Fyrsta búningaæfing fyrir seinna undanúrslitakvöldið

Fulltrúi AUJ var á fyrstu búningaæfingu fyrir semi final 2 í gæ. Hún gekk að mestu vel af hendi flytjenda en henn seinkaði talsvert vegna tæknilegra vandamála en þau virðast elta þýsku skipuleggjendur á röndum.

En lítum nánar á hvernig æfinginn gekk hjá nokkrum keppendum.

Úkraína – Mun minna hefur farið fyrir framlagi Úkraínumanna í ár en oft áður. Það var einmitt þegar Mika Newton ætlaði að hefja söng sinn á sviðinu sem tækni brást. Þegar hún loksins gat haldið áfram að æfa átti hún fínustu æfingu og uppskar talsvert klapp í lok hennar.

Moldavía – Hressa hljómsveitin Zdob și Zdub átti fínustu æfingu og voru extra hressir!

Svíþjóð – Eric var raddlega nokkuð stekur en sleppti þó einstaka sinnum úr orðum og lét bakraddirnar um að syngja og virkaði það svolítið kjánalegt. Dansinn gekk vel og var flottur og mikil stemmning fyrir Eric í salnum því mikil fangaðarlæti brutust út við lok lagsins.

Kýpur – Það kom AUJ nokkuð á óvart að mikil stemning var fyrir framlagi Kýpverja í salnum. Æfingin gekk ljómandi vel hjá Kýpverjum, sönglega var hún frábær og atriði þeirra er vel út fært og flott.

Ísrael – Dana var ekki alveg tilbúin þegar æfing hófst og hún þurfti að láta eina bakröddina sína laga sig eitthvað og hljóp því á réttan stað rétt áður en hún átti að byrja að syngja! Dana var raddlega ekki strek frekar en fyrri daginn og AUJ hafði haldið að það yrði nokkuð meiri stemning fyrir henni í salnum.

Rúmenía – Hljómsveitin Hotel FM átti mjög góða æfingu og koma virkilega vel út á sviðinu. Mikil stemning var fyrir þeim í höllinni og líklega var þetta besta æfingin sönglega.

Eistland – Getter átti alls ekki nægilega góða æfingu sönglega séð og það er eins og hún eigi í nokkrum erfiðleikum með að syngja og hreyfa sig svona mikið á sama tíma.

Danmörk – AUJ hefur heyrt söngvar hljómsveitarinnar A friend from London syngja mun betur en hann gerði á þessari æfingu. Hann var andstuttur á hlaupunum um sviðið og AUJ velti fyrir sér hvort hann og félagar hans væru kannski þunnir bara! Það má amk gera ráð fyrir að trommarinn hafi verið þunnur enda var hann enn í fullu fjöri í eftirpartýi Semi Final 1 snemma á miðvikudagsmorguninn!

Írland – Sönglega séð kom æfingin verulega á óvart því þeir voru bara nokkuð góðir. Æfingin gekk því alla staði vel upp og þeir bræður skoppuðu um sviðið eins og glitrandi jólasveinar.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s