Flytjendur 2012: Rósa Birgitta Ísfeld

Næst í umfjöllun okkar um keppendurna 2012 er Rósa Birgitta sem stígur síðust á svið næstkomandi laugardagskvöld með lag Sveins Rúnars Sigurðssonar Stund með þér við texta Þórunnar Ernu Clausen. Rósa er þekktust sem söngkona hljómsveitarinnar Sometime og einnig fyrir verkefnið Feldberg með tónlistarmanninum Eberg. Hún er að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrsta sinn og segist vera rosalega spennt að taka þátt í þessari gleði:

Fullt nafn:
Rósa Birgitta Ísfeld Sigríðardóttir
Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju?
Held það sé Sandra Kim sem söng lagið J´aime la vie.  Hún og lagið áttu e-ð svo vel við mig, 80´s krakkann! Reyndar Icy-flokkurinn líka.
Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina?
Stormskerinn að spila Sókrates með Stebba Hilmars og svo Stella Mwangi með Haba Haba.  Kemst ekki enn yfir það af hverju þetta lag komst ekki áfram.
Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag?
Bara rosa flottu atriði fyrir augu og eyru.. má maður nokkuð gefa upp…?
Ef lífið æri Eurovision-lag, um hvað væri það? 
Endalausa gleði og stuð að eilífu.
Ef þú þyrftir að velja annað af tveimur, hvort myndirðu fara á Eurovision eða HM í fótbolta, og af hverju?
Klárlega Eurovision, skil ekkert í íþróttum.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s