslandi? Jóhanna með Is it True.

7.Hvað finnst þér um íslenska lagið í ár?   Þetta er sterkt dramantískt lag, með sterkum söngvurum og frábæra sögu á bak við lagið. Ég hlakka til að sjá þau á sviði í Baku. 

8.Hverja telur þú möguleika Íslands í ár? Öll lög eiga jafna möguleika á að vinna og ég væri þvílíkt til í að Ísland mundi landa sigri eitt árið. En í ár sé ég ekki Ísland vinna. Gangi ykkur samt vel! 🙂

9. Lýstu Eurovision í 3 orðum! Eurovision er lífsstíll!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s