Flytjendur 2012: Ellert H. Jóhannsson

[Mynd: ruv.is]

Áfram höldum við með kynningar á flytjendum ársins í Söngvakeppni Sjónvarpsins og nú er komið að keppendum næstu helgar. Næstur er Ellert sem stígur á svið á laugardaginn kemur með lagið Ég kem með. Ellert er búsettur í Grindavík en fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Árið 2001 stofnaði hann ásamt fleirum hljómsveitina Von og gaf út með henni plöturnar Dagdrauma og Þú gafst mér líf. Hljómsveitin Von tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2007 með lagið Ég hef fengið nóg. Eftir að hafa yfirgefið Von árið 2009 hefur Ellert m.a. unnið við lagasmíðar og syngur eigið lag við texta Mikaels Tamar Elíassonar.

Við spurðum hann nokkurra Eurovision-spurninga:

Fullt nafn?
Ellert Heiðar Jóhannsson.

Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju?
Þeir eru norskir og heita Wig Wam. Ég fíla eitís-rokk!

Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina?
„In My Dreams“ með Wig Wam og „Gente di mare“ með Umberto Tozzi & Raf.

Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag?
Miklu stuði og mörgum yeah yeah yeah. 

Ef lífið væri Eurovision-lag, um hvað væri það?
Það myndi fjalla um hvort það væri stolið eða ekki.

Ef þú þyrftir að velja annað af tveimur, hvort myndirðu fara á Eurovision eða HM í fótbolta, og af hverju?
Eurovision, af því að ég hef meiri gaman að tónlist en fótbolta.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s