Eurovision-tónleikar í Amsterdam 2012

Flosi Jón Ófeigsson stjórnarmaður í FÁSES og gestapenni hér á Öllu um Júróvísjon skellti sér til Amsterdam um helgina og tékkaði á stemmingunni á árlegum tónleikum OGAE í Hollandi og ESCToday síðunnar, þar sem keppendur voru kynntir fyrir áhorfendum!

Það var mikið fjör í Amsterdam um helgina þar sem 24 keppendur í Eurovision í ár kættu yfir 1300 Eurovision-aðdáendur hvaðanæva úr heiminum. Að sjálfsögðu voru flestir á bandi framlags Hollendinga og margir prýddust skrautlegum fjöðrum. Þarna voru allskonar fánar og stóð ég stoltur vaktina og veifa íslenska fánanum þrátt fyrir að íslensku keppendurnir hafi því miður ekki stigið á svið í Amsterdam. Margir spurðu af hverju Ísland hefði ekki komið því mikill stuðningur er við lagið hjá Eurovision-aðdáendum. Meðal þeirra voru skiptar skoðanir á því hvort enska eða íslenska væri betri kostur en allir voru þó sammála um að Ísland væri öruggt í úrslitin – vonum bara að þessir spekingar hafi rétt fyrir sér!

Tónleikarnir voru flottir í alla staði og þrátt fyrir ad kynnarnir hafi bara talað hollensku þá voru þeir mjög skemmtilegir og bara notalegt ad heyra hollenskuna. Ég held að ég verði ad segja að lagið sem stóð upp úr var Spánn. Röddin, framkoman, dressið, allur pakkinn var hrein snilld og þegar hún fór á hæstu tónana þá fékk ég gæsahúð. Ég held ad dómarar landanna eigi eftir ad falla fyrir þessu lagi, spurning bara hvað símakosningin gerir fyrir Spán. Ég vona svo sannarlega að síðasta sætið verði ekki raunin hjá Spáni.

Það lag sem kom hins vegar mest á óvart var Sviss. Þeir voru frábærir á sviði og fengu alla í salnum með sér með líflegri framkomu sinni. Ef framkoma þeirra skilar sér til áhorfenda heima í stofu er ég viss um að þeir fljúgi áfram í úrslitin.

Það voru fleiri lönd sem vöktu athygli, t.d. Holland sem var náttúrulega á heimavelli og umdeilda lagið frá Albaníu. Það er greinilegt að aðdáendur eiga í ástar/haturssambandi við það lag. Annað hvort verða menn brjáladir eftir 30 sekúndur af öskrunum eða þeir lofa röddina hennar. Dæmi hver fyrir sig.

Vonbrigði kvöldsins voru hins vegar því miður Rúmenía. Söngurinn þetta kvöld var spilaður af bandi og það fer hryllilega í mig að heyra svoleiðis. Þetta lag er í topp sætunum hjá mér en hún verður heldur betur að sanna að hún geti sungið ef hun ætlar að vinna keppnina! Lagið er flott og verður klárlega eitt af lögum Euroklúbbsins: Í fyrra var það Haba Haba en í ár er það dans Mandinga!

Það er líka sind að maður eins of Ralf Siegel, sem er guð í Eurovisionheiminum kuli senda frá sér lag eins og frá San Marínó í keppnina. Ég varð orðlaus þegar ég horfði á atriðið í Amsterdam. Síðasta sætið fyrir San Marino verður líklega staðreynd enn og aftur.

Það er alltaf gaman að spá í hvaða lög komast áfram en það er nú þannig að yfir 95% þeirra sem kjósa eru að heyra lögin í fyrsta sinn í Baku og verðum við því að bíða og sjá hvað atriðin gera þar. Ef ég ætti að dæma þau lög, sem voru flutt í Amsterdam, þá væru þetta lögin sem kæmust á top 10, bara dæmt út frá framkomunni:

1. Spánn var með lang besta atriðið í heild og rödd hennar er frábær.

2. Sviss kom mér rosalega á óvart en ég er sammála þeim í Alla leið þáttunum, þeir þurfa að bæta framburðinn. Þeir áttu salinn og voru flottir live.

3. Frakkland skrataði flottasta dressi kvöldsins og flutti af öryggi á sviðinu. Það verður gaman að sjá hvort hún dregur alla þessa beru karlmenn sem eru í myndbandinu á sviðið með sér, ég bíð spenntur að sjá!

4.  Holland er án efa með krúttlegasta lagið í keppninni og það er eitthvað við það sem fær mig til að brosa og dilla mér með góðum hugsunum. Ég vona sannarlega að Hollendingar komist loksins í úrslit eftir langa bið.

5. Slóvenía á bestu ballöðuna í keppninni í ár enda er sami höfundur og af Molitva sem vann fyrir Serbíu enda má heyra smá keim af því í laginu. Held að þetta verði í topp 10 og muni skora hátt hjá dómurum.

6. Ég er svolítið mikið fyrir  tyrkneska tónlist og rythminn er svo sjarmerandi. Ég er ánægður að Tyrkir eru hættir í rokkinu og komnir aftur á heimaslóðir. Það skemmir ekki fyrir hve fallegur söngvarinn er en ég held að Jasmine verði að taka hann í danskennslu!

7.  Rúmenía á upphaldas lagið mitt í ár ásamt Svíþjóð en þvílík vonbrigði að hún skyldi ekki hafa sungið live. Hún fluttið lagið Balkan girls í Rússland og hélt allaveganna lagi þar þó það væri ekki mikið meira en það. Sjáum hvað gerist í Baku!

8. Ég elska gríkst popp og í ár bjóða Grikkir um á sannkallað ekta grískt popp, kannski einum og einfalt og dýrt samt?

9. Það var bar eitt orð sem kom mér í hug þegar ég sá lag Litháen flutt og það var ,,fallegur“. Söngvarinn kom mér mikið á óvart, hvað hann hefur gullfalegarödd og hann er virkilega góður í sviðsframkomu. Þetta lag fær fullt hús stiga frá dómurum en ég er ekki viss um að það sé nóg.

10. Ég þoli ekki albanska lagið en söngkonan er sannarlega með fallega rödd. Ég er einn af þessum sem slekk á henni eftir 30 sekúndur en ég á samt í ástar/hatursambandi við þetta lag. Framkoman var góð í Amsterdam og því miður er hún því að mínu mati í top 10 eftir þessa tónleika. Sjá hvað símakosninginn segir við þessu!

Finnland var eina landið í norðri sem söng í Amsterdam og vantaði því mikið af stekum lögum og ég hlakka til að sjá hvað Norðmenn og Svíar gera því þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Eurovision-tónleikar í Amsterdam 2012

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s