The Big Five!

The Big five, eða stóru löndin fimm í júróvísjon eru þau fimm lönd sem alltaf taka þátt beint í úrslitunum ásamt gestaþjóðinni. Þessi lönd eru Frakkland, Bretland, Þýskaland, Spánn og Ítalía. Ástæðan fyrir því að þessi lönd keppa alltaf eru að þau eru fjársterkustu aðilarnir innan Evrópskra sjónvarpsbandalagsins, EBU. Í gegnum tíðina hafa ekki allir alltaf verið sáttir við að þessar fimm þjóðir fái alltaf að taka þátt í undankeppninni enda svo talið að lög þessara þjóða væru hreinlega ekki nægilega góð til að eiga þar pláss!

Meðal þessara þjóða, að Ítalía undanskilinn kannski, hefur lengi verið kvartað og kveinað yfir slæmu gengi í keppninni. Þess má þó geta að meðal þessara fimm þjóða er að finna með besta árangri í keppninni. Allar hafa þjóðirnar unnið oftar en einu sinni og í fjölda skipta hafa þær lent í öðru eða þriðja sæti. Hæst hafa óánægjuraddirnar heyrst meðal Breta en þeir hafa samtals unnið fimm sinnum í keppninni, 15 sinnum orðið í 2. sæti og þrisvar í því þriðja og í 41 skipti af þeim 55 sem Bretar hafa tekið þátt hafa þeir verið í top 10. Þrátt fyrir þetta þá hefur gengi Breta  verið afarslæmt síðust 11 árin en síðan árið 2000 hafa þeir einungis tvisvar komist inn á top 10. Fyrra skiptið var árið 2002  þegar Jessica Garlick söng lagið Come Back íklædd búningi undir Pocahontas áhrifum og lenti í 3. sæti. Seinna skiptið var árið 2009 þegar sjálfum Andrew Loyd Weber var plantað á sviðið þar sem Jade Ewen söng lag eftir meistarann sjálfan og hafnaði í 5. sæti.

Frakkar koma næstir á hæla Breta í árangri en minni óánægju raddir hafa heyrst þaðan um slæmt gengi síðust tíu ára, raunar er eins og Frökkum sé svolítið slétt sama um árangur í júróvísjon og senda því bara það sem hentar hverju sinni. Frakkar hafa ekki frekar en Bretar á góðu gengi að fagna síðustu tíu árin og hafa einungis þrisvar síðan árið 2000 komist inn á top 10. Það var árin 2001, 2002 og 2009. Alls hafa Frakkar unnið fimm sinnum eins og Bretar en bara fjórum sinnum lent í 2. sæti. Þeir hafa hins vegar vermt þriðja sætið oftast af öllum þjóðunum fimm eða sjö sinnum.

Það kann að koma á óvart að Þjóðverjar eiga þriðja besta árangurinn í júróvísjon af þjóðunum fimm. Þýskaland var lengi vel ekki þekkt júróvísjon þjóð og fáir biðu spenntir yfir framlagi þeirra. Af stóru þjóðunum fimm er styst síðan Þjóðverjar unnu en það gleyma væntanlega fáir eftirminnilegum sigri Lenu árið í Osló árið 2010. Samtals hafa Þjóðverjar unnið tvisvar, lent fjórum sinnum í 2. sæti (tvisvar sinnum með hljómsveitinni Wind!) og fimm sinnum í því þriðja. Alls hafa svo Þjóðverjar verið 31. sinni inni á top 10 af þeim 56 skiptum sem þeir hafa tekið þátt.

Það er erfitt að segja til um það hvort Spánn eða Ítalía eigi betri árangri að fagna í júróvísjon. Báðar þjóðir hafa unnið tvisvar sinnum, en Ítalir hafa tvisvar orðið í 2. sæti og fjórum sinnum í því þriðja meðan Spánverjar hafa fjórum sinnum orðið í 2. sæti en aðeins einu sinni í því þriðja. Auk þess hafa Ítalir komist 26 sinnum inn á top 10 af þeim 38 skiptum sem þeir hafa tekið þátt. Spánverjar hafa líka komist 26 sinnum inn á top 10 en hafa tekið þátt 52svar. Gengi Spánverja hefur verið vægast sagt hörmung frá árinu 2005 en frá 2000-2005 náðu þeir næstum alltaf inn á top 10. Eins og frægt er þá tóku Ítalir ekki þátt mestan hluta 10. áratugarins og frá 1997 þar til í fyrra héldu Ítalir sig fjarri. Þeir áttu hins vegar glæsilega endur komu í fyrra og lentu í 2. sæti.

Eftir allar þessar staðreyndir um gengi stóru þjóðanna fimm er vert að skoða hvað þau bjóða upp á í ár. Svo virðist vera sem allar þjóðirnar fimm leggi sig fram þetta árið og ætli að bjóða upp á eitthvað almennilegt sem er líklegt til árangurs. Lögin fimm eru ólík en eiga öll möguleika á að gera ágæta hluti í keppninni að mati okkar á hjá AUJ.

Bretar munu stíga fyrstir á svið á úrslitakvöldinu. Í ár tefla Bretar fram þaulreyndum og margverðlaunuðum söngvar sem þó líklegast er elsti keppandinn í júróvísjon þetta árið enda orðin 75 ára gamall. Hann kallar sig Engelbert Humperdinck en heitir í raun Arnold George Dorsey. Engelbert var gríðarlega vinsæll á 7. og 8. áratugnum og hefur í heildina selt yfir 150 milljónir platna. Þekkt lög með Engelbert eru t.d. Releas me og After the lovin. Í júróvísjon í ár syngur Engelbert huggulega og hjartnæma ballöðu sem kallast Love will set you free. Hvort vinsældir Engelbert koma Bretum (að minnsta kosti) í top 10 verður forvitnilegt að sjá!

Frakkar stíga níundu í röðinni á svið í úrslitunum. Lag þeirra er af allt öðrum toga en Breta. Í ár reyna þeir við hressilegt júrópopp sem sungið er af einum frægasta tónlistarmanni Frakka, Anggun. Hún er þekkt víða um veröld og hefur selt yfir 2 milljónir platna á ferli sínum. Ef áfram heldur sem gengur gæti hún jafnvel náð Engelbertí plötusölu þegar hún nær 75 ára aldri!

Tíundi í röðinni á svið í úrslitunum eru Ítalir. Þeir voru fljótir að ákveða sig hver myndi syngja fyrir þeirra hönd í keppninni í ár en voru heldur lengur að ákveða hvaða lag söngkonan Nina Zilli ætti að syngja. Að lokum var ljóst að hún myndi flytja lagið L’Amore É Femmina sem sungið er á ensku og ítölsku til skiptist. Lagið er nokkuð hressilegt nýtískulegt popplag þó misgrípandi.

Spánverjar stíga nítjándu í röðinni á svið og eiga líklega því miður sísta lagið af stóru þjóðunum fimm í keppninni í ár. Þeir bjóða upp á mjög hugljúfa ballöðu sem hefur langa og fallega tóna ef vel tekst til í flutningi. Pastora sem flytjur lagið er mjög vel þekkt í heimalandi sínu og hefur líkt og flytjendur Breta og Frakka selt heila gommu af plötum og unnið til verðlauna.

Þjóðverjar reka lestina af stóru þjóðunum fimm á sviðinu og koma fram tuttugastir í röðinni. Ólíkt mörgum hinna stóru þjóðanna fimm senda Þjóðverjar nýja stjörnu í keppnina. Það er ungur og huggulegur drengur að nafni Roman Lob sem sigraði keppnina Unser Star für Baku á sjónvarpstöðinni NDR. Roman flytur lag huggulegt popplag í rólegri kantinum sem samið er af engum öðrum en Bretanum Jamie Cullum.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “The Big Five!

 1. throllinn skrifar:

  Alltaf gaman að lesa bloggið ykkar og vona að það fari að lifna svolítið yfir því nú þegar styttist í keppnina 🙂 Ég ætla að eins að deila mínum skoðunum á þessum lögum sem þið fjallið um hérna. Það er mjög gaman að því að stóru þjóðirnar virðast aftur vera komnar með alvöru metnað fyrir að senda vönduð tónlistaratriði í keppnina. Undanfarin ár hefur þetta allt of oft verið einhver amatörish atriði sem hefur verið alger skelfing á að horfa og svo vælt yfir því að ekkert gangi, besta dæmið er sennilega þegar Bretar dubbuðu upp einhvern ruslakall í glansgalla og léttu hann syngja eitthvað hundleiðinlegt diskólag.

  Bretar mega eiga það, sama hvaða skoðun menn hafa á því að þeir sendi Engelbert Humperdinck í keppnina þá söfnuðu þeir saman einhverjum kanónum í að semja lagið og gott ef ekki var einhver sem hefur unnið með Adele í hópnum, það er gæfumerki. Enda kom mjög fallegt lag sem á pottþétt eftir að lenda ofarlega. Hversu ofarlega fer væntanlega eftir því hversu vel röddin á hinum 75 ára Engelbert heldur live.

  Franska lagið þykir mér ekki skemmtilegt en Frakkar mega eiga það að þeir eru óhræddir við að prufa nýja hluti og eru oftast með flotta listamenn í keppninni.

  Ítalir ætla heldur betur að koma aftur með stæl. Annað sætið í fyrra og það kæmi mér ekki á óvart að þeir endi líka ofarlega núna. Þó sennilega nái þeir ekki jafnhátt og í fyrra. Mesta syndin finnst mér þó að lagið sem hún Nina Zilli ætlaði fyrst að syngja Per Sempre þótti mér miklu flottara en þetta. Þar að auki fannst mér þetta lag flottara bara á ítölsku. Finnst enskan ekki passa við það. Þrátt fyrir það að þetta sé mín skoðun gæti verið að það nái betur til fleiri Evrópubúa svona. Alla veganna er þetta töff og kúl og flott gella að syngja og það hefur aldrei verið slæm formúla 🙂

  Ég er alls ekki á því að spænska lagið sé svo slæmt og mér sýnist að júróvision aðdáendur Evrópu séu sammála því. Á ESCToday er svona skoðanakönnun þar sem fólk getur gefið lögum stig. Ég fór í gegnum þau öll, mér til gamans, henti þessu inn í Excel og þar kemur í ljóst að Spánn er í þriðja sæti á eftir Íslandi og Svíþjóð. Ísland með meðaleinkunina 9.4, Svíþjóð með 9,2 og Spánn með 9,0. Næstu lög þar á eftir eru svo í þessari röð: Slóvenía Ítalía, Noregur, Serbía og Þýskaland. En að Spáni þá finnst mér Spánverjar hafa verið með hundleiðinleg lög síðustu 20 eða 30 árin og stundum held ég bara að Spánverjar séu bara með afskaplega slæman tónlistarsmekk því að oft eru þeir með stórar forkeppnir sem skila svo einhverjum hundleiðinlegum lögum í keppnina. Nú finnst mér þeir hins vegar gengið ágætlega að detta á flotta ballöðu. Ég var reyndar ekki alveg að kaupa hana við fyrstu hlustun en eftir nokkrar umferðir venst það bara mjög vel. Það að það selji mann ekki alveg við fyrstu hlustun er samt frekar óheppilegt fyrir Eurovision og því á það sennilega ekki eftir að enda neitt sérstaklega ofarlega. Hugsanlega hefði því gengið betur ef það tæki þátt í forkeppninni og fengi fleiri spilanir fyrir áhorfendur.

  Þjóðverjar eru svolítið fyndnir. Ef þeir detta niður á einhverja formúlu sem virkar þá reyna þeir hana alltaf aftur og aftur og aftur. Þegar þeir unnu 1982 með Ralph Siegel þá er hann bara sendur aftur, og aftur, og aftur, var lagahöfundur Þýskalands 1987, 1988, 1990, 1992, 1994, 1997, 1999, 2002 og 2003 en þá var hann reyndar alveg búinn að missa það og hefur ekki fengið að semja fyrir Þýskaland síðan. Getur svo hver um sig dæmt um það hvort það sé rétt þegar þeir horfa á hið stórkostlega framlag San Marino í vor 🙂 Svo þegar Lena vann fyrir tveimur árum eftir flotta forkeppni, Unser Star für Oslo þá urðu þeir náttúrulega að senda hana aftur. Það gekk víst ekki alveg jafnvel þannig að þeir ákváðu bara að taka sömu forkeppni aftur, nú Unser Star für Baku. Mér finnst þeir reyndar hafa dottið niður á nokkuð frambærilegan keppanda þó hann sé vissulega algerlega óþekktur og maður veit ekkert hvernig hann höndlar pressuna á lokakvöldinu. Lagið minnir mig svolítið á hljómsveitir eins og The Fray og OneRepublic sem ég fíla í tætlur og ég fíla þetta líka en það vantar svolítið svona keppnis í það. Þetta er svona flott bakgrunnsmúsík en er sennilega ekki að fara að gera mikið í keppninni.

  • jurovision skrifar:

   Gaman að fá svona góð yfirlit og álit Þröstur! Við erum smám saman að lifna meira og meira við og birta fleiri pistla og fréttir 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s