Gestaálit: Henný og Siggi fjölmiðlamenn og júróvisjonnördar!

Við kynnum hér með nýjan lið hérna hjá okkur: Gestaálit!

Hér fáum við til liðs við okkur þau Henný Árnadóttur og Sigurð Þorra Gunnarsson (Sigga Gunn) fjölmiðlafólk og júróvisjónspekúlanta til að spá í spilin fyrir úrslitin og meta hvert lag fyrir sig. Henný er blaðamaður fyrir erlenda Eurovision-fréttavefinn ESC Daily og Sigga bregður fyrir á skjánum hjá sjónvarpsstöðinni N4 auk þess sem hann er dagskrárgerðarmaður á FlassFM:

ALDREI SLEPPIR MÉR
„Greta hefur tekið þá ákvörðun að syngja ekki þetta lag sjálf með Heiðu og Guðrúnu Árnýju á úrslitakvöldinu heldur láta þær tvær um flutninginn á laginu.  Ég tel þessa ákvörðun hennar hárrétta því hún getur ekki verið í tveimur atriðum, atkvæðin myndu skiptast á milli laganna og rýra hennar möguleika á sigri. Ég er mjög hrifin af Grétu sem lagahöfundi, söngkonu og fiðluleikara, hún er mjög hæfileikarík. Lagið er vel byggt og innihaldsmikið. Mér fannst hins vegar ekki passa að þær rödduðu ekki viðlagið í undankeppninni og ég vona að þær breyti því fyrir úrslitin. Erlendir áhugamenn um keppnina eru hrifnir af þessu lagi og ég tel að það gæti vel fengið þó nokkur atkvæði í keppninni í Baku.“

„Það er eitthvað í þessu lagi! Gréta kann svo sannarlega að semja flott lög og ég held að þetta gæti verið „the dark horse“ í keppninni á laugardag. Þetta lag gæti auðveldlega unnið, það verður a.m.k. í toppbaráttunni. Þrjár gullfallegar hæfileikaríkar konur að syngja kraftmikið lag = formúla sem er líklegt til árangurs. Þetta lag gæti sömuleiðis sæmt sér vel út í stóru keppninni. Grípandi og heillandi, stelpurnar sviðsvanar og það eru miklir möguleikar að gera flotta sviðsframkomu úr þessu.“

HUGARRÓ
„Sveinn Rúnar vandaði vel til verka þegar hann samdi þetta lag.  Hann er mikill reynslubolti í keppninni og þetta lag er honum mjög hugleikið. Þórunn Erna Clausen kann að semja texta.  Hún nær að koma skilaboðum höfundar vel frá sér. Lagið hentar Magna vel, en hann var sá eini sem kom til greina til að syngja þetta lag. Ég tel þetta lag mjög sigurstranglegt.  Rokkballaða sem hefur allt sem þarf, laglínan er grípandi og áhrifamikil, byrjar rólega, rís svo upp og endar á sömu rólegu nótunum og það byrjaði. Sumir segja að það sé komið að Magna að fara út en ég tel að lagið, textinn og Magni sé blandan sem er að skila atkvæðunum. Höfundur lagsins býr í Ungverjalandi, hefur samið fyrir flytjendur í Rússlandi og Rúmeníu en þessi lönd þrjú eru með okkur í fyrri undankeppninni, gæti skilað okkur atkvæði… hver veit.  Ég tel að þetta lag gæti gert góða hluti fyrir okkur í Eurovision í Baku og skilað okkur upp úr undankeppninni, erlendir aðdáendur hrífast bæði af laginu og Magna.“

„Þetta lag finnst mér eitt af þeim sterkustu í keppninni í ár. Magni er mjög öruggur í sínum flutningi og svo er lagið bara vel samið. „Hookurinn“ er alveg baneitraður og grípu rmann alveg um leið. Þessu lagi á eftir að ganga vel á laugardaginn og tel ég það eitt af þeim sigurstranglegustu. Það verður pottþétt í topp 3. Ég held líka að þetta lag gæti plummað sig mjög vel úti í stóru keppninni. Magni veit alveg hvernig á að haga sér á sviði og gæti orðið góður fulltrúi okkar út í hinum stóra heimi. Hinsvegar þyrftum við að breyta „kóríógrafíunni“ aaaaðeins, mér finnst 4 gaurar á gítar fyrir aftan í leðurbuxum eitthvað svo kjánalegt og lagið þarfnast þess engan veginn.“

STUND MEÐ ÞÉR
„Sveinn Rúnar hefur átt mjög ólík lög í keppninni í ár og fór þetta lag inn í úrslit á dómnefndaratkvæðum. Lagið hentar Rósu mjög vel, nútímalegt popplag sem er gaman að fá í Söngvakeppnina. Rósa er að syngja í fyrsta skipti í Söngvakeppni Sjónvarpsins og fögnum við að sjálfsögðu alltaf nýjum röddum og andlitum í keppninni. Ég held engu að síður að það séu önnur lög sem eru sterkari í keppninni í ár heldur en þetta lag en það verður gaman að sjá Rósu aftur á sviðinu og heyra þetta lag flutt. Ég tel að það séu önnur lög í keppninni sem myndu skila okkur fleiri atkvæðum í Baku en Eurovision keppnin hefur margoft komið okkur á óvart svo maður veit aldrei 🙂

„Þetta er rosalega krúttlegt lag. Flott útvarpslag sem á örugglega eftir að vera spilað á Bylgjunni næstu mánuði. Þetta lag komst ekki áfram nema sem wildcard og árangurinn verður eftir því á laugardagskvöld. Samt gaman að fá það áfram því það er hörkuflott og kryddar keppnina á laugardagskvöld. En ef það færi út? Hmm… ég bara veit ekki ég held að þetta sé ekki Eurovision-lag sem kveikir elda á þremur mínútum, lagið er samt mjög gott!“

HEY
Lagið hefur þjóðlegt yfirbragð, og getur alveg orðið vinsælt hér heima, textinn er nokkuð góður og fjallar um það sem við erum að eiga við í dag, við höfum gaman af þjóðlegri tónlist og ég hugsa að þetta lag gæti safnað góðum atkvæðum hjá eldri kynslóðinni, en ég sé þetta lag einhvern veginn ekki fyrir mér koma okkur áfram í Baku. Það er þó búið að vera virkilega gaman að sjá fjölbreytta flóru í tónlist í keppninni í ár.“

Æji, já, þið segið það… Mér finnst þetta lag ekki vera málið, sorry. Voða sætt, alltílæ, en ekkert meira en það. Lagið komst áfram en ég tel afskaplega litlar líkur á að það geri einhverjar rósir á úrslitakvöldinu… Og það myndi aldrei virka úti!“

HJARTAÐ BRENNUR

Hér eru á ferð sömu lagahöfundar og sömdu lagið sem Jóhanna Guðrún flutti í fyrra. Þetta sinnið hafa þessir höfundar valið reynslubolta úr Eurovisionheiminum, hana Regínu Ósk. Regína veit hvað hún er að gera, syngur óaðfinnanlega og býður upp á líflega og skemmtilega sviðsframkomu.  Hún hefur með sér hressustu bakraddir keppninnar og ekki er það oft sem við sjáum bakraddir með svona mörg spor 🙂
Flutningur lagsins var góður í undankeppninni.  Ég hef einhvern veginn trú á því að þetta lag sé betra á ensku en íslensku, fínasta popplag og verður í topp 4 sætunum. Erlendir aðdáendur keppninnar þekkja vel til Regínu Óskar og það er spurning hvort það sé eitthvað sem myndi hjálpa okkur í Baku.“

Þetta er mjög vel samið popplag, enda Svíar sem semja og ef einhverjir kunna að gera flott popp þá eru það þeir. Mér finnst reyndar rythminn í því ekki henta fyrir íslenskan texta sem gæti skemmt fyrir laginu á laugardaginn. Ég myndi ekki henda stólum og borðum til og frá ef þetta lag færi út en ég held að það verði bara í miðjumoði á laugardag. Regína er alltaf flott og á eftir að skila sínu vel á laugardag, hver veit, kannski skilar það laginu einhverju á laugardag. Ef lagið færi út held ég að því gæti bara vegnað vel, að minnsta kosti hjá frændum okkar í Skandinavíu og auðvitað myndu PR-mennirnir básúna það að Svíar sömdu lagið til að ná í pottþétt 12 stig þaðan!

STATTU UPP
Ég hugsa um sólarströnd þegar ég heyri þetta lag.  Nýbreytni frá Ingó Veðurguð og Axeli Árna. Lagið er skemmtilegt og jákvætt, hægt að dilla sér og unga kynslóðin er að fíla þetta lag, strákarnir eru virkilega skemmtilegir og koma með ferskt blóð inn í keppnina. Lagið er það mikið uptempó að ég vil sjá þá nýta meira sviðið með. Þetta lag sé ég ekki fyrir mér á ensku, veit ekki alveg af hverju. Blár Ópal getur vel verið í baráttunni um sigurinn líka með Magna og Gretu/Jónsa.
Evrópubúar eru sumir mjög hrifnir af laginu.  Mér finnst það hresst og skemmtilegt og ég tel að það muni skipta máli hvar lagið verður í röðinni og hvernig sviðsframkoman verður hjá strákunum.“
Þetta lag er hresst og skemmtilegt og strákarnir sem flytja þetta koma með ferska vinda inn í keppnina. Ég held að þetta lag sé nokkuð sigurstranglegt, aðallega vegna þess að ungu áhorfendurnir eiga eftir að styðja það af lífs- og sálarkröftum. Ég hins vegar veit ekki alveg með þetta lag. Mér finnst strákarnir sem flytja þetta flottir og frambærilegir og lagið skemmtilegt, en ég held að það sé meira „íslenskur sumarsmellur“ en sigurstranglegt Eurovisionframlag. Strákarnir eru tiltölulega nýir í bransanum og ekki það sviðsvanir að stóra sviðið úti gæti verið ansi stórt stökk. Svo veit ég ekki hvort að Evrópa nái laginu. Hins vegar gæti ég bara verið að bulla út um afturendan á mér og laginu gæti gengið mjög vel úti. Það er svolítið erfitt að ráða í þetta. Þetta verður allavegana vinsælt í útvarpinu í vor og sumar, ég alveg pottþétt eftir að spila þetta á Flassinu næstu mánuði.“
MUNDU EFTIR MÉR
Það eru tvö lög í þessari keppni sem eru líkleg til sigurs og þetta er annað þeirra. Jónsi stígur á svið á ný eftir nokkurt hlé ásamt Gretu Salóme og flutningur þeirra er mjög sannfærandi og kraftmikill.  Bakraddirnar eru þéttar og Guðrún Árný vinnur vel með Gretu í hærri tónunum. Lagið er mjög þjóðlegt en þó með austurlenskum keim, ég er mjög hrifin af öllum strengjunum í lögunum hennar Gretu og finnst koma mikil fylling í lagið.
Atriðið á sviðinu í undankeppninni var mjög flott og kjóllinn hennar Gretu einn sá flottasti sem ég hef séð en hún verður í honum einnig á úrslitakvöldinu. Þetta lag gæti gert fyrir okkur góða hluti í Baku og skilað okkur upp úr undankeppninni en erlendir aðdáendur keppninnar eru mjög hrifnir af laginu.“
Þetta lag finnst mér mjög skemmtilegt. Bullandi þjóðleg áhrif eru heillandi og það væri spennandi að senda lag út með þjóðleg áhrif. Svoleiðis lögum hefur oft vegnað vel úti. Lagið er mjög vel samið af Grétu og hún flytur það vel ásamt honum Jónsa. Sambandið þeirra á sviðinu er mjög gott og ég held að laginu eigi eftir að vegna vel á laugardaginn. Mér finnst svo möguleikinn að senda þetta út mjög spennandi, við höfum aldrei sent lag með þjóðlegum áhrifum út en sagan segir okkur að þjóðleg áhrif geta verið góð!“

5 athugasemdir við “Gestaálit: Henný og Siggi fjölmiðlamenn og júróvisjonnördar!

 1. throllinn skrifar:

  Flott yfirferð. Persónulega sé ég bara tvö lög sem berjast um að komast út, annars vegar er það Magni með sína Hugarró og hins vegar Gréta Salóme og Jónsi. Mitt persónulega uppáhald er Magni en einhverra hluta vegna tel ég að Mundu eftir mér eigi töluvert betri möguleika í keppninni úti (ef við förum þá út 🙂 ). Sagan segir bara að svona kraftmiklar rokkballöður eru ekki að ná í gegn í Eurovision, samanber Slóveníu 2005 og Eirík Hauksson 2007. Þó ég hafi fílað bæði þessi lög mjög vel þá komu þau ekki vel út úr símaatkvæðagreiðslu og komust ekki upp úr undankeppninni. Ég á svo ekki von á að dómnefndir séu heldur að bæta það eitthvað en þar gæti lagið hennar Grétu Salóme aftur á móti komið miklu sterkara inn, það er bara einhvern veginn svona klassískt dómnefndarlag.

  Þannig að ég er alveg á báðum áttum hvað ég á að kjósa á laugardaginn, á ég að velja það lag sem mér þykir best eða það sem ég tel að geti náð bestum árangri úti.

 2. Magga skrifar:

  Fínasta yfirferð =) Persónulega finnst mér að við eiga mesta möguleika á góðum árangri, jafnvel Top 5-sæti, ef við sendum „Mundu eftir mér“. Íslenskt og þjóðlegt lag sem getur borgað sig, tala nú ekki um ef við syngjum á íslensku í lokakeppninni.
  Með Magna þá mun það lag gera engar rósir í Baku,skyldi það fara þangað. Uppstillingin á atriðinu minnir mikið á Eika Hauks 2007 og ekki fór það vel =( Einnig finnst mér Sveinn Rúnar fengið sinn séns sem fulltrúi (lagahöfundur) fyrir okkur en lögin hans ekki skilað miklum árangri.

  Margir gætu verið ósammála en ég held að „Aldrei sleppir mér“ gæti einnig stolið sigrinum.
  Þetta verður alla vega mjög spennandi kvöld og vonandi verður Greta Salome fulltrúi okkar, með öðru hvoru laginu, þó frekar „Mundu eftir mér“.

 3. Anna Garðarsdóttir skrifar:

  Lagið hans Magna er jú rokkballaða en Finnar hafa nú unnið með rokklagi, þó að það hafi svo sannarlega ekki verið ballaða ;o) Hins vegar er svo erfitt að meta hvort ástæðan fyrir þessari litlu velgengni hafi endilega eitthvað með það að gera að um rokk sé að ræða. Ég veit ekki endilega hvort þau hafi eitthvað hlutfallslega minni möguleika á að ná langt en popplög til dæmis, erfitt að meta það þar sem popplögin eru mun algengari í keppninni og það er heldur ekkert öruggt að þú náir lengra með popplagi, það getur alveg eins floppað (afsakið slæma íslensku) ;o)

  Ég ætla hins vegar að kjósa Magna, af því að mér finnst lagið frábært en einnig af því að hann er frábær flytjandi og ég treysti honum fullkomlega til að flytja þetta óaðfinnanlega á sviðinu úti. Í raun treysti ég Grétu og Jónsa einnig til að gera þetta vel og það lag er einnig mjög gott en þó ekki í eins miklu uppáhaldi hjá mér. Ég yrði alls ekkert ósátt ef það ynni, en alveg gífurlega ánægð ef það verður Magni. Fyrir utan það þá er þetta í fjórða skiptið sem hann tekur þátt og líkurnar á því að hann taki þátt aftur og þá með jafn gott lag ekki miklar held ég.

  Hins vegar vona ég að Blár Ópal komist ekki áfram á fjöldaatkvæðum ungu kynslóðarinnar, því að þótt að lagið sé alls ekki slæmt í stúdíóútgáfu þá voru þeir alls ekki nógu góðir live og þeir sem eru að heyra lagið í fyrsta skipti á sviði í keppninni sjálfri, hafa ekki heyrt stúdíóútgáfuna og meta lagið því út frá live-version. Hef samt svolitlar áhyggjur af því að það lag komi til með að vinna þetta út af því að yngri kynslóðin er mun iðnari við að senda inn sitt atkvæði en sú eldri ;o)

 4. Þröstur skrifar:

  Anna, ég er alveg sammála þér varðandi Bláan Ópal en þar er ég gríðarlega ánægður með að við erum með dómnefnd sem gildir 50% á móti símaatkvæðunum því ef hún er eins faglega skipuð og hún á að vera kemur sú dómnefnd til með að tryggja það að það lag á ekki séns. Eins og ég sagði hér að ofan þá held ég að spurningin sé alltaf á milli Magna og Grétu Salóme og Jónsa með Regínu sem svona darkhorse.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s