Júró-nörd dagsins: Friðrik Ómar

Síðasti Júró-Nördinn að sinni er enginn annar en Friðrik Ómar Hjörleifsson, júróvísjonkeppandi og aðdáandi með meiru! Friðrik tók þátt fyrir Íslands hönd ásamt Regínu Ósk í Serbíu árið 2008 en sama fluttu þau lagið This is my life með góðum árangri. Friðrik tók einnig þátt árið 2009 en þá var hann í bakröddum hjá Jóhönnu Guðrúnu.

1.Hvert telur þú vera besta Júróvísjonlag allra tíma? – Úff! Hræðileg spurning! Monaco frá 1971 er gríðarlega flott og ekta gamaldags eurovision lag. Svíþjóð á mörg mjög flott lög að mínu mati eins og Se på mej 1995. Molitva frá 2007 er ofboðslega flott lag og eftirminnilegt. Svo á ég mörg uppáhalds lög sem enginn man eftir nema kannski helstu nördin.

2. Hvert er uppáhalds lagið þitt í keppninni í ár? – Einhverra hluta vegna finnst mér keppnin skrýtin í ár. Ég á ekkert eitt uppáhalds!. Mér finnst samt Ungverjaland mjög flott europopplag. Noregur er svona stuð bomba eins og Frakkland í fyrra. Ég held að Danir eða Bretar vinni samt og ég yrði mjög sáttur við það. Ef keppnin verður í London á næsta ári þá væri ég vís með að freista gæfunnar 2012 haha!!

3. Hver er uppáhalds Júróvísjon flytjandinn þinn? – Carola að sjálfsögðu! Hún er einn flottasti artisti sem stigið hefur á eurovision sviðið að mínu mati. Rosalega örugg og flottur flytjandi. Hún hefur þrisvar tekið þátt og alltaf gert góða hluti.

4. Áttu þér einhverjar Júróvísjon hefðir? – Engar sérstakar nema þær að ég vill helst horfa á keppnina einn eða með fólki sem hefur jafn mikinn áhuga á keppninni og ég. Ég þoli ekki grenjandi börn eða fólk sem er sí gjammandi ofan í lögin..haha. Ég forðast slíkt umhverfi eins og heitan eldinn þegar kemur að eurovision. Fór einu sinni í stórt eurovision partý og hét því að gera það aldrei aftur!!! Mestur partur af fólki er nokk saman um lögin, vill bara komast í gott partý – sem er líka fínt sko! Þess vegna er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera á úrslitunum svo við getum haldið tvö partý!

5. Hvernær horfðiru í fyrsta skipti á Júróvísjon? – Ég man fyrst eftir Bobbysocks…þá var ég 4 ára.

6. Hver er uppáhalds júróvísjon minning þín? – Óneitanlega þegar ég stóð á sviðinu sjálfur bæði með Regínu og síðan með Jóhönnu. Við áttum svo mikið fylgi í salnum þessi ár að það fer um mig unaðshrollur að hugsa um þessi móment þegar við stigum á við og allir görguðu úr sér lungun. Þegar Ísland kom upp úr umslaginu 2008 þá fannst okkur við hafa sigrað keppnina því einhverra hluta vegna var það markmið okkar. Við þorðum ekki að hugsa stærra á þeim tíma eftir slakt gengi árin á undan. Svo var mjög gaman að vera í salnum í fyrra í Noregi og horfa á keppnina. Við Regína vorum svo heppin að fá VIP sæti hjá öllum norsku flytjendunum fyrr og síðar nálægt sviðinu. Maður fékk keppnina beint í æð!

7. Lýstu Júróvísjon í þremur orðum!  – Gefandi – Vorboði – Skemmtun.

Euro-Nerd of the day is Friðrik Ómar Hjörleifsson, participant in the ESC in 2008. He performed This is my life along with Regína Ósk. Together they form the Euroband!

1. What is your all time favorite Eurovision song?  – Puhff! Terrible question! Monaco from 1971 is really good song and real old fashion Eurovision song. Sweden has had many good songs like Se på mej in 1995. Molitva fro m2007 is really great song and memorable. Then I have many favorites that no one can remember except maybe the biggest nerds.    

2. What is your favorite song this year?  –  I don’t know way but I feel that the competition this year is kind of weird. I don’t have one favorite! I like the Hungarian song, that is really good europopsong. The Norwegian song is fun like the song from France last year. I though think that Danmark or France will win this year and I would be happy with that result. If ESC will be held in London next year, I would think about testing my luck in 2012 hahaha!

3. Who is your all time favorite performer? – Carola of course! In my opinion she is one of the best artists that has performed on the Eurovision stages. She is confident on stages and a great performer. She has participated three times and always done well.

4. Do you have any special Eurovision traditions?  – I do not have any special traditions exept that I want to watch alone or with people that have the same interests as me in the ESC. I can’t stand crying babies or people that talk during the songs hahaha! I avoid these surcumstances when it comes to Eurovision. Once I went to a big Eurovision party and decided never to do that again!! Most of people didn’t care about the songs, they just want to go to a great party – which is good!! But because of that it is very important for us to be in the Final so we can have to parties!

5. When did you watch ESC for the first time?  – I remember Bobbysocks, I was four at that time.

6. What is your favorite ESC memory? – With out a doubt, when I performed with Regína in 2008 and then in 2009 with Yohanna. We got so much feedback from the audience in the arena these years that I get goose bumps just thinking about the moment we went on stages and the audience screamed their lungs out! When Iceland came out of one of the envelopes in 2008 we felt like we have won because that was our goal. We didn’t dare to think bigger at that time after bad results the years before. Then it was really fun to be in the audience in Oslo last year and watch the show. Me and Regína were so lucky to get VIP seats with all the old Norwegian performers near the stages. The competition was just right in your face!

7. Describe Eurovision in three words!Rewarding – hope of spring – fun.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s