Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012: Spá HTF

Stóra stundin er alveg að renna upp! Annað kvöld munu úrslitin loksins ráðast í Söngvakeppni Sjónvarpsins! Við hérna á Öllu um Júróvísjon erum sannarlega spenntar og teljum keppnina vera nokkuð harða í ár og að líklega verði mjótt á mununum í efstu stætunum. En það er komið að spám okkar stallsystra og sem áður setjum við fram spár í sitthvoru lagi. Árið 2010 reyndumst við nokkuð sannspáar, spáðum báðar Heru fyrsta sætinu og raunar var Eyrún með öll þrjú efstu sætin rétt. Í fyrra vorum við ekki alveg eins sannspáar, Hildur spáði Vinum Sjonna sigri og á eftir þeim Jógvan og loks Jóhanna Guðrún í 3. sæti. Eyrún spáði sömu lögum í efstu þrjú sætin, bara í annarri röð eða Jógvan í 1. sæti, Jóhönnu Guðrúnu í 2. sæti og loks vinum Sjonna í 3.sæti. Báðar töldum við Magna koma fast á hæla þessara laga.

Eins og þið efalaust öll munið voru einungis fyrstu tvö sætin gefin upp í fyrra. Hildur reyndist hafa rétt fyrir sér með sigurlagið en báðar flöskuðum við á því að meta árangur Magna rétt sem eftirminnilega lenti í öðru sæti.  Í ár ætlum við eins og áður að spá í fyrstu þrjú sætin og ríður Hildur á  vaðið:

,,Eins og áður segir virðist keppnin vera nokkuð hörð í ár, reyndir flytjendur stíga á svið og mörg lög sem eru sterk og grípandi. Eftir nokkra umhugsun og mikla hlustun á lögin bæði í stúdíó-útgáfu og live-flutningi spái ég eftirfarandi:

3. sæti – Hjartað brennur í flutningi Regínu Óskar

2. sæti – Mundu eftir mér  í flutningi Gretu og Jónsa

1. sæti – Hugarró í flutningi Magna

Spána byggi ég einkum á styrkleika laganna og flytjendum þeirra. Magni hefur sýnt það og sannað að hann á gríðar stórt bakland í þessari keppni og með sterkt lag sem er vinsælt meðal margra tel ég hann ná að sigra. Mundu eftir mér, annað lag Gretu, er mikið uppáhald hjá mörgum, er gríðarlega grípandi og flutningur þeirra Gretu og Jónsa góður. Jónsi á sjálfur marga aðdáendur og gæti auðveldlega dregið inn stig bara fyrir að vera hann sjálfur. Regína Ósk er svo ein af okkar allra skærustu júróvísjonstjörnum og er mætt með ferlega grípandi lag. Ég tel þó að hún muni ekki nái ekki að sigra Gretu og Jónsa eða Magna. 

Ég tel þó að það verði mjög mjótt á mununum annað kvöld og í raun gæti röðin riðlast og hvað af þessum þremur lögum sigrað. Tvö lög til viðbótar gætu auðveldlega blandað sér í baráttuna um að komast inn á top 3 þó ég telji ólíklegt að þau sigri. Það eru lögin Stattu upp í flutningi Blás Ópals og lagið Hey í flutningi Simba og Hrútspunganna. Stattu upp hefur heppnina þetta kvöldið að vera eina up beat-lagið í keppninni og flutt af strákum sem eru vinsælir hjá yngri kynslóðinni. Það verður svo að reikna með þeirri staðreynd að Hey komst áfram í úrslitin og gæti átt gott bakland, höfðað til þeirra sem fíla grín og öðruvísi lög í keppninni og svo er viðlagið bara svo ótrúlega grípandi, ég vaknaði með það á heilanum fjóra morgna í röð um daginn!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s