Flytjendur 2012: Íris Lind

Næsti flytjandi á sviðið okkar hér er Íris Lind sem flytur lag og texta hálfbróður síns, Péturs Arnars Kristinssonar, Aldrei segja aldrei. Glöggir lesendur kannast við hana sem eina af bakröddunum hjá Regínu Ósk o.fl. í keppninni í ár, en hún er ekki ókunnug þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Árið 2006 söng Íris bakraddir í tveimur lögum, annars vegar hjá Sjonna Brink í laginu Hjartaþrá og hjá Friðriki Ómari í laginu Það sem verður. Árið 2011 var hún bakrödd hjá Hönnu Guðnýju Hitchon í laginu Huldumey. Hún hefur verið í gospelsveitum og gefið út tvær sólóplötur; Íris (2005) og  Augun þín (2010). Hún svarar spurningum okkar svona:

Fullt nafn?
Íris Lind Verudóttir

Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju?
Jiiii, það er svo erfitt að velja, get það bara ekki en nefni bara nokkra í staðinn: Regína Ósk, Friðrik Ómar, Jónsi, Jóhanna Guðrún, og Guðrún Árný, Íris Hólm og Erna o.fl. – af því að þetta eru svo flottir söngvarar og alveg með sitt á hreinu.

Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina?
Af íslensku lögunum er Eitt lag enn og Gleðibankinn en Ruslana var flott.

Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag?
Fiðlu, einlægni og mikilli visku … ha ha ha 😉 

Ef lífið væri Eurovision-lag, um hvað væri það?
Lífið er lag sem við syngjum saman sjö/tvö eða eitthvað ;Þ

Ef þú þyrftir að velja annað af tveimur, hvort myndirðu fara á Eurovision eða HM í fótbolta,
og af hverju? ;0)
Eurovision, ekki spurning og ekkert hik, það er af því að ég hef engan áhuga á að horfa á fótbolta en hef ofsalega gaman af því að spila hann. En tónlist er eins og súrefni og alltaf gaman að sjá nýja tónlist fæðast 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s