Fyrsta undankvöld Söngvakeppninnar – slúður og spekúlasjónir!

Fyrsta kvöldinu lokið og almenn ánægja með úrslitin, eða hvað? Kosning íslenskra aðdáenda á Facebook-síðu FÁSES bendir ótvírætt til að þetta hafi verið það sem aðdáendur Söngvakeppninnar og Eurovision sóttust eftir.

Við vorum í sjónvarpssal í gær og fórum ekki varhluta af glamúrnum og glæsileikanum sem umlykur keppnina. Það er samt gaman að velta hlutum fyrir sér og spá í því sem gæti hafa orðið. Orðið á götunni er alltaf áhugavert – við nefnum engar heimildir og setjum þetta einungis inn til skemmtunar 🙂

Við höfum heyrt að:

* ánægjan sé mikil með nýtt útlit hjá RÚV, ekki síst sviðið – og reynt verði að vinna með sama þema í Eldborg í Hörpu þann 11. febrúar.

* wildcard-þáttur verði haldinn helgina fyrir aðalkeppnina og að þar verði tvö lög valin af dómnefnd sem bætast við þau framlög sem þegar hafa verið valin.

* mjög litlu hafi munað á Bláum Ópal og næsta lagi – sem mun hafa verið Íris Hólm með lagið sitt Leyndarmál.

* Ástríður Viðarsdóttir, sú sem sá um stemminguna í Græna herberginu, hafi verið eins og hressandi andblær í annars fremur stífri stemmingu. Ekki oft sem RÚV-starfsmaður segir „djók“ í beinni útsendingu! 🙂

* strákarnir í Bláum Ópal séu meðvitað að vinna í undirbúningi fyrir að vera framlag Íslands í Baku, m.a. með því að þjálfa einn meðlima í frönsku!

* búningadeildin á RÚV hafi verið þurrausin af öllum þjóðbúningum og korselettum!

* Jónsi hafi látið undan þrýstingi frá aðdáendum um að fara í klippingu. Í staðinn fékk hann að fara í hálkubomsunum á sviðið!

Hlökkum til að heyra næstu 5 lög – og til næsta laugardags!

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Fyrsta undankvöld Söngvakeppninnar – slúður og spekúlasjónir!

 1. Magga skrifar:

  Eg er alveg otrulega glod med RUV. Med stilhreint og flott svid og var mjog glod thegar tilkynnt var ad urslitin fara fram i HORPU xD. Alveg greinilegt ad RUV er ad leggja meiri peninga i thetta og gefa hinum Skandinaviu-stodvunum ekkert eftir. Frabaert sjonvarpsefni og thetta er somuleidis frabaer sida 🙂

  • jurovision skrifar:

   Gaman að heyra svona jákvæð viðbrögð við keppninn Magga ogtakk fyrir að kíkja til okkar hingað 🙂 Við erum líka svakalega spenntar yfir að úrslitin verði í Hörpunni!

 2. Hlíf skrifar:

  Ég gat reyndar ekki horft með 100% athygli en mér fannst þátturinn fínn. Einhvern veginn stílhreinni en oft áður og ég man ekki eftir að hafa fengið kjánahroll, eins og stundum áður:)

  haha, já, þjóðbúningaþemað var svolítiið sterkt þetta fyrsta kvöld:)

  Tók nú ekki eftir bomsunum hans Jónsa … en slaufan hans fékk ekki mitt atkvæði;)

  En ég verð að segja að wildcart þáttur er nú eiginlega óþarfur, þetta eru ekki svo mörg lög. En kannski skipti ég um skoðun ef ég verð ægilega hrifin af einhverju lagi sem kemst ekki áfram:)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s