Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012 – Yfirferð laga II

Annað undankvöldið í Söngvakeppninni verður núna á laugardagskvöldið og við höfum setið við í vikunni og hlustað á lögin á RÚV-vefnum. Hér fyrir neðan má sjá hvað okkur finnst um þessi 5 lög sem etja kappi í þessari viku:

Minningar, lag og texti eftir Valgeir Skagfjörð í flutningi Guðrúnar Árnýjar Karlsdóttur

Eyrún segir: Fyrst á svið á laugardaginn stígur Guðrún Árný með stóra og fallega „Disney“-ballöðu, sem er jafnvel nokkuð söngleikjaleg. Ég, sem er yfirleitt lítið fyrir ballöður, fíla þessa samt alveg. Guðrún flytur hana vel og raddanir eru góðar á upptökunni og því verður áhugavert að sjá hvernig fer á laugardag. Ég á þó tæpast von á að þetta lag fari áfram miðað við önnur á þessu kvöldi.

Hildur segir: Aftur mun undanúrslitakvöldið hefjast á stórri ballöðu, en síðasta kvöld hófst á Leyndarmáli. Sú ballaða komst ekki áfram og ég held að, þrátt fyrir að þessi ballaði sé minna júróvísjonleg en leyndarmál þá held ég að það sé komin ákveðin stórballöðuleiði í áhorfendur Söngvakeppni Sjónvarpsins og þetta lag fari því ekki áfram á úrslitakvöldið. Það má þó búast við fölskvalausum flutningi hjá Guðrúnu Árnýju og því góðri  byrjun á þessu öðru undanúrslitakvöldi.

Ég kem með eftir Ellert H. Jóhannsson með texta Mikaels Tamar Elíassonar í flutningi Ellerts sjálfs.

Eyrún segir: Ellert kemur með hressilegt popplag í hljómsveitarfíling og ég fer ósjálfrátt að hugsa um skemmtileg sveitaböll og íslenskt sumar – jafnvel Þjóðhátíð í Eyjum… sem er ekki slæmt í þessu tíðarfari. Ellert býr að því að hafa verið í hljómsveitinni Von og því hægt að gera ráð fyrir sterkum flutningi á laugardag. Dálítið óræð stærð með framhaldið, veltur alveg á framkomunni á laugardag.

Hildur segir: Þetta hressa popplag hef ég heyrt um það bil 100 sinnum áður, eða það finnst mér að minnsta kosti þegar ég heyri það! Þetta er ekta íslenskur sumarpoppsmellur sem myndi án efa náð gríðarlegum vinsældum bæði á útvarpsstöðvum og við kassagítarsöng í útilegum. Ég held ég myndi fíla lagið betur að sumri til og á ekki von á að það geri stórkostlega hluti í þessari keppni.

Hjartað brennur eftir Maríu Björk Sverrisdóttur, Marcus Frenell, Fredrik Randquist, Önnu Andersson og texta eftir Kristján Hreinsson og Önnu Andersson í flutningi Regínu Óskar.

Eyrún segir: Sömu lagahöfundar og sömdu lagið hennar Jóhönnu Guðrúnar í fyrra, Nótt, eru mættir aftur og veðja nú á annan Eurovision-gæðing, Regínu Ósk! Fyrir mitt leyti er þetta MUUUUN betra lag, hressilegt popp með flottum bakröddum og Regína á sennilega eftir að eiga flekklausan flutning. Þetta verður klárlega annað af tveimur lögum til að fara áfram í aðalkeppnina.

Hildur segir: Fyrst þegar ég heyrði þetta lag fannst mér það eitthvað svo ómerkilegt og leiðinlegt. Strax við aðra hlustun skipti ég þó algjörlega um skoðun og fýla þetta hressa popplag. Viðlagið er nokkuð grípandi og ég get vel hugsað mér að sjá Regínu aftur á stóra júróvísjonsviðinu fyrir Íslands hönd. Er þess fullviss um að þetta lag mun vera í baráttunni um að komast áfram ásamt laginu Hey og Stund með þér.

Hey, lag og texti eftir Magnús Hávarðarson í flutningi Simba og Hrútspunganna.

Eyrún segir: Þjóðernislegt yfirbragð laganna heldur áfram hér í lagi sem minnir um margt á Ljótu hálfvitana með fimmundasöng. Með Simba á sviðinu verða Hrútspungarnir Árni Geir Sigurbjörnsson, Guðmundur Bjarnason, Ríkharður Gunnar Hjartarson, (sem syngja bakraddir), Gestur Kolbeinn Pálmason og Magnús Hávarðarson. Ég verð að segja að þetta finnst mér lítið spennandi en ég býst alveg við að Hrútspungarnir verði með skemmtilega framkomu á sviðinu.

Hildur segir: Þjóðlagaáhrifin eru greinilega stíllinn í ár í Söngvakeppninni! Þar sem ég er nettur þjóðlagapoppsperri þá fýla ég þetta algjörlega, finnst fimmundasöngurinn skemmtilegur og textinn líka. Ég held að þetta lag verði í harði samkeppni um að komast í úrslitin en þetta er þó ákúrat svona lag sem mér finnst eiga heima á úrslitakvöldi í Söngvakeppni sjónvarpsins en eiga lítið erindi í Júróvísjon.

Stund með þér eftir Svein Rúnar Sigurðsson við texta Þórunnar Ernu Clausen í flutningi Rósu Birgittu Ísfeld.

Eyrún segir: Annað lag Sveins Rúnars í keppninni en þriðja og síðasta lag hans verður á þriðja undankvöldinu. Lagið er popplag með retro-ívafi og hljómar ekkert ósvipað lögunum hennar Amy Winehouse. Þar sem ég hef talsvert hlustað á Rósu í Feldberg finnst mér lagið þó hæfa henni sérstaklega vel, og eins og ég hafi heyrt það áður með henni. Það verður spennandi að sjá hvernig sviðsútfærslan verður, því að þetta gæti orðið dúndur-númer!

Hildur segir: Sveinn bíður okkur að þessu sinni upp á nútímalegt popp sem eins og Eyrún segir, minnir óneytanlega á lög Amy Winehouse og jafnvel fleiri breskra söngkvenna. Ég fýla þetta lag og  finnst gaman að fá svona nútímapopp með í Söngvakeppnina. Ég er nokkuð viss um að þetta eigi eftir að falla vel í geð hjá áhorfendum og gæti einnig náð topp spilun á útvarpstöðvum landsins.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s