Möguleikar í úrslitum: Hey

Næsta lag í röðinni er lagið Hey í flutningi Simba og Hrútspungana. Þeir komust áfram í úrslitakeppnina á öðru undanúrslitakvöldinu.

Kostir:

  • Alíslenskt og alls ekki júróvísjonlegt en samt sem áður mjög grípandi.
  • Föngulegur karlpeningur á sviðinu sem syngur um súrmat.
  • Hressandi texti sem stappar í fólk stálinu.

Gallar:

  • Ekki nægilega öruggur flutningur.
  • Einhverjum gæti fundist þetta eiga lítið erindi.
  • Húmorinn missir marks á risastóra sviðinu í Hörpu – þeir þyrftu e.t.v. að vera með heilan hóp af trékindum!

Möguleikar alls í Söngvakeppninni:  Þar sem lagið komst áfram verða möguleikarnir að teljast talsverðir að vera ofarlega þótt sigurlíkur séu litlar. Hér er um að ræða sérlega íslenskan húmor sem nær ekki hvað síst til eldri áhorfenda keppninnar, en þar sem unga fólkið á heimilunum fær oftar en ekki að kjósa gæti það haft öfug áhrif.

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Hér verða möguleikarnir að teljast afar litlir enda íslenskur húmor á ferð sem ólíklegt er að nái til eyrna og kosningafingra Evrópubúa!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s