Flytjendur 2012: Guðrún Árný

[mynd: ruv.is]

Áfram höldum við að kynna flytjendur og nú er röðin komin að engri annarri en Guðrúnu Árnýju. Hún mun flytja lagið Minnigar eftir Valgerð Skagfjörð á laugardaginn kemur.

Fullt nafn? Guðrún Árný Karlsdóttir

Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju? Mér finnst íslensku flytjendurnir alltaf standa sig frábærlega. En svona eftirminnilegasti flutningurinn er hjá henni Selmu með All out of luck. Ég alveg rifnaði af stollti þegar hún flutti lagið. Svo hef ég aldrei verið eins spennt eins og í stigagjöfinni það árið.  En hvað varðar erlenda flytjendur, það eru svo margir flottir, en þá dettur mér fyrst í hug  wigwam 🙂 þeir voru svo sérstakir í klæðaburði og öruggir, og svo sungu þeir svakalega vel og voru með flott lag.

Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina? á íslandi stendur silvía Nótt svolítið upp úr sem eftirminniegt atriði ? Ég skil ekki ennþá hvernig þau höfðu kjark í að fara út með svona leikrit. Þau hljóta að vera með einhverjar stál taugar.

Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag (t.d. sprengjur, fiðlukonsert)?  Ég er mjög ánægð með lagið sem ég syng á laugardaginn. Það er hugljúft og fallegt en hefur líka góðan stíganda og kraft. Textinn er auðveldur í flutningi og segir góða sögu. Þetta verður bara gaman.

Ef lífið væri Eurovision-lag, um hvað væri það? Ástina, hvað annað 🙂  All you need is love

Ef þú þyrftir að velja annað af tveimur, hvort myndirðu fara á Eurovision eða HM í fótbolta og af hverju? Eurovision, ég hef ekki minnstan áhuga á HM. Og það er nú bar þannig að alveg sama hvað lag Íslandi sendir í Eurovision þá er maður alltaf svo monntinn eftir flutninginn.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s