Júrónörd dagsins: Maiken Mäemets

Júró-nörd dagsins er liður hér á Allt um Júróvisjón sem við endurvekjum í kringum keppnirnar. Fyrsta júró-nördið sem við birtum að þessu sinni er þó ekki íslenskt heldur á það vel við, nú þegar Ísland hefur eignast sinn eigin OGAE-aðdáendaklúbb, að spyrja Maiken Mäemets frá Finnlandi nokkurra spurninga, en hún er forseti OGAE-klúbbanna á alþjóðavísu:

Maiken með Lys Assia, fyrsta sigurvegara Eurovision-keppninnar.

1.Hvert er þitt uppáhalds Eurovision-lag? Lagið High með Knut Anders Sørum (norska framlagið 2004)

2. Hvert er uppáhaldslagið þitt í  keppninni í ár? Eistland – Ott Leppland með lagið Kuula

Eistneski söngvarinn, Ott Leppland

3. Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn? Þessu er erfitt að svara… þar sem það eru frábærir flytjendur árlega. Ég horfi reyndar meira á lagið sjálft heldur en framkomuna.

4. Hvenær horfðir þú á Eurovision í fyrsta sinn? Fyrsta minningin mín mun hafa verið árið 1996, Maarja-Liis Ilus and Ivo Linna slógu algjörlega í Eistlandi og  ég studdi lagið þeirra Kaelakee Hääl.

5. Hver er uppáhaldsminningin þín frá Eurovision?  Fyrsta keppnin, þá er keppnin sjálf aðalminningin. Í næstu keppnum er það að vera með vinum sínum sem er minnisstæðara.

6. Hvert er uppáhaldsframlagið þitt frá Íslandi? Jóhanna með Is it True.

7.Hvað finnst þér um íslenska lagið í ár?   Þetta er sterkt dramantískt lag, með sterkum söngvurum og frábæra sögu á bak við lagið. Ég hlakka til að sjá þau á sviði í Baku. 

8.Hverja telur þú möguleika Íslands í ár? Öll lög eiga jafna möguleika á að vinna og ég væri þvílíkt til í að Ísland mundi landa sigri eitt árið. En í ár sé ég ekki Ísland vinna. Gangi ykkur samt vel! 🙂

9. Lýstu Eurovision í 3 orðum! Eurovision er lífsstíll!

Stældir búningar!

Í júróvísjonumræðunni er sjónum oftast beint að lögunum sjálfum og flutningum. Það kemur svo sem ekki á óvart enda er þetta söngvakeppni! Það eru þó aðrir hlutir sem spila stórt hlutverk í hverri framkomu í júróvísjon. Eitt þeirra er klæðnaður keppenda. Það er alls ekki eins augljóst að klæðnaður sé endurtekin eða hermdur eftir ár eftir ár eins og oft gerist með lögin sjálf en það eru þó undantekningar á því! Í ár virðist svo vera að tveir flytjendur hafi ákveðið að stælað (meðvitað eða ómeðvitað!) búninga grísku keppandana frá árinu 2002. Þeir klæddust búningum sem minntu á einhverskonar óeirðarlögreglumanna klæðnað og var í hróplegu ósamræmi við lagið sem flutt var.

Þeir tveir flytjendur sem klæðast búningum í þessum anda eru afar ólíkir. Annars  vegar eru það írsku tvíburanir í Jedward en hins vegar hin alþjóðlega hljómsveit Litesound sem flytur framlag Hvít-Rússa í ár. Þó búningar þessa tveggja atriða séu ekki beint líkir kemur fátt annað upp í hugan en samlíking við hina undarlegu búninga Grikkjanna árið 2002!

Eins og sjá má þá hafa Litesound fært sig aðeins frá óeirðarlögreglu pælingunum yfir í kappaksturs stiĺinn meðan Jedwardbræður hafa notað glimmer til að fríska upp á óeirðarlögrelgu útlitið!

Þrátt fyrir að Litesound og Jedward bræður hafi ákveðið að klæðast þessu í undankeppnum heima fyrir er jú alls ekki víst að þeir birtist í þessum búningum á sviðinu í Baku en það verður sannarlega spennandi að sjá hvort svo fer!

Framlög og gengi Norðurlandanna!

Við Norðurlandabúar erum gjarnir á (eins og fleiri í júróvísjon!) að gefa hver öðrum stig í keppninni. Sumir vilja kannski kalla það klíkuskap eða samsæri en hér á Öllum um Júróvísjon köllum við þetta bara líkan tónlistarsmekk! Og af því tónlistarsmekkur okkar Norðurlandabúa er oft líkur er ekki úr vegi að kanna hvað hinar Norðurlandaþjóðirnar fjórar bjóða upp á í keppninni í ár.

Íslendingar stíga fyrstir á svið af Norðurlandaþjóðunum en næstir á eftir eru Finnar. Þeir hafa eins og alþekkt er átt frekar slöku gengi að fagna í keppninni og aðeins einu sinni unnið hana, sem er jú einu sinni oftar en Íslendingar hafa unnið! En þrátt fyrir að hafa unnið einu sinni oftar en Íslendingar hefur gengi Finna ekki verið sem best. Þeir hafa aldrei lent í öðru sæti og einungs einu sinni í þriðja sæti, en það var einmitt hinn krúttlegi og umhverfsmeðvitaði Paradise Oscar sem söng Da da dam í Düsseldorf í fyrra. Frá árinu 2000 hafa Finna einungs þrisvar náð inn á top 10. Þeir hafa þó í heildina náð 15 sinnum náð inn á topp tíu af þeim 46 skiptum sem þeir hafa tekið þátt, oftast á fyrstu 20 árunum sem þeir kepptu. Í ár er ómögulegt að segja til um gengi Finna. Þeir bjóða upp á lítið og krúttlegt lag sem er samið af bróður söngkonunnar. Lagið er flutt á sænsku og minnir meira á tónlist í væmu skerjagarðsdrama en júróvísjon!

Danir stíga þrettándu í röðinni á svið í fyrri undanúrslitunum í Baku.  Dönum hefur gengið þokkalega vel í keppninni síðust ár, lentu til dæmis í 4. sæti árið 2010 og 5. sæti í fyrra. Danir hafa þó bara tvisvar sinnum unnið keppnina. Fyrri sigur þeirra var árið 1963 með laginu Dansevise. Síðan biður Danir lengi eftir sigrin en það voru Olsen bræður sem unnu eftirminnilega árið 2000 og í kjölfarið héldu Danir stærstu júróviśjonkeppni sem haldin hafði verið og buðu upp á kynna sem töluðu í bundnu máli, svo mikill var metnaðurinn! Danir settu líka metnað sinn í lagið sem flutt var á heimavelli en þau í Rollo og King lentu í 2. sæti en það er í eina skiptið sem Danir hafa lent í því sæti. Danir hafa svo aðeins tvisvar lent í þriðja sæti, árin 1988 og 1989. Fyrir utan efstu þrjú sætin hafa Danir þó komist 18 sinnum sinn á topp 10 af þeim 41 skipti sem þeir hafa tekið þátt.  Í ár syngur ung stúlka með hatt fyrir Dani. Lagið er krúttlegt popplag en misjafnlega grípandi!

Svíþjóð stígur á svið elleftu í röðinni á seinna undanúrslitakvöldinu. Svíþjóð er sigursælasta Norðulanda þjóðin í júróvísjon auk þess að hafa oftast tekið þátt eða samtals 52svar sinnum. Á þessum 52 skiptum hafa Svíjar fjórum sinnum lent í þriðja sæti, einu sinni í öðru sæti fyrir utan topp 3 komist 24 sinnum inn á topp 10. Þar af auki hafa Svíjar hafa unnið keppnina fjórum sinnum. Fyrsti sigur þeirra var árið 1974 þegar ABBA flokkurinn kom sá og sigraði og varð í kjölfarið heimþekkur. Waterloo sigurlag þeirra er líka eitt allra vinsælasta júróvísjon lag allra tíma. Svíjar unnu svo árin 1984, 1991 og 1999 og hafa því þurft að bíða annsi lengi eftir sigri á ný. Í ár senda þeir nokkuð sértstakt popplag sem aðdáendur keppninar halda vart vatni yfir svo hver veit nema tími sé komin á sigur á ný hjá Svíjum!

Norðmenn stíga síðastir á svið af Norðulandaþjóðunum þetta árið og eru númer 16 í röðinni í seinni undanúrslitakeppninni.  Norðmenn tóku fyrst þátt árið 1960 og þurftu að bíða nokkuð lengi eftir fyrsta sigrinum. Hann kom þó árið 1985 þegar Bobbysocks gerði allt vitlaust með laginu La det swinge. Síðan þá hafa Norðmenn tvisvar unnið, árin 1995 og 2009. Þrátt fyrir að Norðmenn hafi aðeins einu sinni lent í 2. og 3. sæti hafa þeir átt nokkuð jöfnu gengi að fagna í keppninni. Þeir hafa 14 sinnum lent í 4.-10. sæti af þeim 51 skipti sem þeir hafa tekið þátt og hafa öll topp 10 sæti þeirra dreifst nokkuð jafnt yfir árin, að 8. áratugnum undanskildum en þá komust Norðmenn aðeins einu sinni inn á topp 10. Í ár tefla Norðmenn fram norskri útgáfur af hinum sænska Eric Saade. Hann heitir Tooji og flytur all hressilegt júrópopplag með líflegri sviðsframkomu!

Af þessu má ráða að Norðurlanda þjóðirnar fara ólíkar slóðir í lagavali sínu í ár. Í hópnum er að finna popplag í undarlegri kantinum, krúttlegt popplag, væmið sjónvarpsþáttalag, dúndrandi júróvísjon popp og loks framlag okkar Íslendinga, dramatískt þjóðlagaskotið popplag. Hvort við Norðulandabúar höfum áhuga á þessu öllu kemur í ljós þegar stigin verða gefin!

Eurovision-tónleikar í Amsterdam 2012

Flosi Jón Ófeigsson stjórnarmaður í FÁSES og gestapenni hér á Öllu um Júróvísjon skellti sér til Amsterdam um helgina og tékkaði á stemmingunni á árlegum tónleikum OGAE í Hollandi og ESCToday síðunnar, þar sem keppendur voru kynntir fyrir áhorfendum!

Það var mikið fjör í Amsterdam um helgina þar sem 24 keppendur í Eurovision í ár kættu yfir 1300 Eurovision-aðdáendur hvaðanæva úr heiminum. Að sjálfsögðu voru flestir á bandi framlags Hollendinga og margir prýddust skrautlegum fjöðrum. Þarna voru allskonar fánar og stóð ég stoltur vaktina og veifa íslenska fánanum þrátt fyrir að íslensku keppendurnir hafi því miður ekki stigið á svið í Amsterdam. Margir spurðu af hverju Ísland hefði ekki komið því mikill stuðningur er við lagið hjá Eurovision-aðdáendum. Meðal þeirra voru skiptar skoðanir á því hvort enska eða íslenska væri betri kostur en allir voru þó sammála um að Ísland væri öruggt í úrslitin – vonum bara að þessir spekingar hafi rétt fyrir sér!

Tónleikarnir voru flottir í alla staði og þrátt fyrir ad kynnarnir hafi bara talað hollensku þá voru þeir mjög skemmtilegir og bara notalegt ad heyra hollenskuna. Ég held að ég verði ad segja að lagið sem stóð upp úr var Spánn. Röddin, framkoman, dressið, allur pakkinn var hrein snilld og þegar hún fór á hæstu tónana þá fékk ég gæsahúð. Ég held ad dómarar landanna eigi eftir ad falla fyrir þessu lagi, spurning bara hvað símakosningin gerir fyrir Spán. Ég vona svo sannarlega að síðasta sætið verði ekki raunin hjá Spáni.

Það lag sem kom hins vegar mest á óvart var Sviss. Þeir voru frábærir á sviði og fengu alla í salnum með sér með líflegri framkomu sinni. Ef framkoma þeirra skilar sér til áhorfenda heima í stofu er ég viss um að þeir fljúgi áfram í úrslitin.

Það voru fleiri lönd sem vöktu athygli, t.d. Holland sem var náttúrulega á heimavelli og umdeilda lagið frá Albaníu. Það er greinilegt að aðdáendur eiga í ástar/haturssambandi við það lag. Annað hvort verða menn brjáladir eftir 30 sekúndur af öskrunum eða þeir lofa röddina hennar. Dæmi hver fyrir sig.

Vonbrigði kvöldsins voru hins vegar því miður Rúmenía. Söngurinn þetta kvöld var spilaður af bandi og það fer hryllilega í mig að heyra svoleiðis. Þetta lag er í topp sætunum hjá mér en hún verður heldur betur að sanna að hún geti sungið ef hun ætlar að vinna keppnina! Lagið er flott og verður klárlega eitt af lögum Euroklúbbsins: Í fyrra var það Haba Haba en í ár er það dans Mandinga!

Það er líka sind að maður eins of Ralf Siegel, sem er guð í Eurovisionheiminum kuli senda frá sér lag eins og frá San Marínó í keppnina. Ég varð orðlaus þegar ég horfði á atriðið í Amsterdam. Síðasta sætið fyrir San Marino verður líklega staðreynd enn og aftur.

Það er alltaf gaman að spá í hvaða lög komast áfram en það er nú þannig að yfir 95% þeirra sem kjósa eru að heyra lögin í fyrsta sinn í Baku og verðum við því að bíða og sjá hvað atriðin gera þar. Ef ég ætti að dæma þau lög, sem voru flutt í Amsterdam, þá væru þetta lögin sem kæmust á top 10, bara dæmt út frá framkomunni:

1. Spánn var með lang besta atriðið í heild og rödd hennar er frábær.

2. Sviss kom mér rosalega á óvart en ég er sammála þeim í Alla leið þáttunum, þeir þurfa að bæta framburðinn. Þeir áttu salinn og voru flottir live.

3. Frakkland skrataði flottasta dressi kvöldsins og flutti af öryggi á sviðinu. Það verður gaman að sjá hvort hún dregur alla þessa beru karlmenn sem eru í myndbandinu á sviðið með sér, ég bíð spenntur að sjá!

4.  Holland er án efa með krúttlegasta lagið í keppninni og það er eitthvað við það sem fær mig til að brosa og dilla mér með góðum hugsunum. Ég vona sannarlega að Hollendingar komist loksins í úrslit eftir langa bið.

5. Slóvenía á bestu ballöðuna í keppninni í ár enda er sami höfundur og af Molitva sem vann fyrir Serbíu enda má heyra smá keim af því í laginu. Held að þetta verði í topp 10 og muni skora hátt hjá dómurum.

6. Ég er svolítið mikið fyrir  tyrkneska tónlist og rythminn er svo sjarmerandi. Ég er ánægður að Tyrkir eru hættir í rokkinu og komnir aftur á heimaslóðir. Það skemmir ekki fyrir hve fallegur söngvarinn er en ég held að Jasmine verði að taka hann í danskennslu!

7.  Rúmenía á upphaldas lagið mitt í ár ásamt Svíþjóð en þvílík vonbrigði að hún skyldi ekki hafa sungið live. Hún fluttið lagið Balkan girls í Rússland og hélt allaveganna lagi þar þó það væri ekki mikið meira en það. Sjáum hvað gerist í Baku!

8. Ég elska gríkst popp og í ár bjóða Grikkir um á sannkallað ekta grískt popp, kannski einum og einfalt og dýrt samt?

9. Það var bar eitt orð sem kom mér í hug þegar ég sá lag Litháen flutt og það var ,,fallegur“. Söngvarinn kom mér mikið á óvart, hvað hann hefur gullfalegarödd og hann er virkilega góður í sviðsframkomu. Þetta lag fær fullt hús stiga frá dómurum en ég er ekki viss um að það sé nóg.

10. Ég þoli ekki albanska lagið en söngkonan er sannarlega með fallega rödd. Ég er einn af þessum sem slekk á henni eftir 30 sekúndur en ég á samt í ástar/hatursambandi við þetta lag. Framkoman var góð í Amsterdam og því miður er hún því að mínu mati í top 10 eftir þessa tónleika. Sjá hvað símakosninginn segir við þessu!

Finnland var eina landið í norðri sem söng í Amsterdam og vantaði því mikið af stekum lögum og ég hlakka til að sjá hvað Norðmenn og Svíar gera því þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér.

Álögin á lag nr. 2!

Pistill frá Sunnu Mímisdóttur, Eurovision-tölfræðispekúlant:

Það er orðið bjart vel fram eftir kvöldi og býflugan er mætt til landsins. Þetta getur bara þýtt eitt: JÚRÓVISJON-VERTÍÐ! 42 evrópsk lög eru komin á mest spilaða play-lista heimilisins, stillt á shuffle – svona til að lifa aðeins á brúninni – og svo er sungið hástöfum með á tungumálum sem undirrituð gæti ekki talað þótt það myndi bjarga lífi hennar. En með þessum ljúfa vorboða fylgir einnig undarleg þráhyggja sem ekki allir deila.

Sunna Mímisdóttir, Júróvisjon-áhugamanneskja/nörd (lesist að vild), leggst yfir stigatöflur í öllum sínum frístundum, setur upp gagnagrunna og grúskar í tölfræði í þeirri von um að finna töfraformúlu sem gæti gefið til kynna íslenska velgengni í þessari dásamlegu keppni.

Lítum nánar á málið.

Um miðjan mars var dregið um flutningsröð keppenda og Ísland fékk óhappanúmerið 2. Stuð! Lag nr. 2 hefur nefnilega aldrei sigrað. Og það sem meira er, lagi nr. 2 hefur sárasjaldan gengið vel. Á árunum 2004-2007, þegar aðeins ein undankeppni var, komst lag nr. 2 aldrei áfram. Frá því fyrirkomulaginu var breytt árið 2008 hefur lag nr. 2 tvisvar sinnum komist áfram upp úr fyrri undankeppninni en þrisvar upp úr þeirri seinni. Þar af komst hin sænska Charlotte Perelli aðeins áfram upp á náð og miskunn dómnefnda árið 2008 því þá giltu þær reglur að ef símakosning og dómnefnd skiluðu ekki sömu niðurstöðum um hverjir færu áfram þá kæmist efsta lag á lista dómnefnda, sem ekki væri á lista almennings, áfram á kostnað 10. lags úr símakosningu.

Sem sagt, dregið saman í nokkrar tölulegar staðreyndir er þetta útkoman:
Lag nr. 2 hefur aldrei sigrað.
Lag nr. 2 hefur einu sinni lent í 2. sæti.
Lag nr. 2 hefur tvisvar lent í 3. sæti.
Lag nr. 2 hefur 11 sinnum lent á topp 5 (hvort sem um ræðir undan- eða úrslitakeppnir).
Lag nr. 2 hefur 17 sinnum lent í 6.-10. sæti (hvort sem um ræðir undan- eða úrslitakeppnir).
Lag nr. 2 komst aldrei áfram upp úr undankeppninni á árunum 2004-2007.
Lag nr. 2 komst í 62,5% tilvika áfram upp úr undankeppnunum á árunum 2008-2011.

Þessi tölfræði gleður augað nú ekkert sérstaklega. Eru þetta álög á flytjanda nr. 2 eða eru aðrar breytur sem hafa áhrif? Þótt tímabilið 2008-2011 sé stutt og gefi kannski ekki nógu marktækar niðurstöður þá ætla ég samt að einangra könnun mína við endurkomu dómnefndanna og skiptinguna niður í 2 undankeppnir, núverandi form.

Breyturnar sem ég skoða eru eftirfarandi:
Tegund lags, tegund flytjenda, kyn flytjenda og á hvaða tungumáli lagið er.

Af 12 lögum hafa 6 náð 10. sæti eða hærra. Ég miða velgengni við 10. sætið, það sem þarf til að komast upp úr undankeppninni. 50% laganna á þessu tímabili náðu því ásættanlegum árangri. Þessar tölur sýna svo sem ekki mikið, annað en að lag nr. 2 er kannski ekki algjörlega dauðadæmt með öllu bara fyrir óhappanúmerið.

Lítum þá á fyrstu breytuna, tegund lags. Við höfum tvær kraftballöður, eina grín ballöðu, fjögur nokkuð hefðbundin popplög, eitt diskólag (tímaskekkja?), eitt söngleikjaskotið lag, tvö popplög með einhvers konar þjóðlegu ívafi og eitt grínlag á þjóðlegum nótum. Kraftballöðurnar virtust báðar falla í kramið hjá áhorfendum en popplögin skiluðu sér 50% inn á topp 10. Grínið skilar sömu niðurstöðum, Rússar lentu í 7. sæti í fyrri undankeppninni árið 2010 en Tékkar núlluðu með grínið sitt í fyrri undankeppninni árið áður. Þjóðlegu áhrifin skiptast líka nokkuð jafnt, Dino Merlin komst í 6. sætið í fyrra en hin norsk-kenýska Stella Mwangi var langt frá því að komast áfram þrátt fyrir að hafa trónað á toppi flestra veðbanka fyrir keppnina. Þá áttu söngleikjaáhrifin í spænska laginu árið 2010 ekki heldur upp á pallborðið. Sem sagt, ekki er hægt að greina afgerandi mynstur út frá tegund lags að öðru leyti en að kraftballöðurnar eiga meiri möguleika en aðrar tegundir.

Aðeins eitt lag á tímabilinu var flutt af dúett, tvö lög voru flutt af hljómsveitum sem fengu utanaðkomandi söngvara til liðs við sig og aðeins eina hljómsveit er að finna í þessum flytjendahópi. 67% laganna voru því flutt af sólóista og sú tölfræði ein og sér segir okkur að útreikningar út frá þessari breytu eru ekki mjög marktækir. Ísraelski dúettinn árið 2009 komst ekki á topp 10, aðrir skipta þessum 6 sætum á velgengilistanum á milli sín.

Jöfn kynjaskipting er í 12 laga úrtakinu og það sama má segja um dreifinguna á velgengilistanum. Kyn flytjenda virðist því ekki hafa nein áhrif á frammistöðu í Júróvisjon.

Á listanum höfum við einungis eitt lag sem ekki var flutt á ensku, Algo Pequeñito var sungið að öllu leyti á spænsku en það skilaði Spánverjum aðeins 15. sæti. Ísraelar eiga tvö lög í úrtakinu, bæði að mestu leyti á hebresku með smá skvettum af ensku inn á milli. 2008 gekk þeim vel, 2009 gekk þeim ekki eins vel. Hebreskan virðist því ekki vera töfralausnin. Swahili í fyrra hlaut ekki heldur náð fyrir eyrum Evrópu en að öðru leyti gerir einsleitt tungumálaval keppenda þessa breytu ómarktæka.

Breyturnar virðast ekki hafa nein áhrif í þessum grófu útreikningum og afskaplega litla úrtaki. Leita verður annarra skýringa. Realistinn í mér segir að blása verði á allar bábiljur, tilviljun ein hafi ráðið því að í 56 ára sögu keppninnar hafi lag nr. 2 einfaldlega aldrei verið besta lagið og að það hafi kannski í flestum tilvikum verðskuldað örlög sín. Getur verið að þau lög sem komust ekki áfram úr undankeppnunum 2008-2011 hafi einfaldlega ekki verið nógu góð? Í úrtakinu var hvorki að finna Johnny Logan né fljúgandi höfrunga, eitthvað sem við vitum 100% að skilar árangri. En hver veit, kannski er Greta Salóme Johnny Logan 21. aldarinnar og kannski verður fljúgandi höfrungurinn dreginn fram á ný. Alexander Rybak sýndi líka fram á að fiðla getur gert ótrúlegustu hluti (þótt Egon Egemann hafi bara náð 11. sæti með hvítu fiðluna sína 1990). Nú, fyrir realistana má líka benda á að íslenska lagið í ár er klárlega eitt af 10 bestu lögunum í fyrri undankeppninni þannig að sæti í úrslitakeppninni ætti ekki að vera í hættu. Stóra spurningin er kannski frekar hvort við verðum í síðasta umslaginu 4. árið í röð. Tölfræðin segir að það séu 75% líkur á því.

En hvað sem gerist þá er undirrituð sannfærð um að árið 2012 sé ár Íslands í keppninni. Og sama hversu ómarktæk þessi litla athugun er þá sýnir hún samt sem áður að heimurinn er langt í frá hruninn þótt íslenska fánanum verði veifað snemma þetta árið. Það skemmtilega er nefnilega að í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva geta höfrungar flogið. Allt getur gerst. Bókstaflega allt.

FÁSES stendur fyrir tribute parody-myndbandi um rússnesku babúskurnar!

Frá Flosa J. Ófeigssyni, stjórnarmanni FÁSES og sérlegum AUJ-útsendara í Baku, Aserbaídsjan í vor:

Það var fríður hópur sem steig á stokk þegar svokallað parody-myndband var tekið upp í Sviss á dögunum fyrir rússneska lagið í ár, „Party for Everybody“. Í þeim hópi voru 3 meðlimir FÁSES, Dekel Ben Avi sem er leikstjóri myndbandsins, Bastien Venturi aðstoðarleikstjóri og ég (Flosi Jón Ófeigsson). Það var því tilvalið að taka viðtal við leikstjóra myndbandsins og spyrja hann nokkurra spurninga:

Nafn: Dekel Ben Avi
Aldur: 30 ára
Starf: Flugþjónn

 

 

 

Hversu lengi hefur  þú verið Eurovisionaðdáandi? Ég hef verið aðdáandi frá því ég var krakki, síðan ég horfði á fyrstu keppnina  1991.

Hvert er þitt uppáhalds Eurovisionlag allra tíma? We will be free/Lonely symphony (UK 1994).

Hvert er uppáhalds  íslenska Eurovisionlagið þitt? Einar Ágúst og Telma – Tell me (2000)

Hvað finnst þér um íslenska lagið í ár? Það tók smá tíma fyrir mig að venjast því, en mér finnst það falleg power-ballaða sem snertir mann.

Hvernig kom það til að búa til grínmyndbönd af Eurovisionlögum? Við gerðum fyrst myndband af hinu klassíska lagi frá Mónakó, Les Jardins de Monaco. Þetta vara bara eitthvað sem ég ætlaði að gera fyrir vin minn sem grín meðan ég var í ferðalagi með kærasta mínum í Mónakó.  Eftir það þá  ákváum við að hafa þetta árlegan viðburð fyrir hverja Eurovisionkeppni.

Hversu mörg myndbönd eru þið búin að gera? Við erum búin að gera fjögur myndbönd, Les Jardin de Monaco, Tyolki ella (Finnland 2010), Popular (Svíþjóð 2011) og svo núna Rússland sem er nýbúið að frumsýna.

Hvernig velur þú lag hverju sinni? Ég og Bastien veljum  lag sem okkur finnst vera mest í Eurovision; því meira glamúr og glimmer því betra!

Eru einhver skilaboð sem fylgja myndbandinu í ár? Það fylgja sko sannarlega skilaboð með myndbandinu í ár. Það sýnir að með smá vilja geta allir lifað í sátt og samlyndi. Það skiptir ekki máli hver þú ert, við getum öll samþykkt hvert annað og lifað í sátt og samlyndi.

Skipuleggur þú myndbandið allt sjálfur? Nei, með hjálp kærasta míns, Bastien Venturi og góðra vina hópi setjum við myndbandið saman. Ég og Bastien skrifum gróft handrit og svo set ég myndbandið saman. Leikaranir eru vinir okkar og við sjálfir.Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum? Ég vona að fólk taki myndbandinu  í anda Eurovision og gríninu sem fylgir oft Eurovision.  Ég vona að Eurovisionaðdáendur njóti myndbandsins og að sjálfsögðu okkar heittelskuðu rússnesku Babbúskur.

Fyrir þá sem hafa ekki séð myndbandið hvet ég alla til að kíkja á það hér fyrir neðan. Það má nefna að rússnesku ömmurnar sendu Dekel email um að þeim þætti myndbandið frábært og vonuðust til að geta skemmt okkur í Baku sem þær eiga svo sannarlega eftir að gera!

Uppáhalds á föstudegi: Ne Partez pas sans moi!

Hressleikinn er mikill á þessum föstudagsmorgni og við erum óðum að bæta í to-do-listann fyrir AUJ fram að Eurovision.

Eftir hrikalega skemmtilegt Eurovision pub quiz í gærkvöldi á Hressó þar sem Reynir Þór lét keppendur svitna yfir erfiðum spurningum 🙂 fékk Eyrún svissneska framlagið frá 1988 á heilann! Það varð því að vera Uppáhalds í dag!

Strax þarna var Celine Dion sko alveg með þetta. Látum liggja á milli hluta að hún hafi bara sigrað með einu stigi, flutningurinn er feiknarlega flottur, takið eftir signature-handahreyfingunum hennar sem hún hefur sannarlega þroskað síðan. Sigurinn í keppninni nýtti hún svo til að fleyta sér af stað í átt til heimsfrægðar – og lagið rataði á Best of -plötu hennar 1988.

The Big Five!

The Big five, eða stóru löndin fimm í júróvísjon eru þau fimm lönd sem alltaf taka þátt beint í úrslitunum ásamt gestaþjóðinni. Þessi lönd eru Frakkland, Bretland, Þýskaland, Spánn og Ítalía. Ástæðan fyrir því að þessi lönd keppa alltaf eru að þau eru fjársterkustu aðilarnir innan Evrópskra sjónvarpsbandalagsins, EBU. Í gegnum tíðina hafa ekki allir alltaf verið sáttir við að þessar fimm þjóðir fái alltaf að taka þátt í undankeppninni enda svo talið að lög þessara þjóða væru hreinlega ekki nægilega góð til að eiga þar pláss!

Meðal þessara þjóða, að Ítalía undanskilinn kannski, hefur lengi verið kvartað og kveinað yfir slæmu gengi í keppninni. Þess má þó geta að meðal þessara fimm þjóða er að finna með besta árangri í keppninni. Allar hafa þjóðirnar unnið oftar en einu sinni og í fjölda skipta hafa þær lent í öðru eða þriðja sæti. Hæst hafa óánægjuraddirnar heyrst meðal Breta en þeir hafa samtals unnið fimm sinnum í keppninni, 15 sinnum orðið í 2. sæti og þrisvar í því þriðja og í 41 skipti af þeim 55 sem Bretar hafa tekið þátt hafa þeir verið í top 10. Þrátt fyrir þetta þá hefur gengi Breta  verið afarslæmt síðust 11 árin en síðan árið 2000 hafa þeir einungis tvisvar komist inn á top 10. Fyrra skiptið var árið 2002  þegar Jessica Garlick söng lagið Come Back íklædd búningi undir Pocahontas áhrifum og lenti í 3. sæti. Seinna skiptið var árið 2009 þegar sjálfum Andrew Loyd Weber var plantað á sviðið þar sem Jade Ewen söng lag eftir meistarann sjálfan og hafnaði í 5. sæti.

Frakkar koma næstir á hæla Breta í árangri en minni óánægju raddir hafa heyrst þaðan um slæmt gengi síðust tíu ára, raunar er eins og Frökkum sé svolítið slétt sama um árangur í júróvísjon og senda því bara það sem hentar hverju sinni. Frakkar hafa ekki frekar en Bretar á góðu gengi að fagna síðustu tíu árin og hafa einungis þrisvar síðan árið 2000 komist inn á top 10. Það var árin 2001, 2002 og 2009. Alls hafa Frakkar unnið fimm sinnum eins og Bretar en bara fjórum sinnum lent í 2. sæti. Þeir hafa hins vegar vermt þriðja sætið oftast af öllum þjóðunum fimm eða sjö sinnum.

Það kann að koma á óvart að Þjóðverjar eiga þriðja besta árangurinn í júróvísjon af þjóðunum fimm. Þýskaland var lengi vel ekki þekkt júróvísjon þjóð og fáir biðu spenntir yfir framlagi þeirra. Af stóru þjóðunum fimm er styst síðan Þjóðverjar unnu en það gleyma væntanlega fáir eftirminnilegum sigri Lenu árið í Osló árið 2010. Samtals hafa Þjóðverjar unnið tvisvar, lent fjórum sinnum í 2. sæti (tvisvar sinnum með hljómsveitinni Wind!) og fimm sinnum í því þriðja. Alls hafa svo Þjóðverjar verið 31. sinni inni á top 10 af þeim 56 skiptum sem þeir hafa tekið þátt.

Það er erfitt að segja til um það hvort Spánn eða Ítalía eigi betri árangri að fagna í júróvísjon. Báðar þjóðir hafa unnið tvisvar sinnum, en Ítalir hafa tvisvar orðið í 2. sæti og fjórum sinnum í því þriðja meðan Spánverjar hafa fjórum sinnum orðið í 2. sæti en aðeins einu sinni í því þriðja. Auk þess hafa Ítalir komist 26 sinnum inn á top 10 af þeim 38 skiptum sem þeir hafa tekið þátt. Spánverjar hafa líka komist 26 sinnum inn á top 10 en hafa tekið þátt 52svar. Gengi Spánverja hefur verið vægast sagt hörmung frá árinu 2005 en frá 2000-2005 náðu þeir næstum alltaf inn á top 10. Eins og frægt er þá tóku Ítalir ekki þátt mestan hluta 10. áratugarins og frá 1997 þar til í fyrra héldu Ítalir sig fjarri. Þeir áttu hins vegar glæsilega endur komu í fyrra og lentu í 2. sæti.

Eftir allar þessar staðreyndir um gengi stóru þjóðanna fimm er vert að skoða hvað þau bjóða upp á í ár. Svo virðist vera sem allar þjóðirnar fimm leggi sig fram þetta árið og ætli að bjóða upp á eitthvað almennilegt sem er líklegt til árangurs. Lögin fimm eru ólík en eiga öll möguleika á að gera ágæta hluti í keppninni að mati okkar á hjá AUJ.

Bretar munu stíga fyrstir á svið á úrslitakvöldinu. Í ár tefla Bretar fram þaulreyndum og margverðlaunuðum söngvar sem þó líklegast er elsti keppandinn í júróvísjon þetta árið enda orðin 75 ára gamall. Hann kallar sig Engelbert Humperdinck en heitir í raun Arnold George Dorsey. Engelbert var gríðarlega vinsæll á 7. og 8. áratugnum og hefur í heildina selt yfir 150 milljónir platna. Þekkt lög með Engelbert eru t.d. Releas me og After the lovin. Í júróvísjon í ár syngur Engelbert huggulega og hjartnæma ballöðu sem kallast Love will set you free. Hvort vinsældir Engelbert koma Bretum (að minnsta kosti) í top 10 verður forvitnilegt að sjá!

Frakkar stíga níundu í röðinni á svið í úrslitunum. Lag þeirra er af allt öðrum toga en Breta. Í ár reyna þeir við hressilegt júrópopp sem sungið er af einum frægasta tónlistarmanni Frakka, Anggun. Hún er þekkt víða um veröld og hefur selt yfir 2 milljónir platna á ferli sínum. Ef áfram heldur sem gengur gæti hún jafnvel náð Engelbertí plötusölu þegar hún nær 75 ára aldri!

Tíundi í röðinni á svið í úrslitunum eru Ítalir. Þeir voru fljótir að ákveða sig hver myndi syngja fyrir þeirra hönd í keppninni í ár en voru heldur lengur að ákveða hvaða lag söngkonan Nina Zilli ætti að syngja. Að lokum var ljóst að hún myndi flytja lagið L’Amore É Femmina sem sungið er á ensku og ítölsku til skiptist. Lagið er nokkuð hressilegt nýtískulegt popplag þó misgrípandi.

Spánverjar stíga nítjándu í röðinni á svið og eiga líklega því miður sísta lagið af stóru þjóðunum fimm í keppninni í ár. Þeir bjóða upp á mjög hugljúfa ballöðu sem hefur langa og fallega tóna ef vel tekst til í flutningi. Pastora sem flytjur lagið er mjög vel þekkt í heimalandi sínu og hefur líkt og flytjendur Breta og Frakka selt heila gommu af plötum og unnið til verðlauna.

Þjóðverjar reka lestina af stóru þjóðunum fimm á sviðinu og koma fram tuttugastir í röðinni. Ólíkt mörgum hinna stóru þjóðanna fimm senda Þjóðverjar nýja stjörnu í keppnina. Það er ungur og huggulegur drengur að nafni Roman Lob sem sigraði keppnina Unser Star für Baku á sjónvarpstöðinni NDR. Roman flytur lag huggulegt popplag í rólegri kantinum sem samið er af engum öðrum en Bretanum Jamie Cullum.