Möguleikar í úrslitum: Stattu upp

Sjötta lagið sem við fjöllum nú var það fyrsta sem komst áfram í úrslitin. Lagið heitir Stattu upp og er í flutningi strákanna í Bláum ópal.

 

Kostir:

  • Hress og grípandi laglína.
  • Að hluta til þekktir flytjendur hjá ákveðnum aldurshópi.
  • Glaðlegt lag sem allir fá á heilann – og dilla rassinum við heima í stofu.

Gallar:

  • Ekki hægt að treysta á fölskvalausan flutning.
  • Örlítið of menntaskólalegt – og flytjendur einmitt aðeins þekktir hjá ákveðnum aldurshópi.
  • Lagið e.t.v. of mikið undir áhrifum frá Wakawaka (Shakiru) og Habahaba (Stella Mwangi 2011) til að vera nýtt og frumlegt.

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Þetta er klárlega eina lag sinnar tegundar í úrslitunum 2012 og eiginlega ómögulegt að sjá fyrir hvort það slái algjörlega í gegn eða ekki, en það er þó líklegra að þetta verði mjög vinsælt, ekki síst í heimapartíunum!

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Möguleikarnir  verða að teljast ágætir enda hresst grípandi lag hér á ferð. Það veltur þó talsvert á flutningnum. Það gæti sett strik í reikninginn að þetta er mjög íslenskt atriði. Þýsku gönguljósamerkin í bakgrunni gætu aukið á vinsældir lagsins – að minnsta kosti í Þýskalandi 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s