Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012 – Yfirferð laga I

Það er komið að því! Söngvakeppni Sjónvarpsins hefst á ný á laugardaginn og við fáum tækifæri til að hafa áhrif á hvað lag keppir fyrir hönd Íslands í Júróvísjonkeppninni sjálfri sem fram fer í Baku 26. maí. Við hér á Öllu um Júróvísjon ætlum eins og undanfarin ár að halda uppi umfjöllun um keppnina og segja okkar álit á lögunum og spá í spilin. Félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES, mun einnig fylgjast vel með keppninni og öðrum undankeppnum svo að það er um að gera að fylgjast með þeim á Facebook líka!

Fyrsta undanúrslitakvöldið í Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram nú á laugardaginn 14. janúar og því ekki seinna vænna en að hefja yfirferð laganna!

Leyndarmál eftir Svein Rúnar Sigurðsson við texta Þórunnar Ernu Clausen, flutt af Íris Hólm 

Hildur segir: Íris Hólm stígur fyrst á svið á laugardaginn. Hún flytur hefðbundna júróvísjon ballöðu. Mér þykir þessi ballaða bara nokkuð vel heppnuð, laglínan er nokkuð grípandi og lagið auðvelt í hlustun. Þrátt fyrir að laglínan sé grípandi er hún ekki mjög eftirminnileg en verður betra við meiri hlustun. Íris mun án efa flytja lagið af miklum sóma eins og hún er vön og má því búast við mjög góðri byrjun á þessu fyrsta undanúrslitakvöldi.

Eyrún segir: Þegar ég heyrði lagið fyrst lét ég hraða- og taktbreytingarnar í viðlaginu og brúnni fara ferlega í taugarnar á mér en eftir nokkra hlustun venst þetta og lagið vex mikið.  Textinn er líka með þeim betri af þeim lögum sem komin eru. Það er þó e.t.v. ekki alveg málið þegar bara tvö lög komast áfram og þetta lag er fyrst á svið! Flutningur Írisar verður að öllum líkindum til fyrirmyndar og við getum hlakkað til laugardagsins!

Mundu eftir mér eftir Gretu Salóme Stefánsdóttur, flutt af Jónsa og Gretu

Hildur segir: Ég er voða ánægð með að Jónsi skuli aftur stíga á svið í Söngvakeppni Sjónvarpsins eftir nokkurt hlé. Hann syngur hér lag ásamt lagahöfundinum Gretu sem er í meira lagi dramtísk ballaða með mikilli strengjaútsetningu enda höfundurinn fiðluleikari. Við fyrstu hlustun fannst mér lagið alveg hreint glatað en eftir því sem ég hlusta oftar þá verð ég hrifnari af laginu. Ég er þó ekki alveg viss um að þetta sé endilega heppilegasta framlagið okkar í Júróvísjon sjálfri!

Eyrún segir: Hér er austurlenskur hressleiki og strengir á ferð og ég vona bara að það komist vel til skila á laugardaginn kemur. Ég fílaði þetta lag strax við fyrstu hlustun og dramatísku strengirnir ljá því austurlenskan blæ, en undir niðri er grunnurinn góð ballaða með grípandi viðlagi. Raddir Jónsa og Gretu hljóma vel saman þrátt fyrir að Jónsi skarti á kynningarmyndinni einni svakalegustu hárgreiðslu vestan Alpafjalla! Hann er e.t.v. í undirbúningi fyrir Baku 🙂

Rýtingur eftir Gest Guðnason og Hallvarð Ásgeirsson, flutt af Fatherz´n´Sonz

Hildur segir: Það má held ég með sanni segja að ákveðin electro-bylgja hafi riðið yfir íslenskt tónlistarlíf á undanförnum árum. Ég hef lengi beðið eftir því að hún skili sér inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins en einhver bið hefur verið á því þar til nú því að hér er á ferðinni electrónískt lag með rokkuðum en um leið þjóðlagalegum undirtón. Ég á agalega erfitt með að gera upp við mig hvað mér finnst um þetta lag og rokka á milli þess að finnast það dágóð snilld eða agaleg tónsmíð. Þegar þetta er skrifað hallast ég frekar að því fyrra! Hvernig það leggst í landann er þó agalega erfitt að segja og mun án efa byggja mjög mikið á sviðsframkomu þeirra félaga á laugardaginn.

Eyrún segir: Þetta er rosalega órætt lag en ég er mjög ánægð með þetta framlag því að þetta er metnaðarfull tónsmíð tveggja Listaháskólanema. Eins og Hildur segir er þetta elektró/rokk/indí/tilraunapopp og það verður gaman að sjá þetta á sviðinu. Það eina sem ég hef út á lagið að setja er að mér finnst söngurinn stundum falla illa að laginu, eins og tveir heimar…

Stattu upp eftir Ingólf Þórarinsson og Axel Árnason í flutningi Blás Ópals

Hildur segir: Ingó Veðurguð er mættur aftur í Söngvakeppnina og býður okkur upp á lag sem hann semur ásamt Axeli nokkrum Árnasyni. Lagið er poppað lag með örlítið suðrænu dansívafi. Flytjendur eru hópur stráka sem ég veit lítil deili á en þeir og lagið gæti verið hafa gert fyrir 12:00 þátt Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands! Sem aldinn Verzlingur þá fýla ég lúmskt þetta lag og hlakka verulega til að sjá hvernig sviðsetningin verður á þessu. Ef sviðsetningin verður skemmtileg vona ég eiginlega að þeir komist áfram á úrslitakvöldið!

Eyrún segir: Jahá! Ég hélt nú fyrst að Friðrik Dór hefði hoppað upp í með Mercedes Club en strákarnir í Bláum Ópal eru vonandi jafnhressir á sviði og á bandi – og eru held ég ekkert djók 🙂 Boðskapur lagsins er mjög jákvæður og laglínan skemmtileg og eflaust hægt að dilla sér vel við þetta lag. Það hefði e.t.v. verið gott að enda kvöldið á þessu hressa lagi en það er næst síðast á svið.

Við hjartarót mína eftir Árna Hjartarson í flutningi Heiðu

Hildur segir: Ja hérna! Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja! Heiða flytur hér létt popplag með laglínu sem mér finnst svo undarleg að ég verð hálf orðlaus og á erfitt með að venjast henni. Eins finnast mér undarlegir háir tónar sem koma öðru hverju í laginu vægast sagt undarlegir! Ég get þó engan veginn sagt að mér finnist þetta lag leiðinlegt, eiginlega langt því frá og gæti alveg trúað því að það leggist ágætlega í landann og hann kjósi það því áfram, kannski aðalega vegna þess að þrátt fyrir allt er eitthvað kunnulegt eða heimilislegt við þessa undarlegu laglínu.

Eyrún segir: Þetta lag finnst mér laaaangsíst á þessu fyrsta undankvöldi. Heiða bjargar því sem bjargað verður með frábærum flutningi, tilfinningu í röddinni og góðri raddbeitingu. En lagið og textinn eru að mínu mati bara ekki nógu spennandi, lagið svo sem nógu hugljúft en líður svolítið fyrir frekar skrítinn hljómagang. Mér finnst þetta afskaplega óeftirminnilegt lag og því frekar skrítið að setja það síðast á svið.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012 – Yfirferð laga I

  1. Inga Rós skrifar:

    „Mundu eftir mér“ finnst mér langsterkast á þessu fyrsta kvöldi. Austur-Evrópsku áhrifin leyna sér ekki og lagið er rosalega dramatískt sem er bara flott. Vona að það komist áfram.

    • jurovision skrifar:

      Við erum ekki alveg sammála um hversu gott þetta lag er en það er klárlega mjög sterkt á þessu fyrsta kvöldi 🙂 -/Eyrún

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s