FÁSES verður til!

Fyrir ykkur sem fylgist með okkur á Facebook, eru þetta sennilega ekki nýjar fréttir en við erum hluti af stjórn opinbera aðdáendaklúbbsins íslenska, FÁSES (Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva)!!

Undirbúningur stofnunarinnar og ýmislegt þar að lútandi er helsta ástæða þess að við höfum lítið skrifað hér inn undanfarið 🙂
En ætli verði ekki gerð bragarbót á því þegar líða tekur á haustið – það er allt að gerast í Eurovision-heimum eins og við vitum allt árið og við erum t.d. spenntar að vita hvernig Baku kemur til með að höndla álagið sem keppnin er, já – og hvort höllin sem keppnin fer fram í sé tilbúin! 🙂

Hérna getið þið fylgst með FÁSES á Facebook – þar verður allar helstu fréttir um aðdáendaklúbbinn íslenska að finna!

Annað kvöld verður kynningarkvöld á klúbbnum á barnum Barböru (Laugavegi 22, efri hæð) kl. 20.  Þar verður hægt að gerast meðlimur og kynnast okkur í stjórninni. Einnig stíga vinir Sjonna á stokk og taka lagið fyrir gesti!

Sjáumst öllsömul þar 🙂

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s