Myndbandið við íslenska lagið: Never forget!

Eins og ALLIR lesendur Alls um Júróvisjón vita var gríðarflott myndband við íslenska Eurovision-lagið í ár frumsýnt með pompi og prakt mánudaginn 19. mars sl. í Vodafone í Skútuvogi. FÁSES, félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var að sjálfsögðu á staðnum sem og aðstandendur og fylgifiskar íslenska framlagsins.

Í þessu frábæra myndbandi er sögð saga af mennskum dreng sem kemst í tæri við huldustúlku og sér alltaf eftir að hafa ekki farið með henni, þar til að einn daginn sér hann hana aftur. Íslenska landslagið er skemmtilegur aukaleikari í myndbandinu án þess að verða of mikið „Ísland-er-besta-land-í-heimi“-landkynning 🙂 Útsetning lagsins hefur líka verið poppuð aðeins upp, t.d. er strengjakaflinn mjög þéttur og flottur. Ekki sakar svo að hafa eina dramatíska þögn í myndbandinu!

Hérna er það svo – vonum að það hjálpi til að skila okkur fjöldanum öllum af 12 stigunum! 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s