Möguleikar í úrslitum: Mundu eftir mér

Seinna lag Gretu Salóme í keppninni er lagið Mundu eftir mér sem hún flytur ásamt Jóni Jósepi Snæbjörnssyni. Þau komust áfram af fyrsta undanúrslitakvöldinu.

Kostir:

  • Grípandi og mjög íslenskt lag.
  • Raddir hljóma vel saman með góðum stuðningi þaulreyndra bakradda.
  • Hefur þetta „grípur-við-fyrstu-hlustun“ element sem er eiginlega nauðsynlegt í þessari keppni.

Gallar:

  • Lagið er sterkara í stúdíó-útgáfu en live á sviði.
  • Laglína aðeins of djúp fyrir Grétu í live-flutningi.
  • Lítið kemestrí á milli Grétu og Jónsa á sviðinu.

Möguleikar alls í Söngvakeppninni:  Svo framarlega sem flutningurinn verði góður á sviðinu þá gæti lagið átt ágæta möguleika á að komast í efstu sæti keppninnar. Íslenskir aðdáendur virðast líka halda dálítið með þessu lagi sem ætti að geta skilað sér í símakosningunni.

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Möguleikarnir hljóta að vera nokkuð góðir. Lagið er sterkt til að byrja með sem hefur mikið að segja a.m.k. í aðalkeppninni á laugardeginum. Þar sem Jónsi hefur áður tekið þátt í Júróviśjon og á því sess meðal aðdáenda keppninnar gæti það orðið til þess að lagið yrði kosið upp úr undankeppninni. Hins vegar gæti verið að hinn íslenski bragur sem er á laginu og sú þekkta íslenska saga sem þarna liggur að baki nái alls ekki til júróvísjonheimsins og þá missir lagið marks. En maður veit svo sem ekki, það gæti unnið með okkur!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s