Stældir búningar!

Í júróvísjonumræðunni er sjónum oftast beint að lögunum sjálfum og flutningum. Það kemur svo sem ekki á óvart enda er þetta söngvakeppni! Það eru þó aðrir hlutir sem spila stórt hlutverk í hverri framkomu í júróvísjon. Eitt þeirra er klæðnaður keppenda. Það er alls ekki eins augljóst að klæðnaður sé endurtekin eða hermdur eftir ár eftir ár eins og oft gerist með lögin sjálf en það eru þó undantekningar á því! Í ár virðist svo vera að tveir flytjendur hafi ákveðið að stælað (meðvitað eða ómeðvitað!) búninga grísku keppandana frá árinu 2002. Þeir klæddust búningum sem minntu á einhverskonar óeirðarlögreglumanna klæðnað og var í hróplegu ósamræmi við lagið sem flutt var.

Þeir tveir flytjendur sem klæðast búningum í þessum anda eru afar ólíkir. Annars  vegar eru það írsku tvíburanir í Jedward en hins vegar hin alþjóðlega hljómsveit Litesound sem flytur framlag Hvít-Rússa í ár. Þó búningar þessa tveggja atriða séu ekki beint líkir kemur fátt annað upp í hugan en samlíking við hina undarlegu búninga Grikkjanna árið 2002!

Eins og sjá má þá hafa Litesound fært sig aðeins frá óeirðarlögreglu pælingunum yfir í kappaksturs stiĺinn meðan Jedwardbræður hafa notað glimmer til að fríska upp á óeirðarlögrelgu útlitið!

Þrátt fyrir að Litesound og Jedward bræður hafi ákveðið að klæðast þessu í undankeppnum heima fyrir er jú alls ekki víst að þeir birtist í þessum búningum á sviðinu í Baku en það verður sannarlega spennandi að sjá hvort svo fer!

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Stældir búningar!

  1. Lísa skrifar:

    Þessir búningar hæfa Jedwards ágætlega þar sem þeir eru hálfgerðar geimverur! En ég tók eftir því að söngkona Belgíu minnir mjög mikið á söngkonuna í framlagi Póllands 1994 (To nie ja). Kjóllinn er nærri eins og hárgreiðslan. Smá flassbakk þar!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s