Möguleikar í úrslitum: Hjartað brennur

Þriðja lagið sem við rennum yfir möguleika þess í úrslitum er lagið Hjartað brennur í flutningi Regínu Óskar. Líkt og lagið Hey komst Hjartað brennur líka áfram á öðru undanúrslitakvöldinu.

Kostir:

  • Líklega pottþéttasti flytjandinn í úrslitunum og mikil júróvísjon-stjarna.
  • Sex stelpur en samt jakkaföt á sviðinu!
  • Ótrúlega sjóaðir lagahöfundar sem ættu að vera með puttann á púlsinum.

Gallar:

  • Kannski einum of júróvísjonlegt til að sækja stig til áhorfenda.
  • Mikil og flókin kóreógrafía getur hugsanlega kallað á mistök eða flopp.
  • Útsetningin gæti verið of „fullkomin“ og þannig óspennandi og ekki eftirminnileg.

Möguleikar alls í Söngvakeppninni:  Möguleikarnir verða að teljast dágóðir enda grípandi lag, traustur flytjandi og hressileg sviðsframkoma. Regína er líka svo ofsalega þekkt og hefur mikið bakland að hún gæti vel rakað inn stigum.

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Þar sem Regína er sérlega vinsæll og þekktur  flytjandi í Júróvísjon og er hér með hresst og örlítið nútímalegt popplag  verða möguleikarnir að teljast ágætir, að minnsta kosti að komast upp úr undankeppninni.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Möguleikar í úrslitum: Hjartað brennur

  1. Hulda skrifar:

    Manni líður alltaf vel þegar Regína stígur á svið, hún er svo pottþéttur flytjandi – áfram Hjartað brennur!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s