Flytjendur 2012: Kristmundur Axel úr Bláum Ópal

[Mynd: ruv.is]

Við spjölluðum stuttlega við Kristmund Axel úr Bláum Ópal fyrir keppnina á laugardaginn en þeir félagar slógu rækilega í gegn og eru annað tveggja atriða sem komin eru áfram á aðalkvöldi Söngvakeppninnar í Hörpu 11. febrúar. Hann svaraði nokkrum Júróvisjón-spurningum og lofar áframhaldandi stuði og stemmingu með Bláum Ópal. Ólíkt Gesti hér á undan, myndi Kristmundur Axel þó kjósa HM í fótbolta fram yfir Eurovision – ótrúlegt en satt! 😉

Fullt nafn?
Kristmundur Axel Kristmundsson.

Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju?
Ingó, hann fór reyndar ekki út, en hann er lang flottastur.

Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina?
Er það ekki þetta Karenar Páls-atriði? Nei, ég veit það annars ekki 🙂

Ef lífið væri Eurovision-lag, um hvað væri það?
Alltof erfið spurning, maður!

Ef þú þyrftir að velja annað af tveimur, hvort myndirðu fara á Eurovision eða HM í fótbolta, og af hverju?
HM í fótbolta. Klárt mál.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s