Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012: Spá EEV

Eins og við nefndum hérna í færslunni á undan er glæsileg keppni framundan og viðvarandi handskjálfti og taugatitringur óneitanlega farinn að hafa áhrif á vinnuframleiðni okkar og einbeitingu 😉

Úrslitin verða án efa glæsileg og mikil tónlistarveisla framundan fyrir áhorfendur, ekki síst þá sem heima sitja. Allir eru auðvitað að velta því fyrir sér hver hampi hnossinu í lokin og standi uppi sem sigurvegari. Við spáum áfram í spilin og það er komið að spá Eyrúnar:

Ég á í mestu vandræðum með spána þetta árið því að mínu mati eru flest lögin líkleg til að hitta í mark hjá einhverjum hópi áhorfenda. Ég minnist þess ekki að svo sterk lög hafi verið í úrslitunum í Söngvakeppninni EVER. Ég hef velt þessu fyrir mér fram og til baka, skipt um skoðun hundrað sinnum og lendingin held ég svei mér þá að verði svona:

3. sæti – Hugarró í flutningi Magna

2. sæti – Stattu upp í flutningi Blás Ópals

1. sæti – Mundu eftir mér í flutningi Gretu Salóme og Jónsa

Ég er hjartanlega sammála því sem Hildur segir í sinni spá um styrk flytjenda og gæði laganna (og var meira að segja búin að ákveða að svoleiðis yrði mín spá en breytti því svo aftur!)

  Á hinn bóginn held ég að, eins og svo oft áður í Söngvakeppninni, hafi persónufylgið mjög mikið að segja. Greta og Jónsi eru á svo miklu flugi, bæði vegna þess að Greta er ungur lagahöfundur og söngkona með tvö lög í úrslitum og Jónsi með sitt Júróvisjón-bakland og sjarma, og lagið hennar hefur svo margt til brunns að bera og er marglaga (íslenskt, þjóðlegt, alþjóðlegt, sögulegt, dramatískt, popp) að ég held að það verði vinningsblandan. Að maður tali nú ekki um ef kosið verður á milli tveggja efstu…

Ég held sko langmest upp á lagið hans Magna af öllum í keppninni en í dag held ég að Blár Ópal sé líklegri til að velgja Gretu og Jónsa undir uggum. Lagið er svo fjörugt og er næstsíðast á svið á meðan Magni er annar á svið (er ekki annað framlag á svið alveg fatalt í þessum Júró-fræðum?!?).  Flutningurinn er vissulega brokkgengari hjá strákunum en hjá Magna sem kemur til með að búa að reynslu sinni. Oft er það nú líka þannig að uppáhalds lagið manns er ekki í uppáhaldi hjá þjóðinni. Og í þessu tilviki held ég að atkvæði þjóðarinnar verði í höndum yngstu kynslóðarinnar sem eru yfirleitt þau sem kjósa yfir sjónvarpinu. Það er jafnvel hætt við því að Blár Ópal skríði fram úr Gretu og Jónsa. Ég held að þau hafi það, og að öllum líkindum mjög naumlega!“

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s