Framlög og gengi Norðurlandanna!

Við Norðurlandabúar erum gjarnir á (eins og fleiri í júróvísjon!) að gefa hver öðrum stig í keppninni. Sumir vilja kannski kalla það klíkuskap eða samsæri en hér á Öllum um Júróvísjon köllum við þetta bara líkan tónlistarsmekk! Og af því tónlistarsmekkur okkar Norðurlandabúa er oft líkur er ekki úr vegi að kanna hvað hinar Norðurlandaþjóðirnar fjórar bjóða upp á í keppninni í ár.

Íslendingar stíga fyrstir á svið af Norðurlandaþjóðunum en næstir á eftir eru Finnar. Þeir hafa eins og alþekkt er átt frekar slöku gengi að fagna í keppninni og aðeins einu sinni unnið hana, sem er jú einu sinni oftar en Íslendingar hafa unnið! En þrátt fyrir að hafa unnið einu sinni oftar en Íslendingar hefur gengi Finna ekki verið sem best. Þeir hafa aldrei lent í öðru sæti og einungs einu sinni í þriðja sæti, en það var einmitt hinn krúttlegi og umhverfsmeðvitaði Paradise Oscar sem söng Da da dam í Düsseldorf í fyrra. Frá árinu 2000 hafa Finna einungs þrisvar náð inn á top 10. Þeir hafa þó í heildina náð 15 sinnum náð inn á topp tíu af þeim 46 skiptum sem þeir hafa tekið þátt, oftast á fyrstu 20 árunum sem þeir kepptu. Í ár er ómögulegt að segja til um gengi Finna. Þeir bjóða upp á lítið og krúttlegt lag sem er samið af bróður söngkonunnar. Lagið er flutt á sænsku og minnir meira á tónlist í væmu skerjagarðsdrama en júróvísjon!

Danir stíga þrettándu í röðinni á svið í fyrri undanúrslitunum í Baku.  Dönum hefur gengið þokkalega vel í keppninni síðust ár, lentu til dæmis í 4. sæti árið 2010 og 5. sæti í fyrra. Danir hafa þó bara tvisvar sinnum unnið keppnina. Fyrri sigur þeirra var árið 1963 með laginu Dansevise. Síðan biður Danir lengi eftir sigrin en það voru Olsen bræður sem unnu eftirminnilega árið 2000 og í kjölfarið héldu Danir stærstu júróviśjonkeppni sem haldin hafði verið og buðu upp á kynna sem töluðu í bundnu máli, svo mikill var metnaðurinn! Danir settu líka metnað sinn í lagið sem flutt var á heimavelli en þau í Rollo og King lentu í 2. sæti en það er í eina skiptið sem Danir hafa lent í því sæti. Danir hafa svo aðeins tvisvar lent í þriðja sæti, árin 1988 og 1989. Fyrir utan efstu þrjú sætin hafa Danir þó komist 18 sinnum sinn á topp 10 af þeim 41 skipti sem þeir hafa tekið þátt.  Í ár syngur ung stúlka með hatt fyrir Dani. Lagið er krúttlegt popplag en misjafnlega grípandi!

Svíþjóð stígur á svið elleftu í röðinni á seinna undanúrslitakvöldinu. Svíþjóð er sigursælasta Norðulanda þjóðin í júróvísjon auk þess að hafa oftast tekið þátt eða samtals 52svar sinnum. Á þessum 52 skiptum hafa Svíjar fjórum sinnum lent í þriðja sæti, einu sinni í öðru sæti fyrir utan topp 3 komist 24 sinnum inn á topp 10. Þar af auki hafa Svíjar hafa unnið keppnina fjórum sinnum. Fyrsti sigur þeirra var árið 1974 þegar ABBA flokkurinn kom sá og sigraði og varð í kjölfarið heimþekkur. Waterloo sigurlag þeirra er líka eitt allra vinsælasta júróvísjon lag allra tíma. Svíjar unnu svo árin 1984, 1991 og 1999 og hafa því þurft að bíða annsi lengi eftir sigri á ný. Í ár senda þeir nokkuð sértstakt popplag sem aðdáendur keppninar halda vart vatni yfir svo hver veit nema tími sé komin á sigur á ný hjá Svíjum!

Norðmenn stíga síðastir á svið af Norðulandaþjóðunum þetta árið og eru númer 16 í röðinni í seinni undanúrslitakeppninni.  Norðmenn tóku fyrst þátt árið 1960 og þurftu að bíða nokkuð lengi eftir fyrsta sigrinum. Hann kom þó árið 1985 þegar Bobbysocks gerði allt vitlaust með laginu La det swinge. Síðan þá hafa Norðmenn tvisvar unnið, árin 1995 og 2009. Þrátt fyrir að Norðmenn hafi aðeins einu sinni lent í 2. og 3. sæti hafa þeir átt nokkuð jöfnu gengi að fagna í keppninni. Þeir hafa 14 sinnum lent í 4.-10. sæti af þeim 51 skipti sem þeir hafa tekið þátt og hafa öll topp 10 sæti þeirra dreifst nokkuð jafnt yfir árin, að 8. áratugnum undanskildum en þá komust Norðmenn aðeins einu sinni inn á topp 10. Í ár tefla Norðmenn fram norskri útgáfur af hinum sænska Eric Saade. Hann heitir Tooji og flytur all hressilegt júrópopplag með líflegri sviðsframkomu!

Af þessu má ráða að Norðurlanda þjóðirnar fara ólíkar slóðir í lagavali sínu í ár. Í hópnum er að finna popplag í undarlegri kantinum, krúttlegt popplag, væmið sjónvarpsþáttalag, dúndrandi júróvísjon popp og loks framlag okkar Íslendinga, dramatískt þjóðlagaskotið popplag. Hvort við Norðulandabúar höfum áhuga á þessu öllu kemur í ljós þegar stigin verða gefin!

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Framlög og gengi Norðurlandanna!

  1. Margrét skrifar:

    Finnska lagið í ár er ekki einungis uppáhaldslagið mitt í keppninni í ár, heldur einnig síðari ára yfir höfuð. Því miður held ég ekki að það verði margir sammála mér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s