Flytjendur 2012: Regína Ósk

Síðust í röðinni í kynningum okkar á keppendum annars undankvöldsins í Söngvakeppni Sjónvarpsins er sjálf Regína Ósk. Hún flytur lag Maríu Bjarkar Sverrisdóttur, Marcusar Frenells, Fredriks Randquists og Önnu Andersson, Hjartað brennur, við texta Kristjáns Hreinssonar og Önnu Andersson. Regínu þarf varla að kynna fyrir nokkrum íslenskum aðdáanda en hún hefur verið fastagestur í flestu sem viðkemur atriðum í Söngvakeppninni; bæði sem flytjandi og sem bakrödd. Regína, sem er auðvitað talsvert Eurovision-nörd, svaraði nokkrum spurningum okkar:

Fullt nafn?
Regína Ósk Óskarsdóttir

Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju?
Oh….þeir eru svo margir. Mér finnst hún Helena Paparizou alltaf flott sem að vann fyrir Grikkland 2005 (My number one)

Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina?
My number one (Grikkland)……Wild dances (Úkraína)…. All Kinds of everything….. Non Ho l´éta (Heyr mína bæn)
…..ég gæti talið endalaust áfram 🙂

Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag?
Þeir eiga von á flottu atriði með 6 stelpum 🙂   Látum allt annað koma í ljós!

Ef lífið væri Eurovision-lag, um hvað væri það?  
Allt milli himins og jarðar!  Lífið er lag!

Ef þú þyrftir að velja annað af tveimur, hvort myndirðu fara á Eurovision eða HM í fótbolta, og af hverju?
Þetta er auðveldasta spurning í heimi !  Ég myndi klárlega fara á Eurovision þar sem að ég er ENGINN íþróttaaðdáandi…þó svo að ég fylgist nú með stórviðburðum þar sem Ísland er í fararbroddi.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s