Möguleikar í úrslitum: Stund með þér

Komið er að því að fara yfir mögleika síðasta lagsins sem keppir á úrslitakvöldinu á laugardaginn. Lagið heitir Stund með þér og er fluttningi Rósu Birgittu Ísfeld. Lagið keppti á öðru undanúrslitakvöldinu og komst ekki áfram. Hins vegar valdi sérstök dómnefnd lagið úr þeim lögum sem ekki voru komin áfram, til að keppa á úrslitakvöldinu.

 

Kostir:

  • Gríðarlega góður og öruggur flutningur.
  • Öðruvísi en öll önnur lögin í keppninni – höfðar til breiðari hóps áhorfenda.
  • Alls ekki júróvisjónlegt lag sem getur verið mjög gott – ferskur andblær og allt það…


Gallar:

  • Dansararnir e.t.v. ekki allra – snilld eða skelfing!
  • Laginu svipar örlítið til þýska framlagsins í fyrra (Taken by a Stranger – Lena) og fyrir þá sem fíluðu það ekki gæti samlíkingin ekki verið til góðs.
  • Lágstemmdara en önnur lög í keppninni sem gæti orðið til þess að það gleymist.


Möguleikar alls í Söngvakeppninni: 
 Möguleikarnir teljast ekki verulega miklir þar sem búast má við því að áhorfendur kjósi frekar júróvisjonlegri lög. Gæti þó orðið vinsælt á útvarpsstöðvum landsins í kjölfar keppninnar.

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Lag í þessum dúr eru algjörlega óráðin stærð í Júróvísjon. Lagið gæti hitt beint í mark og náð ágætum árangri en líkurnar eru þó meiri á því að lagið kæmist ekki áfram úr undanriðlinum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s