Lögin sjö í úrslitum!

Hér gefur að líta lögin sjö sem munu keppa í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins þann 11. febrúar nk. Það eru: Hey, Stattu upp, Mundu eftir mér, Hjartað brennur, Stund með þér, Aldrei sleppir mér og Hugarró. Það verður spennandi að sjá hvernig fer.

Flytjendur 2012: Svenni Þór

Síðasti flytjandi sem við kynnum er Svenni Þór. Hann flytur lagið Augun þín eftir Hilmar Hlíðberg Gunnarsson og verður fjórði flytjandinn sem stígur á svið á laugardaginn kemur.

Fullt nafn?
Sigursveinn Þór Árnason.

Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju?
Regína Ósk.

Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina?
Fyrir mig er það This is my life, því ég sá það í Serbíu.

Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag (t.d. sprengjur, fiðlukonsert)?
Einlægni .

Ef lífið væri Eurovision-lag, um hvað væri það?
Að ég fengi vonandi að lifa lengur en 3 mín.

Ef þú þyrftir að velja annað af tveimur, hvort myndirðu fara á Eurovision eða HM í fótbolta, og afhverju?
Eurovision því það hlýtur að vera rétta svarið á þessari síðu!

Flytjendur 2012: Magni

Í flytjendayfirferðinni er komið að hinum eina sanna Magna. Hann flytur lag Sveins Rúnars , Hugarró, við texta Þórunnar Ernu Clausen. Magni stígur annar á svið á laugardaginn, strax á eftir Herberti Guðmundssyni.

Fullt nafn?
Guðmundur Magni Ásgeirsson

Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju?
Ég held að ég segi bara Abba – það er ekki hægt að mótmæla því

Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina?
Þessi spurning er alltaf að skjóta upp kollinum en ég er einhvern veginn aldrei með sama svarið – þessa stundina er Johnny Logan ofarlega í huga mér :)- Hold me now og allt það…

Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag (t.d. sprengjur, fiðlukonsert)?
Ég ætla að syngja þetta fallega lag eins vel og ég get – ég er söngvari…

Ef lífið væri Eurovision-lag, um hvað væri það?
Ást og hamingju ;)-

Ef þú þyrftir að velja annað af  tveimur, hvort myndirðu fara á Eurovision eða HM í fótbolta, og af hverju?
Júró, ég get ekkert í handbolta ;)-

Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012 – Yfirferð laga III

Það er komið að þriðja og síðasta undanúrslitakvöldinu í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012. Spennan eykst í hverri viku þegar ný lög koma inn á vef RÚV og núna þegar hægt er að hlusta á öll lögin er í alvöru hægt að velta því fyrir sér hver mögulegur sigurvegari verði! En áður en  við höldum í þær spár, þá skulum við byrja á að fara yfir þau fimm lög sem keppa á laugardaginn og sjá hvað við höfum að segja um þau!

Eilíf ást eftir Herbert Guðmundsson og Svan Herbertsson í flutningi Herberts sjálfs

Hildur segir: Herbert og sonur hans Svanur bjóða upp á hressandi popplag í anda 9. áratugarins, rétt eins og Herberti sæmir! Lagið hefur góða uppbyggingu, verður aldrei langdregið eins og sum svona lög og hefur grípandi og góða melódíu. Ég hlakka verulega til að sjá hvernig lagið verður útfært á sviðinu, því að sviðsflutningurinn er í raun það eina sem ég hef áhyggjur af því að lagið er gersamlega frábært! Er nokkuð viss um að Herbert flýgur í úrslitin, ef ekki fyrir lagið, þá bara fyrir að vera Herbert!

Eyrún segir: Ehh… já! Herbert er auðvitað legend og ekkert sem slær út gamla slagarann Can’t walk away. Hér fá þeir feðgar smá aðstoð og remix frá Örlygi Smára og óþekktri kvenbakrödd. Ég verð að vera sammála Hildi: þetta veltur allt á sviðsframkomunni á laugardag – gæti orðið skelfing eða snilld! 🙂

Hugarró eftir Svein Rúnar við texta Þórunnar Clausen í flutningi Magna

Hildur segir: Enn og aftur stígur Magni á svið í Söngvakeppni Sjónvarpsins og ég segi núna er kominn tími til að hann fái að fara alla leið í Eurovision! Í ár flytur hann þriðja og síðasta lag Sveins Rúnars við texta Þórunnar Clausen í þessari keppni. Lagið er áhrifamikil ballaða með enn áhrifameiri texta sem hitti mig beint í hjartastað. Lagið er einstaklega vel uppbyggt fyrir júróvísjon, það hefur grípandi laglínu og viðlag og kemur sér beint að efninu með frekar stuttu erindi og viðlagið er hafið áður en mínúta er liðin af laginu. Að sjálfsögðu kemur svo góður millikafli sem og hæfilega margar endurtekningar á viðlaginu. Lagið endar svo á sömu rólegu nótum og það byrjar. Lagið hentar Magna einstaklega vel til söngs og hann mun án efa flytja það fölskvalaust á laugardaginn. Spái því að Magni syngi sig í úrslitin.

Eyrún segir: Þetta lag náði mér við fyrstu hlustun og ég verð að segja að hér mætast besta laglína og útsetning keppninnar í ár og besti textinn að mínu mati. Ég fæ alltaf gæsahúð í lokalínu lagsins: „Ég hef fundið frið en staldra stundum við og hugsa um þig.“ Magni hefur sagt að þetta lag hafi höfðað mjög til hans og röddin hans hentar laginu ákaflega vel. Ballöður höfða ekki oft til mín en þessi er rosalega sterk. Mikið vona ég að tíminn hans Magna sé kominn því að hann á það svo sannarlega skilið!

Aldrei sleppir mér eftir Gretu Salóme í flutningi hennar sjálfrar, Heiðu og Guðrúnar Árnýjar

Hildur segir:  Greta er mætt með sitt annað lag í Söngvakeppninni, en eins og menn muna líklega þá komst lag hennar Mundu eftir mér áfram í úrslitin af fyrsta undanúrslitakvöldinu. Þar söng hún ásamt Jónsa í Svörtum fötum en núna hefur hún þær Heiðu Ólafs og Guðrúnu Árnýju sér til halds og trausts á sviðinu. Lagið er nokkuð vel heppnuð power ballaða með góða uppbyggingu. Það vantar þó örlítið á að lagið sé nógu eftirminnilegt, ég man það til dæmis aldrei á milli þess sem ég hlusta! Í demó-útgáfunni syngur Greta lagið ein svo það verður einstaklega forvitnilegt að sjá hvernig þær munu flytja lagið saman!

Eyrún segir: Þetta síðara lag Gretu Salóme er af algjörlega sama meiði og hið fyrra, Mundu eftir mér. Það er lítið hægt að dæma um samsönginn þeirra á milli af upptökunni á netinu og úr útvarpinu, en ég hugsa að það sé bókað að Greta verði á fiðlunni 😉 Ég býst svo sem ekki við að þetta fari áfram í úrslitin en maður veit sko aldrei!

Augun þín eftir Hilmar Hlíðberg Gunnarsson við texta Þorsteins Eggertssonar í flutningi Svenna Þórs

Hildur segir: Enn verður ballaða flutt þetta kvöld en núna nokkuð rokkuð með rólegheitum! Þetta lag minnir mig ofsalega á eitthvað, veit ekki hvort það er annað lag eða önnur lög eða bara eitthvað annað en ég fæ einhverja óræða tilfinningu þegar ég hlusta á það. Milli þess sem ég hlusta skiptist ég alveg á milli þess að finnast það hrikalega leiðinlegt eða dálítil snilld. Held að gengi þess muni ráðast nokkuð af flutningum á sviðinu en ef Svenni Þór er jafn fær söngvari og af honum er látið og þetta demó gefur til kynna þá er ekkert að óttast.

Eyrún segir: Þetta er lag sem maður hefur heyrt nokkrum sinnum áður og ekkert ákaflega eftirminnilegt í sjálfu sér. Áhugavert verður að sjá Svenna Þór á sviðinu á laugardag og ræðst framgangurinn algerlega á flutningnum. En fyrirfram hef ég ekki miklar væntingar til lagsins eða að það fari áfram í úrslitin.

Aldrei segja aldrei eftir Pétur Arnar Kristinsson í flutningi Írisar Lindar Verudóttur

Hildur segir: Verð því miður að segja ég held mér finnist þetta slakasta eða að minnsta kosti leiðinlegasta lagið í þessari keppni. Finnst lagið lítið spennandi og textinn Aldrei segja aldrei fer í taugarnar á mér sunginn, eins og hann passi ekki einhvern veginn við laglínuna.  Í annarri útsetningu yrði þetta þó hins vegar kannski hið huggulegasta jólalag!

Eyrún segir: Lítið og látlaust lag sem fær þó þann heppilega sess að vera síðast á svið (held að það hljóti að vera meðvitað hjá RÚV) til að verða eftirminnilegra fyrir fólkið heima í stofu. Alltof mikið klifað á „aldrei“, verður þreytt og textinn sem annars er bjartsýnislegur og peppandi ætti í rauninni að vera við annað lag!


Flytjendur 2012: Íris Lind

Næsti flytjandi á sviðið okkar hér er Íris Lind sem flytur lag og texta hálfbróður síns, Péturs Arnars Kristinssonar, Aldrei segja aldrei. Glöggir lesendur kannast við hana sem eina af bakröddunum hjá Regínu Ósk o.fl. í keppninni í ár, en hún er ekki ókunnug þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Árið 2006 söng Íris bakraddir í tveimur lögum, annars vegar hjá Sjonna Brink í laginu Hjartaþrá og hjá Friðriki Ómari í laginu Það sem verður. Árið 2011 var hún bakrödd hjá Hönnu Guðnýju Hitchon í laginu Huldumey. Hún hefur verið í gospelsveitum og gefið út tvær sólóplötur; Íris (2005) og  Augun þín (2010). Hún svarar spurningum okkar svona:

Fullt nafn?
Íris Lind Verudóttir

Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju?
Jiiii, það er svo erfitt að velja, get það bara ekki en nefni bara nokkra í staðinn: Regína Ósk, Friðrik Ómar, Jónsi, Jóhanna Guðrún, og Guðrún Árný, Íris Hólm og Erna o.fl. – af því að þetta eru svo flottir söngvarar og alveg með sitt á hreinu.

Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina?
Af íslensku lögunum er Eitt lag enn og Gleðibankinn en Ruslana var flott.

Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag?
Fiðlu, einlægni og mikilli visku … ha ha ha 😉 

Ef lífið væri Eurovision-lag, um hvað væri það?
Lífið er lag sem við syngjum saman sjö/tvö eða eitthvað ;Þ

Ef þú þyrftir að velja annað af tveimur, hvort myndirðu fara á Eurovision eða HM í fótbolta,
og af hverju? ;0)
Eurovision, ekki spurning og ekkert hik, það er af því að ég hef engan áhuga á að horfa á fótbolta en hef ofsalega gaman af því að spila hann. En tónlist er eins og súrefni og alltaf gaman að sjá nýja tónlist fæðast 😉

Flytjendur 2012: Herbert Guðmundsson

Það er komið að kynningu á þeim flytjendum sem stíga á stokk á síðasta undanúrslitakvöldinu sem fram fer á laugardaginn kemur. Það er enginn annarr en Herbert Guðmundsson sem mun stíga fyrstur á stokk þetta kvöld með lagið Eilíf ást. Þrátt fyrir að Herbert sé margt þekktur tónlistarmaður hefur hann aldrei áður  tekið þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið sem hann flytur er sami í samvinnu hans og sonar hans Svans Herbertssonar.

Fullt nafn?
Herbert Guðmundsson

Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju?
Abba, Waterloo

Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina?
Þegar Olsen bræður komu, sáu og sigruðu með Fly on the Wings of Love.

Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag (t.d. sprengjur, fiðlukonsert)?
Einlægum og vönduðum flutning!

Ef lífið væri Eurovision-lag, um hvað væri það?
Elífa Ást

Ef þú þyrftir að velja annað af tveimur, hvort myndirður fara á Eurovision eða HM í fótbolta og af hverju?
Eurovision, því að tónlistin á hug minn allan! 

Flytjendur 2012: Regína Ósk

Síðust í röðinni í kynningum okkar á keppendum annars undankvöldsins í Söngvakeppni Sjónvarpsins er sjálf Regína Ósk. Hún flytur lag Maríu Bjarkar Sverrisdóttur, Marcusar Frenells, Fredriks Randquists og Önnu Andersson, Hjartað brennur, við texta Kristjáns Hreinssonar og Önnu Andersson. Regínu þarf varla að kynna fyrir nokkrum íslenskum aðdáanda en hún hefur verið fastagestur í flestu sem viðkemur atriðum í Söngvakeppninni; bæði sem flytjandi og sem bakrödd. Regína, sem er auðvitað talsvert Eurovision-nörd, svaraði nokkrum spurningum okkar:

Fullt nafn?
Regína Ósk Óskarsdóttir

Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju?
Oh….þeir eru svo margir. Mér finnst hún Helena Paparizou alltaf flott sem að vann fyrir Grikkland 2005 (My number one)

Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina?
My number one (Grikkland)……Wild dances (Úkraína)…. All Kinds of everything….. Non Ho l´éta (Heyr mína bæn)
…..ég gæti talið endalaust áfram 🙂

Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag?
Þeir eiga von á flottu atriði með 6 stelpum 🙂   Látum allt annað koma í ljós!

Ef lífið væri Eurovision-lag, um hvað væri það?  
Allt milli himins og jarðar!  Lífið er lag!

Ef þú þyrftir að velja annað af tveimur, hvort myndirðu fara á Eurovision eða HM í fótbolta, og af hverju?
Þetta er auðveldasta spurning í heimi !  Ég myndi klárlega fara á Eurovision þar sem að ég er ENGINN íþróttaaðdáandi…þó svo að ég fylgist nú með stórviðburðum þar sem Ísland er í fararbroddi.

 

Flytjendur 2012: Guðrún Árný

[mynd: ruv.is]

Áfram höldum við að kynna flytjendur og nú er röðin komin að engri annarri en Guðrúnu Árnýju. Hún mun flytja lagið Minnigar eftir Valgerð Skagfjörð á laugardaginn kemur.

Fullt nafn? Guðrún Árný Karlsdóttir

Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju? Mér finnst íslensku flytjendurnir alltaf standa sig frábærlega. En svona eftirminnilegasti flutningurinn er hjá henni Selmu með All out of luck. Ég alveg rifnaði af stollti þegar hún flutti lagið. Svo hef ég aldrei verið eins spennt eins og í stigagjöfinni það árið.  En hvað varðar erlenda flytjendur, það eru svo margir flottir, en þá dettur mér fyrst í hug  wigwam 🙂 þeir voru svo sérstakir í klæðaburði og öruggir, og svo sungu þeir svakalega vel og voru með flott lag.

Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina? á íslandi stendur silvía Nótt svolítið upp úr sem eftirminniegt atriði ? Ég skil ekki ennþá hvernig þau höfðu kjark í að fara út með svona leikrit. Þau hljóta að vera með einhverjar stál taugar.

Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag (t.d. sprengjur, fiðlukonsert)?  Ég er mjög ánægð með lagið sem ég syng á laugardaginn. Það er hugljúft og fallegt en hefur líka góðan stíganda og kraft. Textinn er auðveldur í flutningi og segir góða sögu. Þetta verður bara gaman.

Ef lífið væri Eurovision-lag, um hvað væri það? Ástina, hvað annað 🙂  All you need is love

Ef þú þyrftir að velja annað af tveimur, hvort myndirðu fara á Eurovision eða HM í fótbolta og af hverju? Eurovision, ég hef ekki minnstan áhuga á HM. Og það er nú bar þannig að alveg sama hvað lag Íslandi sendir í Eurovision þá er maður alltaf svo monntinn eftir flutninginn.

Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012 – Yfirferð laga II

Annað undankvöldið í Söngvakeppninni verður núna á laugardagskvöldið og við höfum setið við í vikunni og hlustað á lögin á RÚV-vefnum. Hér fyrir neðan má sjá hvað okkur finnst um þessi 5 lög sem etja kappi í þessari viku:

Minningar, lag og texti eftir Valgeir Skagfjörð í flutningi Guðrúnar Árnýjar Karlsdóttur

Eyrún segir: Fyrst á svið á laugardaginn stígur Guðrún Árný með stóra og fallega „Disney“-ballöðu, sem er jafnvel nokkuð söngleikjaleg. Ég, sem er yfirleitt lítið fyrir ballöður, fíla þessa samt alveg. Guðrún flytur hana vel og raddanir eru góðar á upptökunni og því verður áhugavert að sjá hvernig fer á laugardag. Ég á þó tæpast von á að þetta lag fari áfram miðað við önnur á þessu kvöldi.

Hildur segir: Aftur mun undanúrslitakvöldið hefjast á stórri ballöðu, en síðasta kvöld hófst á Leyndarmáli. Sú ballaða komst ekki áfram og ég held að, þrátt fyrir að þessi ballaði sé minna júróvísjonleg en leyndarmál þá held ég að það sé komin ákveðin stórballöðuleiði í áhorfendur Söngvakeppni Sjónvarpsins og þetta lag fari því ekki áfram á úrslitakvöldið. Það má þó búast við fölskvalausum flutningi hjá Guðrúnu Árnýju og því góðri  byrjun á þessu öðru undanúrslitakvöldi.

Ég kem með eftir Ellert H. Jóhannsson með texta Mikaels Tamar Elíassonar í flutningi Ellerts sjálfs.

Eyrún segir: Ellert kemur með hressilegt popplag í hljómsveitarfíling og ég fer ósjálfrátt að hugsa um skemmtileg sveitaböll og íslenskt sumar – jafnvel Þjóðhátíð í Eyjum… sem er ekki slæmt í þessu tíðarfari. Ellert býr að því að hafa verið í hljómsveitinni Von og því hægt að gera ráð fyrir sterkum flutningi á laugardag. Dálítið óræð stærð með framhaldið, veltur alveg á framkomunni á laugardag.

Hildur segir: Þetta hressa popplag hef ég heyrt um það bil 100 sinnum áður, eða það finnst mér að minnsta kosti þegar ég heyri það! Þetta er ekta íslenskur sumarpoppsmellur sem myndi án efa náð gríðarlegum vinsældum bæði á útvarpsstöðvum og við kassagítarsöng í útilegum. Ég held ég myndi fíla lagið betur að sumri til og á ekki von á að það geri stórkostlega hluti í þessari keppni.

Hjartað brennur eftir Maríu Björk Sverrisdóttur, Marcus Frenell, Fredrik Randquist, Önnu Andersson og texta eftir Kristján Hreinsson og Önnu Andersson í flutningi Regínu Óskar.

Eyrún segir: Sömu lagahöfundar og sömdu lagið hennar Jóhönnu Guðrúnar í fyrra, Nótt, eru mættir aftur og veðja nú á annan Eurovision-gæðing, Regínu Ósk! Fyrir mitt leyti er þetta MUUUUN betra lag, hressilegt popp með flottum bakröddum og Regína á sennilega eftir að eiga flekklausan flutning. Þetta verður klárlega annað af tveimur lögum til að fara áfram í aðalkeppnina.

Hildur segir: Fyrst þegar ég heyrði þetta lag fannst mér það eitthvað svo ómerkilegt og leiðinlegt. Strax við aðra hlustun skipti ég þó algjörlega um skoðun og fýla þetta hressa popplag. Viðlagið er nokkuð grípandi og ég get vel hugsað mér að sjá Regínu aftur á stóra júróvísjonsviðinu fyrir Íslands hönd. Er þess fullviss um að þetta lag mun vera í baráttunni um að komast áfram ásamt laginu Hey og Stund með þér.

Hey, lag og texti eftir Magnús Hávarðarson í flutningi Simba og Hrútspunganna.

Eyrún segir: Þjóðernislegt yfirbragð laganna heldur áfram hér í lagi sem minnir um margt á Ljótu hálfvitana með fimmundasöng. Með Simba á sviðinu verða Hrútspungarnir Árni Geir Sigurbjörnsson, Guðmundur Bjarnason, Ríkharður Gunnar Hjartarson, (sem syngja bakraddir), Gestur Kolbeinn Pálmason og Magnús Hávarðarson. Ég verð að segja að þetta finnst mér lítið spennandi en ég býst alveg við að Hrútspungarnir verði með skemmtilega framkomu á sviðinu.

Hildur segir: Þjóðlagaáhrifin eru greinilega stíllinn í ár í Söngvakeppninni! Þar sem ég er nettur þjóðlagapoppsperri þá fýla ég þetta algjörlega, finnst fimmundasöngurinn skemmtilegur og textinn líka. Ég held að þetta lag verði í harði samkeppni um að komast í úrslitin en þetta er þó ákúrat svona lag sem mér finnst eiga heima á úrslitakvöldi í Söngvakeppni sjónvarpsins en eiga lítið erindi í Júróvísjon.

Stund með þér eftir Svein Rúnar Sigurðsson við texta Þórunnar Ernu Clausen í flutningi Rósu Birgittu Ísfeld.

Eyrún segir: Annað lag Sveins Rúnars í keppninni en þriðja og síðasta lag hans verður á þriðja undankvöldinu. Lagið er popplag með retro-ívafi og hljómar ekkert ósvipað lögunum hennar Amy Winehouse. Þar sem ég hef talsvert hlustað á Rósu í Feldberg finnst mér lagið þó hæfa henni sérstaklega vel, og eins og ég hafi heyrt það áður með henni. Það verður spennandi að sjá hvernig sviðsútfærslan verður, því að þetta gæti orðið dúndur-númer!

Hildur segir: Sveinn bíður okkur að þessu sinni upp á nútímalegt popp sem eins og Eyrún segir, minnir óneytanlega á lög Amy Winehouse og jafnvel fleiri breskra söngkvenna. Ég fýla þetta lag og  finnst gaman að fá svona nútímapopp með í Söngvakeppnina. Ég er nokkuð viss um að þetta eigi eftir að falla vel í geð hjá áhorfendum og gæti einnig náð topp spilun á útvarpstöðvum landsins.

Flytjendur 2012: Rósa Birgitta Ísfeld

Næst í umfjöllun okkar um keppendurna 2012 er Rósa Birgitta sem stígur síðust á svið næstkomandi laugardagskvöld með lag Sveins Rúnars Sigurðssonar Stund með þér við texta Þórunnar Ernu Clausen. Rósa er þekktust sem söngkona hljómsveitarinnar Sometime og einnig fyrir verkefnið Feldberg með tónlistarmanninum Eberg. Hún er að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrsta sinn og segist vera rosalega spennt að taka þátt í þessari gleði:

Fullt nafn:
Rósa Birgitta Ísfeld Sigríðardóttir
Hver er uppáhalds Eurovision-flytjandinn þinn og af hverju?
Held það sé Sandra Kim sem söng lagið J´aime la vie.  Hún og lagið áttu e-ð svo vel við mig, 80´s krakkann! Reyndar Icy-flokkurinn líka.
Hvert er eftirminnilegasta lagið/atriðið úr Söngvakeppninni í gegnum tíðina?
Stormskerinn að spila Sókrates með Stebba Hilmars og svo Stella Mwangi með Haba Haba.  Kemst ekki enn yfir það af hverju þetta lag komst ekki áfram.
Hverju mega áhorfendur eiga von á á laugardag?
Bara rosa flottu atriði fyrir augu og eyru.. má maður nokkuð gefa upp…?
Ef lífið æri Eurovision-lag, um hvað væri það? 
Endalausa gleði og stuð að eilífu.
Ef þú þyrftir að velja annað af tveimur, hvort myndirðu fara á Eurovision eða HM í fótbolta, og af hverju?
Klárlega Eurovision, skil ekkert í íþróttum.