Tæknileg vandamál í útsendingunni í gær!

(via Escdaily.com)

Eins og þið hafið flest orðið vör við var útsending þularins, Hrafnhildar Halldórsdóttur, í gærkvöldi fremur gloppótt. Á köflum datt hún algjörlega út, t.d. þegar íslenska atriðið var að fara á svið sem var mjög bagalegt, og undir lokin heyrðist greinilega að hún var að tala í gegnum farsímann!

Því miður var Ísland ekki eina landið sem lenti í þessum tæknilegu vandamálum í gærkvöldi því að EBU sagði á blaðamannafundi nú fyrir stuttu að hljóðið hefði dottið út á nokkrum stöðum í Evrópu vegna óviðráðanlegra tæknilegra örðugleika. Þessi vandamál voru m.a. í Finnlandi, Póllandi, Bretlandi, Möltu, Svíþjóð og Írlandi. Á Spáni datt hljóðið alveg út í atriði Norðmanna sem þýðir að Stella söng fyrir daufum eyrum Spánverja! Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri keppninnar, tók þó fram að það hefði ekki haft úrslitaáhrif á atkvæði Spánar – Stella hefði ekki komist áfram jafnvel þó að Spánverjar hefðu gefið henni fullt hús stiga.

Jon Ola Sand segir að EBU vinni í að skoða orsök vandans en enn sé of snemmt að segja hvort þessi tæknilegu vandamál hafi haft áhrif á framgang kosningarinnar en það er alveg ljóst að þetta verður reynt að laga fyrir seinni undankeppnina á morgun og aðalkeppnina á laugardaginn!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s