FÁSES stendur fyrir tribute parody-myndbandi um rússnesku babúskurnar!

Frá Flosa J. Ófeigssyni, stjórnarmanni FÁSES og sérlegum AUJ-útsendara í Baku, Aserbaídsjan í vor:

Það var fríður hópur sem steig á stokk þegar svokallað parody-myndband var tekið upp í Sviss á dögunum fyrir rússneska lagið í ár, „Party for Everybody“. Í þeim hópi voru 3 meðlimir FÁSES, Dekel Ben Avi sem er leikstjóri myndbandsins, Bastien Venturi aðstoðarleikstjóri og ég (Flosi Jón Ófeigsson). Það var því tilvalið að taka viðtal við leikstjóra myndbandsins og spyrja hann nokkurra spurninga:

Nafn: Dekel Ben Avi
Aldur: 30 ára
Starf: Flugþjónn

 

 

 

Hversu lengi hefur  þú verið Eurovisionaðdáandi? Ég hef verið aðdáandi frá því ég var krakki, síðan ég horfði á fyrstu keppnina  1991.

Hvert er þitt uppáhalds Eurovisionlag allra tíma? We will be free/Lonely symphony (UK 1994).

Hvert er uppáhalds  íslenska Eurovisionlagið þitt? Einar Ágúst og Telma – Tell me (2000)

Hvað finnst þér um íslenska lagið í ár? Það tók smá tíma fyrir mig að venjast því, en mér finnst það falleg power-ballaða sem snertir mann.

Hvernig kom það til að búa til grínmyndbönd af Eurovisionlögum? Við gerðum fyrst myndband af hinu klassíska lagi frá Mónakó, Les Jardins de Monaco. Þetta vara bara eitthvað sem ég ætlaði að gera fyrir vin minn sem grín meðan ég var í ferðalagi með kærasta mínum í Mónakó.  Eftir það þá  ákváum við að hafa þetta árlegan viðburð fyrir hverja Eurovisionkeppni.

Hversu mörg myndbönd eru þið búin að gera? Við erum búin að gera fjögur myndbönd, Les Jardin de Monaco, Tyolki ella (Finnland 2010), Popular (Svíþjóð 2011) og svo núna Rússland sem er nýbúið að frumsýna.

Hvernig velur þú lag hverju sinni? Ég og Bastien veljum  lag sem okkur finnst vera mest í Eurovision; því meira glamúr og glimmer því betra!

Eru einhver skilaboð sem fylgja myndbandinu í ár? Það fylgja sko sannarlega skilaboð með myndbandinu í ár. Það sýnir að með smá vilja geta allir lifað í sátt og samlyndi. Það skiptir ekki máli hver þú ert, við getum öll samþykkt hvert annað og lifað í sátt og samlyndi.

Skipuleggur þú myndbandið allt sjálfur? Nei, með hjálp kærasta míns, Bastien Venturi og góðra vina hópi setjum við myndbandið saman. Ég og Bastien skrifum gróft handrit og svo set ég myndbandið saman. Leikaranir eru vinir okkar og við sjálfir.Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum? Ég vona að fólk taki myndbandinu  í anda Eurovision og gríninu sem fylgir oft Eurovision.  Ég vona að Eurovisionaðdáendur njóti myndbandsins og að sjálfsögðu okkar heittelskuðu rússnesku Babbúskur.

Fyrir þá sem hafa ekki séð myndbandið hvet ég alla til að kíkja á það hér fyrir neðan. Það má nefna að rússnesku ömmurnar sendu Dekel email um að þeim þætti myndbandið frábært og vonuðust til að geta skemmt okkur í Baku sem þær eiga svo sannarlega eftir að gera!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s