Möguleikar í úrslitum: Aldrei sleppir mér

Nú er vikan fyrir úrslit Söngvakeppninnar hafin en eins og þið vitið eru úrslitin á laugardagskvöldið í Hörpu! Það er ekki laust við að við séum farnar að fá spennufiðring í magann og þess vegna lögðumst við aðeins yfir lögin sjö og skoðuðum þau ofan í kjölinn. Við spáum í möguleikann á sigri, kosti og galla hvers lags fyrir sig og einnig hvernig við sæjum lagið standa sig í aðalkeppninni í maí.

Þar sem ekki er búið að gefa út röð laganna á svið enn sem komið er, tökum við þetta bara í stafrófsröð og byrjum á lagi Gretu Salóme: Aldrei sleppir mér.

Kostir:

  • Gullfallegar og pottþéttar söngkonur.
  • Hljómfagur millikafli með mikilli röddun ýtir undir áhrifin í kraftmikilli ballöðu.
  • Aðgengileg melódía sem höfðar til flestra áhorfenda.

Gallar:

  • Helst til of væmið fyrir hinn almenna áhorfanda.
  • Þar sem Greta ætlar ekki að syngja með getur vantað dálítinn botn í lagið sem verður með þremur röddum. Að bæta bakröddum við gæti leyst málið.
  • Búningarnir of „tímabils“-legir (grískar gyðjur).

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Samanburðurinn við hitt lagið hennar Gretu Salóme í úrslitunum mun sennilega hafa nokkuð neikvæð áhrif á þetta annars ágæta lag og því ólíklegt að þetta komi til með að standa upp úr.

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Svona lag gæti virkað mjög vel á stóra sviðinu í Eurovision og söngkonurnar eru nægilega sjóaðar til að skila öruggum flutningi sem og að njóta hylli hjá aðdáendum og blaðamönnum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s